Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fékk tíföld árslaun starfsmanns í starfslokagreiðslur

Með­al­laun starfs­manns Ari­on banka á einu ári, ásamt launa­tengd­um kostn­aði, eru einn tí­undi hluti af starfs­loka­greiðsl­um til banka­stjór­ans, Hösk­uld­ar Ólafs­son­ar sem lét af störf­um í vor. Stöðu­gild­um hef­ur fækk­að um 69 frá árs­lok­um 2017.

Fékk tíföld árslaun starfsmanns í starfslokagreiðslur
Höskuldur Ólafsson Bankastjórinn starfaði hjá Arion banka í níu ár. Mynd: Bernhard Kristinn Ingimundarson

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka sem lét af störfum í vor, fékk 150 milljónir króna greiddar vegna starfsloka, að því fram kemur í árshlutareikningi bankans. Er sú upphæð á við tíföld árslaun starfsmanna að meðaltali.

Árið 2018 greiddi Arion banki tæpa 14,3 milljarða króna í laun og launatengd gjöld til starfsmanna samstæðunnar. Starfsmenn hennar voru í 928 stöðugildum að meðaltali á árinu og má því áætla að meðallaun starfsmanns á árinu hafi verið um 15,4 milljónir ásamt lífeyrisgreiðslum og öðrum launatengdum gjöldum. Er það tæplega tíu sinnum lægri upphæð en Höskuldur þáði við starfslok.

Stöðugildi samstæðunnar voru 904 í lok árs og fækkaði um 45 frá árinu á undan, en bankinn rekur fækkunina til útvistunar á seðlaveri, í samvinnu við hina stóru viðskiptabankana, og „hagræðingar í stafrænni vegferð bankans“. Hafði stöðugildum fækkað enn frekar í 880 um mitt ár 2019, alls um 69 frá árslokum 2017.

Benedikt Gíslason, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, tók við starfinu í júlí. Í kjölfarið var tilkynnt um að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðuni hefði dregist saman um milljarð frá sama tímabili 2018. Arion banki var viðskiptabanki WOW air og hefur bankinn lýst 2,4 milljarða króna kröfu í þrotabú flugfélagsins.

Höskuldur starfaði hjá Arion banka í níu ár, en var þar á undan hjá Eimskipafélagi Íslands. „Bank­inn er fjár­hags­lega sterkur með traustan grunn­rekstur og vel í stakk búinn fyrir það sem fram­tíðin ber í skauti sér. Ég tel þetta vera rétta tím­ann til að fela öðrum að taka við kefl­in­u,“ sagði Höskuldur í tilkynningu til Kauphallar við brotthvarfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár