Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fékk tíföld árslaun starfsmanns í starfslokagreiðslur

Með­al­laun starfs­manns Ari­on banka á einu ári, ásamt launa­tengd­um kostn­aði, eru einn tí­undi hluti af starfs­loka­greiðsl­um til banka­stjór­ans, Hösk­uld­ar Ólafs­son­ar sem lét af störf­um í vor. Stöðu­gild­um hef­ur fækk­að um 69 frá árs­lok­um 2017.

Fékk tíföld árslaun starfsmanns í starfslokagreiðslur
Höskuldur Ólafsson Bankastjórinn starfaði hjá Arion banka í níu ár. Mynd: Bernhard Kristinn Ingimundarson

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka sem lét af störfum í vor, fékk 150 milljónir króna greiddar vegna starfsloka, að því fram kemur í árshlutareikningi bankans. Er sú upphæð á við tíföld árslaun starfsmanna að meðaltali.

Árið 2018 greiddi Arion banki tæpa 14,3 milljarða króna í laun og launatengd gjöld til starfsmanna samstæðunnar. Starfsmenn hennar voru í 928 stöðugildum að meðaltali á árinu og má því áætla að meðallaun starfsmanns á árinu hafi verið um 15,4 milljónir ásamt lífeyrisgreiðslum og öðrum launatengdum gjöldum. Er það tæplega tíu sinnum lægri upphæð en Höskuldur þáði við starfslok.

Stöðugildi samstæðunnar voru 904 í lok árs og fækkaði um 45 frá árinu á undan, en bankinn rekur fækkunina til útvistunar á seðlaveri, í samvinnu við hina stóru viðskiptabankana, og „hagræðingar í stafrænni vegferð bankans“. Hafði stöðugildum fækkað enn frekar í 880 um mitt ár 2019, alls um 69 frá árslokum 2017.

Benedikt Gíslason, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, tók við starfinu í júlí. Í kjölfarið var tilkynnt um að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðuni hefði dregist saman um milljarð frá sama tímabili 2018. Arion banki var viðskiptabanki WOW air og hefur bankinn lýst 2,4 milljarða króna kröfu í þrotabú flugfélagsins.

Höskuldur starfaði hjá Arion banka í níu ár, en var þar á undan hjá Eimskipafélagi Íslands. „Bank­inn er fjár­hags­lega sterkur með traustan grunn­rekstur og vel í stakk búinn fyrir það sem fram­tíðin ber í skauti sér. Ég tel þetta vera rétta tím­ann til að fela öðrum að taka við kefl­in­u,“ sagði Höskuldur í tilkynningu til Kauphallar við brotthvarfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár