Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

Þjóð­ern­is­sinn­ar líta á árás­ina í Breið­holti sem rétt­mæt varn­ar­við­brögð í menn­ing­ar­stríði.

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
Linkind í útlendingamálum mótmælt Mynd tengist frétt ekki beint en var tekin árið 2016 þegar fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli og mótmælti nýjum útlendingalögum sem sögð voru liðka um of fyrir komu innflytjenda til Íslands. Mynd: Pressphotos.biz

Vakur, samtök þjóðernissinna sem reka áróður gegn innflytjendum og fjölmenningu og beita sér fyrir hertri innflytjendastefnu, halda því fram að aðkast sem þrjár erlendar konur urðu fyrir við verslunarkjarna í Breiðholti hafi ekkert með hatur eða hatursglæpi að gera.

„Meiri hluti Íslendinga kærir sig ekki um íslamska menningu. Þeir hafa fullan rétt á því og þeir hafa fullan rétt á því að láta þá skoðun sína í ljós,“ segja samtökin á Facebook.

„Múslimar sem koma hingað sem „flóttamenn“ eða „hælisleitendur“ „í leit að alþjóðlegri vernd“ eiga ekki að sýna fyrirlitningu sína á Íslendingum með því að spígspora síðan um í búrkum. Við kærum okkur ekki um íslamska menningu á Íslandi.“

Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til skoðunar hvort framinn hafi verið hatursglæpur þegar ráðist var á þrjá innflytjendur á mánudag.

Þórunn Ólafsdóttir, sem á sýrlenskan mann og þekkir til málsins, lýsti atvikum með eftirfarandi hætti á Facebook í gær: „Fjölskyldan var á leið út úr versluninni þegar kona veittist að þeim, fyrst með ókvæðisorðum en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði tilraunir til að rífa í hijab kvennanna, sem er þekkt aðferð hatursglæpamanna til að niðurlægja múslima.“

Vakur, samtök um evrópska menningu, hafa undanfarin ár flutt umdeilda fyrirlesara til landsins, rekið hræðsluáróður í anda kynþáttahyggju á Facebook og beint spjótum að hælisleitendum.

Sigurfreyr Jónasson, yfirlýstur fasisti, hefur umsjón með Facebook-síðu samtakanna. Hann kom við sögu í frétt Stundarinnar í vor vegna skipulagningar á kynningarfundi vegna námskeiðs í vopnaburði. Viðmælandi Stundarinnar sem hugðist sækja námskeiðið eftir að hafa fengið ábendingu um það frá Sigurfrey, sagðist vilja undirbúa sig ef til átaka kæmi milli Íslendinga og flóttamanna.

Í gær birti Vísir.is frétt þar sem rætt var við Eyrúnu Eyþórsdóttur, aðjúnkt í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi yfirmann hatursglæpadeildar lögreglu. Fjallað var um hatursglæpi almennt en einnig sérstaklega um atvikið í Breiðholti. Vakur brást við með færslu á Facebook þar sem tekin er afgerandi afstaða með þeim sem láta í ljós andúð á múslimum og íslamskri menningu. Af samhenginu má ráða að samtökin telji aðkastið sem múslimarnir urðu fyrir í Breiðholti hafa verið réttlætanlegt í ljósi klæðaburðar kvennanna. Um sé að ræða varnarviðbragð Íslendinga við eins konar innrás íslamskrar menningar.

26 manns hafa „lækað“ færslu Vakurs á Facebook en sams konar sjónarmið hafa birst víða í athugasemdakerfum fjölmiðla og á samfélagsmiðlum. „Það á fyrst og fremst að banna þessi höfuðföt,“ segir einn þeirra sem leggja orð í belg. „Mér finnst þetta bara í lagi eins og staðan er í dag,“ segir annar.

Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur starfað með flóttamönnum á Íslandi og í Grikklandi, sagði í pistli sínum á Facebook í gær að því miður væri ekki hægt að líta á ofbeldið sem innflytjendurnir urðu fyrir í Breiðholti sem einangrað tilvik.

„Samhengið er miklu, miklu stærra. Hatursorðræðu, rasisma og íslamófóbíu hefur vaxið fiskur um hrygg í samfélaginu okkar undanfarin misseri. Sú ógnvænlega þróun á sér margar skýringar og fjölmargir sem bera þar mikla ábyrgð – stjórnmálafólk, fjölmiðlar og fólkið sem veitir þessum hugmyndum brautargengi og fjöldinn sem lætur þær óáreittar. Hvernig samfélag viljum við eiginlega vera?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Uppgangur þjóðernishyggju

Sigrar pastelrasista í Svíþjóð: Fóru frá jaðrinum í ríkisstjórnarsamstarf
GreiningUppgangur þjóðernishyggju

Sigr­ar pastel­ras­ista í Sví­þjóð: Fóru frá jaðr­in­um í rík­is­stjórn­ar­sam­starf

Ferða­lag sænska stjórn­mála­flokks­ins Sví­þjóð­ar­demó­krata frá því að vera jað­ar­flokk­ur í sænsk­um stjórn­mál­um yf­ir í að vera sam­starfs­flokk­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar er ein­stakt seg­ir stjórn­mála­skýr­andi. Flokk­ur­inn hef­ur náð að straum­línu­laga sig og fjar­lægja sig frá nasískri og rasískri for­tíð sinni þannig að fimmti hver Svíi kýs nú flokk­inn.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár