Dómsmálaráðuneytið telur að sýslumaður hafi farið rétt að þegar hann sendi barnaverndarnefnd tilkynningu í fyrra um að grunur væri um ofbeldi eða vanvirðandi meðferð móður á barni á þeim grundvelli að kveðinn hafði verið upp dagsektarúrskurður vegna umgengnistálmunar. Áður hafði ráðuneytið staðfest úrskurð sýslumanns þar sem sama kona var sögð hafa brotið gegn barni sínu með því að greina frá og kæra meint ofbeldi föður þess til lögreglu án þess að það leiddi til ákæru eða dóms.
Sýslumenn telja tálmun ofbeldi
Eins og Stundin greindi frá í fyrra skilgreina Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og Sýslumaðurinn á Suðurlandi umgengnistálmanir sem ofbeldi gegn börnum og senda gjarnan barnaverndarnefndum tilkynningar um ofbeldi eftir uppkvaðningu dagsektarúrskurða. Hrefna Friðriksdóttir, prófessor í fjölskyldurétti við Háskóla Íslands og einn af höfundum frumvarps sem lá til grundvallar endurskoðun á barnalögum árið 2012, sagði í samtali við Stundina að hún væri ósammála túlkun …
Athugasemdir