Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Róbert með 29 milljónir í laun á mánuði

Ró­bert Wessman hafði tæp­ar 350 millj­ón­ir króna í tekj­ur á síð­asta ári, því sem næst allt launa­tekj­ur. Hann hafði að­eins tæp­ar 300 þús­und krón­ur í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2018.

Róbert með 29 milljónir í laun á mánuði
Greiddi aðeins lítinn hluta ábyrgða sinna Fjárfestirinn Róbert Wessman gerði skuldauppgjör við Landsbanka Íslands árið 2014. Greiddi rúmlega 6 prósent skulda eignarhaldsfélags síns við bankann með peningum.

Róbert Wessmann er forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, fyrrverandi forstjóri Actavis og hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi um árabil. Alvotech, lyfjaþróunarfyrirtæki sem Róbert er stór hluthafi í í gegnum  flókið net erlendra fyrirtækja sem mörg hver eru í skattaskjólum, tapaði rúmlega 16 milljörðum króna í fyrra.

Stundin greindi frá því í haust að Róbert hefði fengið persónulegar ábyrgðir á milljarða króna skuldum sínum og fyrirtækja sinna niðurfelldar hjá Glitni í árslok 2013. Til að losna við ábyrgðirnar og gera upp skuldir, sem um mitt ár 2009 námu samtals um 45 milljörðum króna, greiddi Róbert tæplega 1.300 milljónir króna í reiðufé. Róbert var meðal annars í 98 prósenta sjálfskuldarábyrgð fyrir 5,3 milljarða króna láni sem Glitnir veitti félagi hans, Salt Financials, til að kaupa hlutabréf í Glitni þann 18. september árið 2008, nokkrum dögum fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á bankanum en fimm af starfsmönnum Glitnis voru dæmdir fyrir markaðsmisnotkun, meðal annars út af þeirri lánveitingu, í fyrra.

Hátekjulistann má sjá hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár