Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fékk tíföld árslaun starfsmanns í starfslokagreiðslur

Með­al­laun starfs­manns Ari­on banka á einu ári, ásamt launa­tengd­um kostn­aði, eru einn tí­undi hluti af starfs­loka­greiðsl­um til banka­stjór­ans, Hösk­uld­ar Ólafs­son­ar sem lét af störf­um í vor. Stöðu­gild­um hef­ur fækk­að um 69 frá árs­lok­um 2017.

Fékk tíföld árslaun starfsmanns í starfslokagreiðslur
Höskuldur Ólafsson Bankastjórinn starfaði hjá Arion banka í níu ár. Mynd: Bernhard Kristinn Ingimundarson

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka sem lét af störfum í vor, fékk 150 milljónir króna greiddar vegna starfsloka, að því fram kemur í árshlutareikningi bankans. Er sú upphæð á við tíföld árslaun starfsmanna að meðaltali.

Árið 2018 greiddi Arion banki tæpa 14,3 milljarða króna í laun og launatengd gjöld til starfsmanna samstæðunnar. Starfsmenn hennar voru í 928 stöðugildum að meðaltali á árinu og má því áætla að meðallaun starfsmanns á árinu hafi verið um 15,4 milljónir ásamt lífeyrisgreiðslum og öðrum launatengdum gjöldum. Er það tæplega tíu sinnum lægri upphæð en Höskuldur þáði við starfslok.

Stöðugildi samstæðunnar voru 904 í lok árs og fækkaði um 45 frá árinu á undan, en bankinn rekur fækkunina til útvistunar á seðlaveri, í samvinnu við hina stóru viðskiptabankana, og „hagræðingar í stafrænni vegferð bankans“. Hafði stöðugildum fækkað enn frekar í 880 um mitt ár 2019, alls um 69 frá árslokum 2017.

Benedikt Gíslason, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, tók við starfinu í júlí. Í kjölfarið var tilkynnt um að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðuni hefði dregist saman um milljarð frá sama tímabili 2018. Arion banki var viðskiptabanki WOW air og hefur bankinn lýst 2,4 milljarða króna kröfu í þrotabú flugfélagsins.

Höskuldur starfaði hjá Arion banka í níu ár, en var þar á undan hjá Eimskipafélagi Íslands. „Bank­inn er fjár­hags­lega sterkur með traustan grunn­rekstur og vel í stakk búinn fyrir það sem fram­tíðin ber í skauti sér. Ég tel þetta vera rétta tím­ann til að fela öðrum að taka við kefl­in­u,“ sagði Höskuldur í tilkynningu til Kauphallar við brotthvarfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár