Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

Stór hluti tekna rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins er til­kom­inn vegna eft­ir­launa­laga sem hann stóð að í tíð sinni sem for­sæt­is­ráð­herra.

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
Davíð Oddsson Davíð hefur verið borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og ritstjóri Morgunblaðsins á sínum ferli, auk þess að fást við ritstörf. Mynd: Heiða Helgadóttir

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, var með rúmar 5,3 milljónir króna á mánuði í laun árið 2018, en hluti þeirra eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra og þingmaður. Eftirlaun Davíðs eru 80% af launum forsætisráðherra, en hann fær einnig eftirlaun vegna starfa sinna sem seðlabankastjóri eftir að hann hætti á þingi.

Laun Katrínar Jakobsdóttur, núverandi forsætisráðherra, nema 2.021.825 krónum á mánuði, að meðtöldu þingfararkaupi. Eftirlaunalögin svokölluðu voru umdeild þegar þau voru samþykkt árið 2003 þegar Davíð var forsætisráðherra. Þau voru afnumin árið 2009 í tíð stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, en gilda engu að síður um Davíð. Lögin náðu til forseta, ráðherra, þingmanna og hæstaréttardómara og varð þeim heimilt að fara á eftirlaun við 55 ára aldur ef þeir höfðu langa starfsreynslu. Þá gátu eftirlaunaþegar þegið launin allt að fjögur ár aftur í tímann, ef þeir kusu að þiggja þau ekki þegar þeir öðlust rétt til þeirra. Voru eftirlaun þaulsetinna forsætisráðherra sérstaklega hækkuð umfram aðra ráðherra.

Frumvarpið var flutt af meðlimum úr öllum þingflokkum Alþingis árið 2003. Að umræðum loknum voru lögin samþykkt með öllum atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, þáverandi stjórnarflokka, auk eins atkvæðis úr röðum Samfylkingarinnar. Aðrir flokkar féllu frá stuðningi við frumvarpið.

Heildarlaun og þóknanir til stjórnenda Morgunblaðins, ritstjóranna Davíðs og Haraldar Johannessen, námu kr. 111.088.897 árið 2017, en ekki liggja fyrir upplýsingar úr ársreikningi vegna 2018. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er stærsti hluthafi Morgunblaðsins. 

Þórs­mörk ehf, eign­ar­halds­fé­lagið sem á Morgunblaðið og útgáfufélag þess, Árvakur, tapaði 414 millj­ónum króna á árinu 2018, og hefur tapið á útgáfufélaginu numið um 2,2 milljörðum króna síðasta áratuginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár