Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Telur „gegndarlausan áróður“ orkufyrirtækja „forkastanlegan“

Bjarni Bjarna­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, seg­ir flest orku­fyr­ir­tæki lands­ins hafa við­haft áróð­ur um að orku­skort­ur sé yf­ir­vof­andi. Fyr­ir því sé eng­inn fót­ur. „Reynd­ar er það svo að við bú­um við meira orku­ör­yggi en nokk­ur önn­ur þjóð.“

Telur „gegndarlausan áróður“ orkufyrirtækja „forkastanlegan“
Norskt vindorkuver Vindorkuver hafa verið byggð á heiðum og í fjalllendi í Noregi. Slík ver hafa mikil og óafturkræf umhverfisáhrif, segir Bjarni. Mynd: Sveinulf Vågene

Á meðan framleitt er margfalt meira af rafmagni en þarf til grunnþarfa samfélagsins er ekki hægt að tala um orkuskort, sagði Bjarni Bjarnason, jarðfræðingur og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, á aðalfundi Landverndar nýverið. Engu að síður hafi flest orkufyrirtæki landsins stundað gegndarlausan áróður um að sú sé raunin og að jafnvel gæti komið til þess að skerða þurfi rafmagn til heimila. „Ég tel þennan áróður orkufyrirtækjanna forkastanlegan í raun,“ sagði Bjarni. „Það er enginn fótur fyrir því að landið sé að verða rafmagnslaust.“

Reyndar sé það svo að Íslendingar búi við meira orkuöryggi en nokkur önnur þjóð „vegna þess að við framleiðum fimm sinnum meira heldur en þarf til grunnþarfa alls samfélagsins. Þar með eru talin öll heimilin í landinu, allur landbúnaður, allur sjávarútvegur, það er að segja verkun í landi, sjúkrahúsin okkar og hvað eina. Fimm sinnum meira rafmagn en grunnþarfir samfélagsins þurfa á að halda.“

HugvekjaBjarni Bjarnason, …
Kjósa
122
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er áróður fjárfesta sem vilja komast yfir náttúruauðlindir okkar. Náttúran er auðlind sem við eigum saman. xD mafían og xB mafían selur það hverjum sem er þeir eru einfaldlega melludólgar. Hverjir eru það nákvæmlega (nöfn og myndir) eru að berjast fyrir þessu og hvað munu þeir fá fyrir sinn snúð. Það þarf að rannsaka og taka saman.
    0
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Ef orkufyrirtæki finna fyrir aukinni eftirspurn eftir raforku til nýrrar atvinnustarfsemi, meiri eftirspurn en þau geta framleitt í dag, þá er eðlilegt að forsvarsmenn þeirra tali um orkuskort, jafnvel þó hægt sé að fullnægja þörfum núverandi orkunotenda með miklu öryggi.
    Sjálfur talar Bjarni um orkuskort í þessu erindi:
    " Þannig að það gæti orðið skortur á heitu vatni eftir 40–50 ár, hugsanlega, til hitaveitu.“
    Heitt vatn til húshitunar er líka orka og ef heitt vatn eða varma skortir, þá er hér orkuskortur og orkuóöryggi fyrir almenning.
    -1
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Það gleymist kannski, eða kannski ekki, að nú eru hin nýju trúarbrögð varðandi laxeldi þau, að allt skuli upp á land. Laxeldi á landi er gríðarlega orkufrekur iðnaður og hlýtur að hafa mikil ruðningsáhrif á orkumarkað. Við öll þau áform varðandi laxeldi á landi stækkar enn sá hluti sem orkfrek stóriðja tekur til sín. Er það tekið inn í þarfapakkann? Er það þjóðhagslega hagkvæmt að setja enn hærra hlutfall raforkunnar í stóriðju?
    1
    • Helga Óskarsdóttir skrifaði
      það er matvælaframleiðsla og ætti að vera betri en laxeldi í sjó.
      0
  • Katrín Jónsdóttir skrifaði
    Takk Bjarni fyrir þessa grein, drottinn minn dýri ef á að eyðileggja landið með vindmyllum, það er hræðilegt
    2
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Hvers vegna þarf fjöldi fjarvarmaveitna og fiskimjölsverksmiðja að brenna milljónum lítra af olíu fyrir milljarða ef ekki er raforkuskortur? Raforkuskorturinn stafar af of fáum og smáum miðlunarlónum sem tæmast nær árlega síðla vetrar. Ísland geyma aðeins 25% árlegrar raforkuframleiðslu í lónum, 5 TWh, meðan Norðmenn geyma 87 TWh sem samsvara 58% af árlegri raforkuframleiðslu. Þeir geyma meira en við miðað við hina frægu höfðatölu!!
    -5
    • RA
      Reykjavíkur Akademían skrifaði
      Síldarverksmiðjur ganga fyrir afgangsorku. Keyptu þær forgangsorku eis og annar iðnaður væri ekki brennd olía.
      4
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Það ætti að vera skylda að Íslendingar lesi DRAUMALANDIÐ eftir Andra Snæ, betri samantekt af orkubrjálæði stjórnvalda er ekki að finna fyrir uta það að bókin er skemtileg að auki.
    7
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Gott að vita, en hvers vegna nennir enginn fjölmiðlamaður að spyrja orkumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um sín orð vegna orkuvöntunar ?
    15
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár