Róbert Wessmann er forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, fyrrverandi forstjóri Actavis og hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi um árabil. Alvotech, lyfjaþróunarfyrirtæki sem Róbert er stór hluthafi í í gegnum flókið net erlendra fyrirtækja sem mörg hver eru í skattaskjólum, tapaði rúmlega 16 milljörðum króna í fyrra.
Stundin greindi frá því í haust að Róbert hefði fengið persónulegar ábyrgðir á milljarða króna skuldum sínum og fyrirtækja sinna niðurfelldar hjá Glitni í árslok 2013. Til að losna við ábyrgðirnar og gera upp skuldir, sem um mitt ár 2009 námu samtals um 45 milljörðum króna, greiddi Róbert tæplega 1.300 milljónir króna í reiðufé. Róbert var meðal annars í 98 prósenta sjálfskuldarábyrgð fyrir 5,3 milljarða króna láni sem Glitnir veitti félagi hans, Salt Financials, til að kaupa hlutabréf í Glitni þann 18. september árið 2008, nokkrum dögum fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á bankanum en fimm af starfsmönnum Glitnis voru dæmdir fyrir markaðsmisnotkun, meðal annars út af þeirri lánveitingu, í fyrra.
Athugasemdir