Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Dómsmálaráðherra: Landsréttur „reynst sú réttarbót sem lagt var upp með“

Brot­ið var á mann­rétt­ind­um fjölda dóm­þola í Lands­rétti á fyrsta starfs­ári dóm­stóls­ins sam­kvæmt túlk­un Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu á mann­rétt­inda­sátt­mál­an­um.

Dómsmálaráðherra: Landsréttur „reynst sú réttarbót sem lagt var upp með“

„Nýtt millidómstig, Landsréttur, tók til starfa á fyrsta degi ársins 2018 og hefur reynst sú réttarbót sem lagt var upp með fyrir íslenskt réttarríki.“ Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra í ávarpi sem fylgir ársskýrslu dómsmálaráðherra fyrir árið 2018. „Nú getur milliliðalaust mat á munnlegri sönnunarfærslu farið fram á áfrýjunarstigi þegar þess gerist þörf og málsmeðferðin orðin vandaðri þegar reynir á sérfræðileg atriði, svo eitthvað sé nefnt. Hæstiréttur hefur nú einnig svigrúm til að sinna hlutverki sínu sem fordæmisgefandi dómstóll.“ 

Í skýrslu ráðherra er ekki minnst á atburði sem vörpuðu skugga á starfsemi Landsréttar árið 2018, svo sem dómsmálin þar sem staðfest var að ráðherra hefði brotið lög við val á dómurum í réttinn. Sem kunnugt er komst Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að þeirri niðurstöðu í mars síðastliðnum að brotið hefði verið gegn rétti manns til að fá úrlausn fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómstól þegar landsréttardómari, sem ekki var valinn með lögmætum hætti, dæmdi í máli hans. Í niðurstöðunni felst að samkvæmt túlkun MDE á mannréttindasáttmála Evrópu voru framin mannréttindabrot gegn fjölda dómþola í Landsrétti árið 2018. Engu að síður telur ráðherra að dómstóllinn hafi „reynst sú réttarbót sem lagt var upp með“ á fyrsta starfsárinu. 

Enn ríkir óvissa um afleiðingarnar af niðurstöðu MDE. Í ljósi þess að ríkisstjórn Íslands hefur freistað þess að skjóta Landsréttarmálinu til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu mun Hæstiréttur ekki taka afstöðu til afleiðinga dóms MDE að landsrétti næstu mánuði eða ár. Hefur yfirdeild MDE gefið út að ekki verði ákveðið hvort hún taki Landsréttarmálið fyrir fyrr en 9. september. 

Í ávarpi sínu bendir Þórdís Kolbrún á að í upphafi árs 2018 hafði ný ríkisstjórn tekið við hér á landi í kjölfar alþingiskosninga sem boðað var til á haustmánuðum 2017. „Við tók tímabil sem einkennst hefur af ábyrgð og festu gagnvart þeim verkefnum sem stjórnvöld standa frammi fyrir,“ skrifar hún. Hún segist hafa lagt áherslu á að styrkja þær stoðir ríkisins sem heyra undir ráðuneyti hennar „en um leið leitað leiða til að hámarka skilvirkni og standa vörð um aðhald í ríkisrekstri“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár