Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Sólin gæti hafa stolið hátt í tug pláneta frá öðrum sólum

og fal­ið þær á hinum fjar­læg­ustu slóð­um sól­kerf­is­ins. Fund­ur þeirra og ferð­ir þang­að gætu skil­að gríð­ar­leg­um vís­inda­leg­um ár­angri

Sólin gæti hafa stolið hátt í tug pláneta frá öðrum sólum
Mynd frá ESA. Þær plánetur sem Siraj og félagar gera sér vonir um að finna úti í óravíðáttum sólkerfisins eru vissulega ekki jafn nálægt Sólinni og virðist á þessari mynd.

Pláneturnar eru átta eins og allir vita — eftir að Plútó var lækkaður í tign og kallast nú dvergpláneta. Vísindamenn hefur að vísu lengi grunað að einhvers staðar úti í óravíðáttum geimsins leynist níunda plánetan; sennilega þungur gasrisi á stærð við Neptúnus og Úranus, en leit að þessum risa hefur ekki enn skilað árangri.

Nú eru hins vegar komnar á kreik í hópi stjarnvísindamanna hugmyndir um að enn fleiri plánetur kunni að leynast úti í myrkrinu og eru þær alveg óskyldar kenningunni um Plánetu 9. Helsti talsmaður þessara hugmynd er Amir Siraj stjarneðlisfræðingur við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum.

Samkvæmt grein sem birtist á dögunum á vefsíðu New Scientist, þá upplýsir Siraj að hugmyndir hans (og fleiri) um margar fleiri plánetur úti í myrkri sólkerfisins séu sprottnar af tveimur rótum — það er að segja rannsóknum sem hafa verið á döfinni undanfarið.

Annars vegar hefur skilningur vísindamanna á tilurð stjarna og sólkerfa aukist upp á síðkastið. Fólk gerir sér nú betur en áður grein fyrir því að stjörnur myndast sennilega flestar í eins konar knippum, þegar stór gasský í geimnum taka að dragast saman. Fyrst eftir að sólir myndast í slíkum knippum eru þær sennilega býsna nærri hver annarri (í stjarnfræðilegum skilningi!) en fjarlægjast svo með tíð og tíma.

Að lokum er svo óravíðátta milli þeirra, rétt eins og nú er milli Sólarinnar okkar og nálægra sólstjarna.

Í öðru lagi hefur fólk líka áttað sig miklu betur en áður á að sennilega er umtalsverður fjöldi reikistjarna á sveimi milli sólkerfa og stjörnuþoka eftir að hafa af ýmsum ástæðum hrakist burt frá sól sinni í árdaga.

Um einn anga þeirra rannsókna var skrifað hér á síðuna í október síðastliðnum, sjá hér.

Hugmyndir Siraj og félaga ganga sem sagt út á að þegar Sólin okkar var nýkviknuð og sólkerfið komið í gang fyrir rúmum fjórum milljörðum ára, þá hafi hún lengi vel verið svo nærri öðrum sólum úr sama knippi að alls ekki sé ólíklegt að hún hafi með aðdráttarafli sínu „rænt“ svo og svo mörgum plánetum frá öðrum sólum í næsta nágrenni.

Við vitum að allt lék á reiðiskjálfi í sólkerfinu okkar fyrstu milljónatugina og áhrif frá öðrum sólum gætu til dæmis vel hafa haft áhrif á hamfarir eins og árekstur hinnar týndu plánetu Theiu á Jörðina — sem hér var fjallað um í Heimildinni nýlega.

Og rétt eins og Sólin gæti haft rænt plánetum frá öðrum stjörnum, þá gætu þær líka hafa rænt Sólina einhverjum af hinum fyrstu plánetum sínum. 

Amir Sirajer merkilegur maður. Hann er ekki aðeins af efnilegustu og hugkvæmustu stjarneðlisfræðingum heims, heldur er hann líka konsertpíanisti og þykir afar frambærilegur sem slíkur.

En nema hvað, með flóknum tölvulíkönum og útreikningum sem Siraj og félagar hafa sett saman og framkvæmt, þá er niðurstaða þeirra sú að úti í niðdimmunni í hinu svonefnda Kuyper-belti handan Neptúnusar og jafnvel alla leið úti í Oort-skýinu sem er ennþá fjær, þar gætu leynst ein til þrjár plánetur á stærð við Mars og allt frá tveim til fimm aðrar á stærð við Merkúr litla, minnstu plánetuna í hinu þekkta sólkerfi.

Ekki kann ég að skýra reikningsaðferðir Sirajs en í greininni í New Scientist er vitnað til stjarneðlisfræðingsins Richard Parkers við Sheffield-háskóla sem segir að rannsóknir Sirajs virðist ábyggilegar þótt vitaskuld þurfi að rannsaka málið nánar áður en fallist verður afdráttarlaust á þær.

Og það er einmitt það sem stendur til því árið 2025 verður Veru C. Rubin-stjörnuathugunarstöðin á háum afskekktum fjallstoppi í Tjíle komin almennilega í gang og hún mun vera þess umkomin að skyggnast út í hér um bil ystu afkima sólkerfisins.

Fjarlægðirnar þar úti eru gífurlegar og Siraj viðurkennir fúslega að mjög erfitt verði að finna þessar „stolnu plánetur“ því þær leynist líklega í mörg hundruð og jafnvel mörg þúsund sinnum meiri fjarlægð frá Sólinni en Jörðin.

En ef þær finnast og ef hægt verður að senda þangað geimfar til rannsókna (vissulega vart í náinni framtíð), þá gætu niðurstöðurnar skilað mjög auknum skilningi á upphafi sólkerfa í heiminum.

„Ímyndið ykkur að geta sent geimfar til að rannsaka gerð plánetu úr öðru sólkerfi í þessu sólkerfi; ímyndið ykkur allt sem við getum lært af því,“ segir Siraj.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Mest lesið

„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
1
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
3
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
5
Fréttir

Stofn­andi Við­reisn­ar seg­ir ólík­legt að flokk­ur­inn vilji starfa með Mið­flokkn­um

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
2
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
3
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár