Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Níræð þénaði 365 milljónir í sjávarútvegi í fyrra

Sig­ríð­ur Vil­hjálms­dótt­ir á hlut í Hval hf. og hagn­að­ist veru­lega í fyrra þeg­ar hlut­ur henn­ar í HB Granda var seld­ur Brimi.

Níræð þénaði 365 milljónir í sjávarútvegi í fyrra
Hvalur Sigríður Vilhjálmsdóttir á hlut í Hval hf., sem Kristján Loftsson rekur.

Sigríður Vilhjálmsdóttir fjárfestir var sjöundi tekjuhæsti íbúi Reykjavíkur í fyrra. Heildarárstekjur hennar námu 365.632.596 krónum, allt fjármagnstekjur. Hún varð níræð í ár og taldi ekki fram launatekjur.

Sigríður á hlut í Hval hf. gegnum Fiskveiðahlutafélagið Venus og deildi þriðjungshlut í HB Granda með Kristjáni og Birnu Loftsdóttur allt þar til síðasta vor þegar hlutabréfin voru seld Brimi og forstjóra þess, Guðmundi Kristjánssyni. Sigríður var hæsti skattgreiðandi Íslands árið 2018, með fjármagnstekjur upp á rúma tvo milljarða. Sigríður er systir Árna Vilhjálmssonar heitins, fyrrverandi stjórnarformanns HB Granda, prófessors og athafnamanns sem hafði forgöngu um það á níunda áratugnum að nokkur fyrirtæki keyptu hlut Reykjavíkurborgar í Granda hf. sem síðar sameinaðist fyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og varð að HB Granda. Sonur Sigríðar er Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem var forstjóri fyrirtækisins þar til nýlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár