Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Vilj­ans, seg­ir fjár­hags­vand­ræði sín stafa fyrst og fremst af kyrr­setn­ingu eigna hans vegna skatt­rann­sókn­ar sem fall­ið hef­ur ver­ið frá. „Eru slík­ar frétt­ir um mig í því blaði orðn­ar ótelj­andi,“ seg­ir hann um um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar af mál­um hans.

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín
Björn Ingi Hrafnsson Björn Ingi hefur rekið fjölda fjölmiðla undanfarin ár.

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir það viðamikið verkefni og tímafrekt að vinda ofan af skattrannsókn og kyrrsetningu eigna sinna vegna hennar. Fjárhagsvandræði hans undanfarin ár hafi fyrst og fremst stafað af rannsókninni. Þetta kemur fram í færslu sem hann birtir á Facebook í dag, með vísan í umfjöllun Stundarinnar um fjármál hans og tekjur sem námu 2,9 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt álagningaskrá ríkisskattstjóra.

„Ganga þarf til samninga við lánadrottna, semja um skuldir og gera áætlanir miðað við breyttar forsendur,“ skrifar Björn Ingi. „Krafa um nauðungaruppboð, sem Stundin hefur sagt frá, kemur að langmestu leyti til af áætlunum á mig en ekki raunverulegri skuld og eru þau mál nú í kærumeðferð. Ætti leiðrétt niðurstaða úr þeim málum að liggja fyrir á næstu vikum. Lögmaður minn hefur aukinheldur lýst því yfir að farið verði fram á það við embætti Ríkislögmanns, að mér verði bætt það mikla tjón sem stafaði af hinni óréttmætu kyrrsetningaragerð og er það mál í ferli.“

Segir Björn Ingi að hver maður sé saklaus uns sekt er sönnuð, þótt ekki geri allir fjölmiðlar mikið með þá reglu. „Í Stundinni í gærkvöldi er enn á ný fjallað um persónuleg fjármál mín og fjárhagsvandræði, eins og það er orðað á vef blaðsins,“ skrifar Björn Ingi. „Eru slíkar fréttir um mig í því blaði orðnar óteljandi og sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig sú áhersla sem þar er lögð á að setja mín persónulegu mál í neikvætt ljós aftur og aftur. Nú eru tólf ár liðin frá því ég hætti afskiptum af stjórnmálum, en af fréttaflutningi Stundarinnar að dæma mætti ætla að ég hafi átt sæti í ríkisstjórn Íslands allan þann tíma.“

Björn Ingi var grunaður um brot vegna bókhalds og skattskila á árunum 2014 til 2017 og kyrrsetti tollstjóri nær 115 milljónir króna af eignum hans vegna málsins. Í kjölfarið tóku við miklar sviptingar í störfum hans þegar deilur stóðu um fjölmiðlasamsteypu hans, Vefpressuna. Var fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta eins og annað fyrirtæki í hans eigu, BOS ehf., sem rak veitingastaðinn Argentínu. Einnig hafa staðið yfir deilur vegna fjárfestingar hans og eiginkonu hans í fatamerkinu JÖR. Á sama tímabili lýsti hann því yfir að hann væri genginn til liðs við nýstofnaðan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkinn, eftir að hafa sjálfur ætlað að stofna nýjan flokk, Samvinnuflokkinn.

Segist Björn Ingi ekki óska neinum að ganga í gegnum hremmingar á borð við kyrrsetningu eigna. „Einstaklingur má sín lítils gegn kerfinu við slíkar aðstæður og þótt ég hafi alltaf vitað að sannleikurinn kæmi fram að lokum, var ömurlegt fyrir mig og fjölskyldu mína að þurfa að búa við óvissu og óöryggi jafn lengi og raun bar vitni,“ skrifar hann. „Ég hef hins vegar leitast við að draga lærdóm af mótlætinu, leita inn á við og taka mig í gegn andlega og líkamlega og sækja styrk í trúna. Mæli ég með því við alla þá sem glíma við einhverja erfiðleika í lífinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár