Sigríður Vilhjálmsdóttir fjárfestir var sjöundi tekjuhæsti íbúi Reykjavíkur í fyrra. Heildarárstekjur hennar námu 365.632.596 krónum, allt fjármagnstekjur. Hún varð níræð í ár og taldi ekki fram launatekjur.
Sigríður á hlut í Hval hf. gegnum Fiskveiðahlutafélagið Venus og deildi þriðjungshlut í HB Granda með Kristjáni og Birnu Loftsdóttur allt þar til síðasta vor þegar hlutabréfin voru seld Brimi og forstjóra þess, Guðmundi Kristjánssyni. Sigríður var hæsti skattgreiðandi Íslands árið 2018, með fjármagnstekjur upp á rúma tvo milljarða. Sigríður er systir Árna Vilhjálmssonar heitins, fyrrverandi stjórnarformanns HB Granda, prófessors og athafnamanns sem hafði forgöngu um það á níunda áratugnum að nokkur fyrirtæki keyptu hlut Reykjavíkurborgar í Granda hf. sem síðar sameinaðist fyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og varð að HB Granda. Sonur Sigríðar er Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem var forstjóri fyrirtækisins þar til nýlega.
Athugasemdir