Mörgum er sennilega í fersku minni fréttaflutningur af sænskri rannsókn sem staðfesti að arsen finnst í hrísgrjónum sem við notum gjarnan til matar. Þessi rannsókn var framkvæmd við Karolinska Institute í Stokkhólmi þar sem tíu matvörutegundir úr hrísgrjónum voru skoðaðar. Arsen mældist í sex þeirra.
Arsen er frumefni með sætistöluna 33 í lotukerfinu, það er að segja frumefni númer 33. Skammstöfunin fyrir efnið er As og á ensku kallast það arsenic. Af þeim sökum kallast það líka stundum arsenik á íslensku. Efnið hefur að hluta eiginleika málms og að hluta eiginleika málmleysingja.
Arsen er notað í ýmsum iðnaði, má þá meðal annars nefna að það hefur verið notað í rafgeyma í bíla, skotvopn sem og skordýraeitur. Með aukinni þekkingu á áhrifum efnisins hefur notkun þess þó verið mikið …
Athugasemdir