Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

Unn­ið er að lag­fær­ing­um á veg­um vegna fyr­ir­hug­aðr­ar Hvalár­virkj­un­ar.

Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

Framkvæmdir eru komnar á fullt í Ingólfsfirði vegna undirbúnings Hvalárvirkjunar norður á Ströndum. Unnið er að lagfæringum á vegum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Ljósmyndari Stundarinnar er á staðnum.

Landeigendur að Seljanesi hafa kvartað til Vegagerðarinnar vegna afnota Vesturverks af vegi um Seljanesland. Haft er eftir Guðmundi Arngrímssyni, afkomanda landeiganda að Seljanesi, á Vísi.is að það sé „algjörlega galið  að halda áfram í ljósi þess að það eru mikil áhöld uppi um það hvort þetta hafi farið fram á réttan hátt stjórnsýslulega séð“. 

Minjastofnun lét stöðva framkvæmdir Vesturverks á Ófeigsfjarðarvegi tímabundið í lok júní. Áður en til þess kom hafði Strandamaðurinn og Drangamaðurinn Elías Svavar Kristinsson staðið í vegi fyrir framkvæmdunum í Ingólfsfirði með því að leggjast fyrir gröfuna. Í viðtali við Stundina kvaðst Elías hafa orðið reiður, vegna þess sem hann álítur ósvífni virkjanafyrirtækisins, að hefja framkvæmdir strax eftir að ný kæra barst frá landeigendum nálægt virkjanasvæðinu. „Ég fór bara undir gröfuna. Það þýðir ekkert annað,“ sagði hann.

Framkvæmdirnar eru fyrsti liður í gerð Hvalárvirkjunar, sem mun hafa „óveruleg til talsvert neikvæð“ umhverfisáhrif á svæðinu, meðal annars þær afleiðingar að fossar rýrna verulega eða hverfa nánast. Hafa þær klofið samfélagið á Ströndum. 

Hófust þær aftur af stað í gær eftir að endanlegri umsögn um framkvæmdirnar var skilað. Fréttablaðið hefur eftir landeigendum í Seljanesi að Vesturverk verði ekki leyft að fara vinnuvélar sínar inn á svæðið; gripið verði til „allra ráða“ til að hindra slíkt. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, segir á BB.is að dagurinn í dag fari í „undirbúning og aðdrætti“ en á morgun verði byrjað „af fullum krafti“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár