Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Vilj­ans, seg­ir fjár­hags­vand­ræði sín stafa fyrst og fremst af kyrr­setn­ingu eigna hans vegna skatt­rann­sókn­ar sem fall­ið hef­ur ver­ið frá. „Eru slík­ar frétt­ir um mig í því blaði orðn­ar ótelj­andi,“ seg­ir hann um um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar af mál­um hans.

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín
Björn Ingi Hrafnsson Björn Ingi hefur rekið fjölda fjölmiðla undanfarin ár.

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir það viðamikið verkefni og tímafrekt að vinda ofan af skattrannsókn og kyrrsetningu eigna sinna vegna hennar. Fjárhagsvandræði hans undanfarin ár hafi fyrst og fremst stafað af rannsókninni. Þetta kemur fram í færslu sem hann birtir á Facebook í dag, með vísan í umfjöllun Stundarinnar um fjármál hans og tekjur sem námu 2,9 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt álagningaskrá ríkisskattstjóra.

„Ganga þarf til samninga við lánadrottna, semja um skuldir og gera áætlanir miðað við breyttar forsendur,“ skrifar Björn Ingi. „Krafa um nauðungaruppboð, sem Stundin hefur sagt frá, kemur að langmestu leyti til af áætlunum á mig en ekki raunverulegri skuld og eru þau mál nú í kærumeðferð. Ætti leiðrétt niðurstaða úr þeim málum að liggja fyrir á næstu vikum. Lögmaður minn hefur aukinheldur lýst því yfir að farið verði fram á það við embætti Ríkislögmanns, að mér verði bætt það mikla tjón sem stafaði af hinni óréttmætu kyrrsetningaragerð og er það mál í ferli.“

Segir Björn Ingi að hver maður sé saklaus uns sekt er sönnuð, þótt ekki geri allir fjölmiðlar mikið með þá reglu. „Í Stundinni í gærkvöldi er enn á ný fjallað um persónuleg fjármál mín og fjárhagsvandræði, eins og það er orðað á vef blaðsins,“ skrifar Björn Ingi. „Eru slíkar fréttir um mig í því blaði orðnar óteljandi og sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig sú áhersla sem þar er lögð á að setja mín persónulegu mál í neikvætt ljós aftur og aftur. Nú eru tólf ár liðin frá því ég hætti afskiptum af stjórnmálum, en af fréttaflutningi Stundarinnar að dæma mætti ætla að ég hafi átt sæti í ríkisstjórn Íslands allan þann tíma.“

Björn Ingi var grunaður um brot vegna bókhalds og skattskila á árunum 2014 til 2017 og kyrrsetti tollstjóri nær 115 milljónir króna af eignum hans vegna málsins. Í kjölfarið tóku við miklar sviptingar í störfum hans þegar deilur stóðu um fjölmiðlasamsteypu hans, Vefpressuna. Var fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta eins og annað fyrirtæki í hans eigu, BOS ehf., sem rak veitingastaðinn Argentínu. Einnig hafa staðið yfir deilur vegna fjárfestingar hans og eiginkonu hans í fatamerkinu JÖR. Á sama tímabili lýsti hann því yfir að hann væri genginn til liðs við nýstofnaðan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkinn, eftir að hafa sjálfur ætlað að stofna nýjan flokk, Samvinnuflokkinn.

Segist Björn Ingi ekki óska neinum að ganga í gegnum hremmingar á borð við kyrrsetningu eigna. „Einstaklingur má sín lítils gegn kerfinu við slíkar aðstæður og þótt ég hafi alltaf vitað að sannleikurinn kæmi fram að lokum, var ömurlegt fyrir mig og fjölskyldu mína að þurfa að búa við óvissu og óöryggi jafn lengi og raun bar vitni,“ skrifar hann. „Ég hef hins vegar leitast við að draga lærdóm af mótlætinu, leita inn á við og taka mig í gegn andlega og líkamlega og sækja styrk í trúna. Mæli ég með því við alla þá sem glíma við einhverja erfiðleika í lífinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár