Við þekkjum flest orðið þau margvíslegu áhrif sem búist er við að hamfarahlýnun hafi á jörðina. Hækkandi hitastig, súrnun sjávar og öfgar í veðurfari eru þekkt fyrirbæri sem vísindasamfélagið er að langmestu leyti sammála um að við munum upplifa á komandi áratugum ef ekkert er að gert.
Þrátt fyrir vaxandi þekkingu á þessu sviði vitum við langt því frá allt um það hvaða áhrif hamfarahlýnunar koma til með að hafa á lífríki jarðar. Meðal þess sem í dag er afar illa þekkt eru áhrif þessara breytinga á smæstu lífverur jarðar og hvaða keðjuverkun þær munu hafa í för með sér. Meðal þessara lífvera eru sníkjudýr sem spila stærra hlutverk í vistkerfum plánetunnar en marga grunar.
Útbreidd en illa þekkt
Afar erfitt er að meta fjölda sníkjudýra en áætlað er að þau gætu talið vera meira en 50 prósent dýrategunda jarðar. Óhætt er að segja að þessi dýraflokkur sé einn sá …
Athugasemdir