Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Níræð þénaði 365 milljónir í sjávarútvegi í fyrra

Sig­ríð­ur Vil­hjálms­dótt­ir á hlut í Hval hf. og hagn­að­ist veru­lega í fyrra þeg­ar hlut­ur henn­ar í HB Granda var seld­ur Brimi.

Níræð þénaði 365 milljónir í sjávarútvegi í fyrra
Hvalur Sigríður Vilhjálmsdóttir á hlut í Hval hf., sem Kristján Loftsson rekur.

Sigríður Vilhjálmsdóttir fjárfestir var sjöundi tekjuhæsti íbúi Reykjavíkur í fyrra. Heildarárstekjur hennar námu 365.632.596 krónum, allt fjármagnstekjur. Hún varð níræð í ár og taldi ekki fram launatekjur.

Sigríður á hlut í Hval hf. gegnum Fiskveiðahlutafélagið Venus og deildi þriðjungshlut í HB Granda með Kristjáni og Birnu Loftsdóttur allt þar til síðasta vor þegar hlutabréfin voru seld Brimi og forstjóra þess, Guðmundi Kristjánssyni. Sigríður var hæsti skattgreiðandi Íslands árið 2018, með fjármagnstekjur upp á rúma tvo milljarða. Sigríður er systir Árna Vilhjálmssonar heitins, fyrrverandi stjórnarformanns HB Granda, prófessors og athafnamanns sem hafði forgöngu um það á níunda áratugnum að nokkur fyrirtæki keyptu hlut Reykjavíkurborgar í Granda hf. sem síðar sameinaðist fyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og varð að HB Granda. Sonur Sigríðar er Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem var forstjóri fyrirtækisins þar til nýlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár