Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Höfnun á orkupakkanum gæti raskað hagsmunum Íslands innan EES-samstarfsins

„Það er vand­séð að Ís­land hefði hag af því að taka EES-samn­ing­inn upp með þess­um hætti,“ seg­ir í svari Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Óla Björns Kára­son­ar.

Höfnun á orkupakkanum gæti raskað hagsmunum Íslands innan EES-samstarfsins

Ef Íslendingar færu fram á að hefja viðræður innan sameiginlegu EES-nefndarinnar um að Ísland falli að mestu eða öllu leyti utan við orkuviðauka EES-samningsins myndi slíkt vekja upp grundvallarspurningar um stöðu Íslands í EES-samstarfinu. Vandséð er að Íslendingar hafi hag af því að taka EES-samninginn til sérstakrar endurskoðunar. Þetta er mat utanríkisráðuneytisins. 

„Hvað varðar kröfur um að gera breytingar í heild sinni á efni viðauka við EES-samninginn, sem hefur verið hluti hans frá undirritun, felst krafa um að hefja viðræður um endurskoðun EES-samningsins, a.m.k. hvað hlutaðeigandi viðauka við EES-samninginn varðar,“ segir í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra við ítarlegri fyrirspurn Óla Björns Kárasonar um þriðja orkupakkann sem birtist á vef Alþingis á gær.

Utanríkisráðuneytið bendir á að viðaukar við EES-samninginn eru órjúfanlegur hluti samningsins sjálfs en meginmarkmið hans er að tryggja einsleitt regluverk á Evrópska efnahagssvæðinu. Í því felst meðal annars að löggjöf ESB sem varðar innri markaðinn sé tekin upp í EES-samninginn. 

Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa laggst eindregið gegn því að Alþingi heimili ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd  ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku þriðja orkupakkans. „Hvað er svona hættulegt vð að segja nei við þessu? Þetta fer þá bara fyrir sameiginlegu EES-nefndina og við bara tökum á því þar. Látum bara reyna á málið fyrir sameiginlegu EES-nefndinni,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í umræðu um málið rétt í þessu. Sigurður Páll Jónsson og Ólafur Ísleifsson, þingmenn sama flokks, töluðu með svipuðum hætti í gær.

Utanríkisráðherra virðist telja þetta óráð. „Af hálfu allra samningsaðila EES-samningsins hefur hingað til verið lítill áhugi á að hefja viðræður um endurskoðun EES-samningsins, enda gætu slíkar viðræður falið í sér að tekin yrðu upp að nýju viðkvæm málefni sem tókst að miðla málum um við gerð samningsins, m.a. varðandi stofnanauppbyggingu samningsins og efnislegar skuldbindingar,“ segir í svarinu.

„Mestu máli skiptir í þessu samhengi að veigamestu undanþágur EFTA-ríkjanna, þ.m.t. undanþága Íslands frá fjárfestingum í sjávarútvegi og fjárframlög þeirra til sjóða ESB, yrðu endurskoðaðar. Almennt hefur verið talið ólíklegt að þrjú EFTA-ríki gætu náð hagstæðari samningum við ESB en sjö EFTA-ríki gerðu á sínum tíma í samningaviðræðum við þáverandi tólf aðildarríki ESB um EES-samninginn. Það er því vandséð að Ísland hefði hag af því að taka EES-samninginn upp með þessum hætti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Utanríkismál

Sigmundur Davíð skoðaði lagningu sæstrengs með Cameron „til að sýna fram á að það hentaði ekki“
FréttirUtanríkismál

Sig­mund­ur Dav­íð skoð­aði lagn­ingu sæ­strengs með Ca­meron „til að sýna fram á að það hent­aði ekki“

Þing­heim­ur hló þeg­ar Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, sagð­ist ein­göngu hafa sam­þykkt stofn­un vinnu­hóps með Bret­um um lagn­ingu sæ­strengs ár­ið 2015 til þess að ekk­ert yrði af verk­efn­inu. Hann mæl­ir með að Bret­land gangi í EES, þrátt fyr­ir að ut­an þess yrði sæ­streng­ur ill­mögu­leg­ur eft­ir Brex­it.
Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð
Fréttir

Fyrr­ver­andi hér­aðs­dóm­ari seg­ir Guð­laug Þór hafa mis­beitt valdi og jafn­vel bak­að sér refsi­á­byrgð

Pét­ur Guð­geirs­son, fyrr­ver­andi dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, tel­ur ut­an­rík­is­ráð­herra hafa gerst sek­an um ólög­mæta íhlut­un í stjórn­skip­un­ar­mál full­valda rík­is með stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing­unni við Ju­an Guaidó í Venesúela. Rétt­ast sé að Guð­laug­ur biðj­ist af­sök­un­ar og segi af sér.

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
5
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
3
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
4
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
6
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár