Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sigmundur Davíð skoðaði lagningu sæstrengs með Cameron „til að sýna fram á að það hentaði ekki“

Þing­heim­ur hló þeg­ar Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, sagð­ist ein­göngu hafa sam­þykkt stofn­un vinnu­hóps með Bret­um um lagn­ingu sæ­strengs ár­ið 2015 til þess að ekk­ert yrði af verk­efn­inu. Hann mæl­ir með að Bret­land gangi í EES, þrátt fyr­ir að ut­an þess yrði sæ­streng­ur ill­mögu­leg­ur eft­ir Brex­it.

Sigmundur Davíð skoðaði lagningu sæstrengs með Cameron „til að sýna fram á að það hentaði ekki“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og David Cameron Forsætisráðherrarnir þáverandi funduðu árið 2015 um lagningu sæstrengs.

Umræður um þriðja orkupakkann hafa staðið yfir á Alþingi frá því klukkan 10:30 í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og framsögumaður málsins, sagði í ræðustól að þingmenn Miðflokksins, sem barist hafa hart gegn samþykkt orkupakkans með málþófi, hafi stutt framvindu þess þegar þeir voru í ríkisstjórn. Þessu mótmælti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.

Benti Guðlaugur Þór á að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og þá utanríkisráðherra, hafi lagt fram minnisblað á Alþingi þess efnis að bindandi ákvarðanir ACER, Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, eigi ekki við hér á landi ef sæstrengur er ekki til staðar, þvert á málflutning hans nú.

„Liðlega hálfu ári eftir að Alþingi fékk þessi skilaboð frá þáverandi hæstvirtum utanríkisráðherra vildi þannig til að flokksfélagi hans, þáverandi hæstvirtur forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, átti fund með þáverandi forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hér í þessu húsi hinn 28. október 2015 þar sem þeir sammæltust um að setja á laggirnar vinnuhóp sem var falið að skoða möguleika þess að leggja sæstreng milli Íslands og Bretlands,“ sagði Guðlaugur Þór.

Sagði hann augljóst að Sigmundur Davíð hefði viljað leggja sæstreng milli landanna árið 2015. „Við skulum hafa það í huga að þegar David Cameron kom hingað til lands til fundar við íslenska forsætisráðherrann hafði forsætisráðherra Bretlands ekki komið til Íslands síðan Winston Churchill heilsaði upp á breska hernámsliðið hér árið 1941 og heimsótti þá meðal annars þetta hús hér,“ sagði Guðlaugur Þór. „Það eina markverða sem þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ákvað með breska kollega sínum í þessari mjög svo sögulegu heimsókn var einmitt að kanna möguleikann á því að leggja raforkusæstreng milli landanna tveggja.“

„Því er viðsnúningur hæstvirtra þingmanna Miðflokksins í málinu óútskýrður og ég hygg að stjórnmálafræðin dugi ekki til þess að skýra hann“

Sagðist Guðlaugur Þór ekki taka undir gagnrýni Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga á þeirra fyrri verk. „Ég tel að málið hafi verið vel undirbúið af hálfu utanríkisráðuneytisins og annarra fagráðuneyta allar götur frá 2010 og að umfjöllun Alþingis hafi verið til fyrirmyndar, álitaefnin greind og þau metin áður en Alþingi veitti málinu brautargengi sitt,“ sagði hann. „Því er viðsnúningur hæstvirtra þingmanna Miðflokksins í málinu óútskýrður og ég hygg að stjórnmálafræðin dugi ekki til þess að skýra hann. Viðsnúningurinn er í raun af því tagi að leita þarf í lögmál eðlisfræðinnar til að finna þar einhverjar skýringar.“

Sigmundur Davíð veitti andsvar og sagði Guðlaug Þór ekkert nýtt hafa fram að færa og kenndi öllum öðrum um innleiðingu orkupakkans. „Svo þessi dæmalausa ræða um fund með David Cameron, að þar hafi verið samþykkt að leggja sæstreng. Það var í rauninni þvert á móti, samþykkt að skoða lagningu til að sýna fram á að það hentaði ekki.“ Hló þá þingheimur hátt.

Hart Brexit mundi gera sæstreng ólíklegri

Sigmundur Davíð var í viðtali um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hjá Sky News í morgun. Ráðlagði hann Bretum að ganga tímabundið í Evrópska efnahagssvæðið ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein, til þess að forðast skammtímavanda sem fylgi því sem kallað er hart eða „no-deal“ Brexit. Slíkt mundi leysa vandann án þess að skapa ný vandamál sem fylgi tvíhliða samningi.

„Það var í rauninni þvert á móti, samþykkt að skoða lagningu til að sýna fram á að það hentaði ekki“

Ummæli Sigmundar Davíðs vöktu athygli Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs. „Afhverju vill SDG halda Bretum inn í EES?“ spurði hann á Twitter. „Andstaðan gegn O3 byggir á því að hingað komi sæstrengur. Einungis virðist raunhæft að hann liggi frá Bretlandi. Til að það sé sandkorn af viti í andstöðunni gegn O3 á þessum forsendum, þarf Bretland því augljóslega að vera í EES.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Utanríkismál

Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð
Fréttir

Fyrr­ver­andi hér­aðs­dóm­ari seg­ir Guð­laug Þór hafa mis­beitt valdi og jafn­vel bak­að sér refsi­á­byrgð

Pét­ur Guð­geirs­son, fyrr­ver­andi dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, tel­ur ut­an­rík­is­ráð­herra hafa gerst sek­an um ólög­mæta íhlut­un í stjórn­skip­un­ar­mál full­valda rík­is með stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing­unni við Ju­an Guaidó í Venesúela. Rétt­ast sé að Guð­laug­ur biðj­ist af­sök­un­ar og segi af sér.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár