Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fékk tíföld árslaun starfsmanns í starfslokagreiðslur

Með­al­laun starfs­manns Ari­on banka á einu ári, ásamt launa­tengd­um kostn­aði, eru einn tí­undi hluti af starfs­loka­greiðsl­um til banka­stjór­ans, Hösk­uld­ar Ólafs­son­ar sem lét af störf­um í vor. Stöðu­gild­um hef­ur fækk­að um 69 frá árs­lok­um 2017.

Fékk tíföld árslaun starfsmanns í starfslokagreiðslur
Höskuldur Ólafsson Bankastjórinn starfaði hjá Arion banka í níu ár. Mynd: Bernhard Kristinn Ingimundarson

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka sem lét af störfum í vor, fékk 150 milljónir króna greiddar vegna starfsloka, að því fram kemur í árshlutareikningi bankans. Er sú upphæð á við tíföld árslaun starfsmanna að meðaltali.

Árið 2018 greiddi Arion banki tæpa 14,3 milljarða króna í laun og launatengd gjöld til starfsmanna samstæðunnar. Starfsmenn hennar voru í 928 stöðugildum að meðaltali á árinu og má því áætla að meðallaun starfsmanns á árinu hafi verið um 15,4 milljónir ásamt lífeyrisgreiðslum og öðrum launatengdum gjöldum. Er það tæplega tíu sinnum lægri upphæð en Höskuldur þáði við starfslok.

Stöðugildi samstæðunnar voru 904 í lok árs og fækkaði um 45 frá árinu á undan, en bankinn rekur fækkunina til útvistunar á seðlaveri, í samvinnu við hina stóru viðskiptabankana, og „hagræðingar í stafrænni vegferð bankans“. Hafði stöðugildum fækkað enn frekar í 880 um mitt ár 2019, alls um 69 frá árslokum 2017.

Benedikt Gíslason, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, tók við starfinu í júlí. Í kjölfarið var tilkynnt um að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðuni hefði dregist saman um milljarð frá sama tímabili 2018. Arion banki var viðskiptabanki WOW air og hefur bankinn lýst 2,4 milljarða króna kröfu í þrotabú flugfélagsins.

Höskuldur starfaði hjá Arion banka í níu ár, en var þar á undan hjá Eimskipafélagi Íslands. „Bank­inn er fjár­hags­lega sterkur með traustan grunn­rekstur og vel í stakk búinn fyrir það sem fram­tíðin ber í skauti sér. Ég tel þetta vera rétta tím­ann til að fela öðrum að taka við kefl­in­u,“ sagði Höskuldur í tilkynningu til Kauphallar við brotthvarfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
4
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár