Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bjarni mótfallinn auðlindarentuskatti að norskri fyrirmynd

„Ráð­herra er þeirr­ar skoð­un­ar að sér­stak­ir skatt­ar eða aðr­ar álög­ur á fyr­ir­tæki í orku­fram­leiðslu skili sér á end­an­um í hærra raf­orku­verði fyr­ir heim­ili og at­vinnu­starf­semi,“ seg­ir í svari fjár­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Odd­nýj­ar Harð­ar­dótt­ur.

Bjarni mótfallinn auðlindarentuskatti að norskri fyrirmynd

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að sérstakir skattar og aðrar álögur á fyrirtæki í orkuframleiðslu stuðli að hærra raforkuverði fyrir heimili og atvinnustarfsemi.

Sérstök skattlagning á orkufyrirtæki er því ekki til athugunar í ráðuneytinu.

Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar.

Auðlindarentuskatturinn á raforkufyrirtæki í Noregi er 34,3 prósent af sérstökum skattstofni sem reiknaður er fyrir hverja virkjun fyrir sig og leggst á allar stærri virkjanir.

Samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Oddnýjar frá 2017 má ætla að tekjur ríkissjóðs Íslands af auðlindarentuskatti að norskri fyrirmynd væru um 7 milljarðar króna. Fram kemur í svari Bjarna að hann hafi engin áform um að hefja vinnu við mótun slíkrar skattheimtu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár