Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Vilj­ans, seg­ir fjár­hags­vand­ræði sín stafa fyrst og fremst af kyrr­setn­ingu eigna hans vegna skatt­rann­sókn­ar sem fall­ið hef­ur ver­ið frá. „Eru slík­ar frétt­ir um mig í því blaði orðn­ar ótelj­andi,“ seg­ir hann um um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar af mál­um hans.

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín
Björn Ingi Hrafnsson Björn Ingi hefur rekið fjölda fjölmiðla undanfarin ár.

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir það viðamikið verkefni og tímafrekt að vinda ofan af skattrannsókn og kyrrsetningu eigna sinna vegna hennar. Fjárhagsvandræði hans undanfarin ár hafi fyrst og fremst stafað af rannsókninni. Þetta kemur fram í færslu sem hann birtir á Facebook í dag, með vísan í umfjöllun Stundarinnar um fjármál hans og tekjur sem námu 2,9 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt álagningaskrá ríkisskattstjóra.

„Ganga þarf til samninga við lánadrottna, semja um skuldir og gera áætlanir miðað við breyttar forsendur,“ skrifar Björn Ingi. „Krafa um nauðungaruppboð, sem Stundin hefur sagt frá, kemur að langmestu leyti til af áætlunum á mig en ekki raunverulegri skuld og eru þau mál nú í kærumeðferð. Ætti leiðrétt niðurstaða úr þeim málum að liggja fyrir á næstu vikum. Lögmaður minn hefur aukinheldur lýst því yfir að farið verði fram á það við embætti Ríkislögmanns, að mér verði bætt það mikla tjón sem stafaði af hinni óréttmætu kyrrsetningaragerð og er það mál í ferli.“

Segir Björn Ingi að hver maður sé saklaus uns sekt er sönnuð, þótt ekki geri allir fjölmiðlar mikið með þá reglu. „Í Stundinni í gærkvöldi er enn á ný fjallað um persónuleg fjármál mín og fjárhagsvandræði, eins og það er orðað á vef blaðsins,“ skrifar Björn Ingi. „Eru slíkar fréttir um mig í því blaði orðnar óteljandi og sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig sú áhersla sem þar er lögð á að setja mín persónulegu mál í neikvætt ljós aftur og aftur. Nú eru tólf ár liðin frá því ég hætti afskiptum af stjórnmálum, en af fréttaflutningi Stundarinnar að dæma mætti ætla að ég hafi átt sæti í ríkisstjórn Íslands allan þann tíma.“

Björn Ingi var grunaður um brot vegna bókhalds og skattskila á árunum 2014 til 2017 og kyrrsetti tollstjóri nær 115 milljónir króna af eignum hans vegna málsins. Í kjölfarið tóku við miklar sviptingar í störfum hans þegar deilur stóðu um fjölmiðlasamsteypu hans, Vefpressuna. Var fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta eins og annað fyrirtæki í hans eigu, BOS ehf., sem rak veitingastaðinn Argentínu. Einnig hafa staðið yfir deilur vegna fjárfestingar hans og eiginkonu hans í fatamerkinu JÖR. Á sama tímabili lýsti hann því yfir að hann væri genginn til liðs við nýstofnaðan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkinn, eftir að hafa sjálfur ætlað að stofna nýjan flokk, Samvinnuflokkinn.

Segist Björn Ingi ekki óska neinum að ganga í gegnum hremmingar á borð við kyrrsetningu eigna. „Einstaklingur má sín lítils gegn kerfinu við slíkar aðstæður og þótt ég hafi alltaf vitað að sannleikurinn kæmi fram að lokum, var ömurlegt fyrir mig og fjölskyldu mína að þurfa að búa við óvissu og óöryggi jafn lengi og raun bar vitni,“ skrifar hann. „Ég hef hins vegar leitast við að draga lærdóm af mótlætinu, leita inn á við og taka mig í gegn andlega og líkamlega og sækja styrk í trúna. Mæli ég með því við alla þá sem glíma við einhverja erfiðleika í lífinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár