Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Galdrar kósakka

Galdra­k­unn­átta kósakka er nokk­uð for­vitni­leg­ur kimi í sögu Úkraínu. Ef eitt­hvað er til í þess­um sögu­sögn­um. Oft­ar en ekki mynd­ast slík­ar sagn­ir út frá þeirri þörf að lyfta upp sög­unni eða að skapa ein­hverja dulúð og leynda ógn í aug­um óvin­anna. Við get­um þó skoð­að að­eins hvað sagt er um þessa sér­kenni­legu seið­karla frá Vest­ur-Úkraínu.

Galdrar kósakka

Við ána Dnieper í Úkraínu var Zapóríska virkið, þar sem höfuðstöðvar zapóríska hersins voru til húsa. Í því og þar í kring bjuggu zapórískir kósakkar. Frá tyrknesku útleggst orðið kósakki sem frjáls maður. Meðal þeirra raða voru alls kyns hópar hvaðanæva að úr Evrópu sem höfðu margir hverjir komið af aðalsættum en flust á slétturnar til þess að flýja ofríki pólsk-litáíska samveldisins.  

Pólitíska uppbygging samfélagsins við Zapóríska virkið var ekki ósvipuð þeim sem þekktust í sjóræningjasamfélögum Karíbahafsins. Þar voru stundaðar dýra- og fiskveiðar, viðskipti, sjóferðir til Ottóman-veldisins og svo studdu þeir einnig Khaninn af Krímeu og aðra sem þurftu á kröftum þeirra að halda í orrustum. Þeir voru eftirsóttir fyrir hernaðaraðgerðir og tóku þátt í skipulagi ýmissa byltinga gegn samveldi Póllands og Litáen, en voru minna að setja sig upp á móti konungsveldinu í Moskvu og Svíþjóð.

Zapóríska Sich-virkiðEndurbyggð útgáfa af virkinu eins og það gæti hafa litið út …
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu