Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Róbert með 29 milljónir í laun á mánuði

Ró­bert Wessman hafði tæp­ar 350 millj­ón­ir króna í tekj­ur á síð­asta ári, því sem næst allt launa­tekj­ur. Hann hafði að­eins tæp­ar 300 þús­und krón­ur í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2018.

Róbert með 29 milljónir í laun á mánuði
Greiddi aðeins lítinn hluta ábyrgða sinna Fjárfestirinn Róbert Wessman gerði skuldauppgjör við Landsbanka Íslands árið 2014. Greiddi rúmlega 6 prósent skulda eignarhaldsfélags síns við bankann með peningum.

Róbert Wessmann er forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, fyrrverandi forstjóri Actavis og hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi um árabil. Alvotech, lyfjaþróunarfyrirtæki sem Róbert er stór hluthafi í í gegnum  flókið net erlendra fyrirtækja sem mörg hver eru í skattaskjólum, tapaði rúmlega 16 milljörðum króna í fyrra.

Stundin greindi frá því í haust að Róbert hefði fengið persónulegar ábyrgðir á milljarða króna skuldum sínum og fyrirtækja sinna niðurfelldar hjá Glitni í árslok 2013. Til að losna við ábyrgðirnar og gera upp skuldir, sem um mitt ár 2009 námu samtals um 45 milljörðum króna, greiddi Róbert tæplega 1.300 milljónir króna í reiðufé. Róbert var meðal annars í 98 prósenta sjálfskuldarábyrgð fyrir 5,3 milljarða króna láni sem Glitnir veitti félagi hans, Salt Financials, til að kaupa hlutabréf í Glitni þann 18. september árið 2008, nokkrum dögum fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á bankanum en fimm af starfsmönnum Glitnis voru dæmdir fyrir markaðsmisnotkun, meðal annars út af þeirri lánveitingu, í fyrra.

Hátekjulistann má sjá hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár