Telur „gegndarlausan áróður“ orkufyrirtækja „forkastanlegan“

Bjarni Bjarna­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, seg­ir flest orku­fyr­ir­tæki lands­ins hafa við­haft áróð­ur um að orku­skort­ur sé yf­ir­vof­andi. Fyr­ir því sé eng­inn fót­ur. „Reynd­ar er það svo að við bú­um við meira orku­ör­yggi en nokk­ur önn­ur þjóð.“

Telur „gegndarlausan áróður“ orkufyrirtækja „forkastanlegan“
Norskt vindorkuver Vindorkuver hafa verið byggð á heiðum og í fjalllendi í Noregi. Slík ver hafa mikil og óafturkræf umhverfisáhrif, segir Bjarni. Mynd: Sveinulf Vågene

Á meðan framleitt er margfalt meira af rafmagni en þarf til grunnþarfa samfélagsins er ekki hægt að tala um orkuskort, sagði Bjarni Bjarnason, jarðfræðingur og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, á aðalfundi Landverndar nýverið. Engu að síður hafi flest orkufyrirtæki landsins stundað gegndarlausan áróður um að sú sé raunin og að jafnvel gæti komið til þess að skerða þurfi rafmagn til heimila. „Ég tel þennan áróður orkufyrirtækjanna forkastanlegan í raun,“ sagði Bjarni. „Það er enginn fótur fyrir því að landið sé að verða rafmagnslaust.“

Reyndar sé það svo að Íslendingar búi við meira orkuöryggi en nokkur önnur þjóð „vegna þess að við framleiðum fimm sinnum meira heldur en þarf til grunnþarfa alls samfélagsins. Þar með eru talin öll heimilin í landinu, allur landbúnaður, allur sjávarútvegur, það er að segja verkun í landi, sjúkrahúsin okkar og hvað eina. Fimm sinnum meira rafmagn en grunnþarfir samfélagsins þurfa á að halda.“

HugvekjaBjarni Bjarnason, …
Kjósa
121
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Geir Gudmundsson skrifaði
  Ef orkufyrirtæki finna fyrir aukinni eftirspurn eftir raforku til nýrrar atvinnustarfsemi, meiri eftirspurn en þau geta framleitt í dag, þá er eðlilegt að forsvarsmenn þeirra tali um orkuskort, jafnvel þó hægt sé að fullnægja þörfum núverandi orkunotenda með miklu öryggi.
  Sjálfur talar Bjarni um orkuskort í þessu erindi:
  " Þannig að það gæti orðið skortur á heitu vatni eftir 40–50 ár, hugsanlega, til hitaveitu.“
  Heitt vatn til húshitunar er líka orka og ef heitt vatn eða varma skortir, þá er hér orkuskortur og orkuóöryggi fyrir almenning.
  1
 • Arnar Guðmundsson skrifaði
  Það gleymist kannski, eða kannski ekki, að nú eru hin nýju trúarbrögð varðandi laxeldi þau, að allt skuli upp á land. Laxeldi á landi er gríðarlega orkufrekur iðnaður og hlýtur að hafa mikil ruðningsáhrif á orkumarkað. Við öll þau áform varðandi laxeldi á landi stækkar enn sá hluti sem orkfrek stóriðja tekur til sín. Er það tekið inn í þarfapakkann? Er það þjóðhagslega hagkvæmt að setja enn hærra hlutfall raforkunnar í stóriðju?
  1
 • Katrín Jónsdóttir skrifaði
  Takk Bjarni fyrir þessa grein, drottinn minn dýri ef á að eyðileggja landið með vindmyllum, það er hræðilegt
  2
 • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
  Hvers vegna þarf fjöldi fjarvarmaveitna og fiskimjölsverksmiðja að brenna milljónum lítra af olíu fyrir milljarða ef ekki er raforkuskortur? Raforkuskorturinn stafar af of fáum og smáum miðlunarlónum sem tæmast nær árlega síðla vetrar. Ísland geyma aðeins 25% árlegrar raforkuframleiðslu í lónum, 5 TWh, meðan Norðmenn geyma 87 TWh sem samsvara 58% af árlegri raforkuframleiðslu. Þeir geyma meira en við miðað við hina frægu höfðatölu!!
  -4
  • RA
   Reykjavíkur Akademían skrifaði
   Síldarverksmiðjur ganga fyrir afgangsorku. Keyptu þær forgangsorku eis og annar iðnaður væri ekki brennd olía.
   3
 • Magnús Mörður Gígja skrifaði
  Það ætti að vera skylda að Íslendingar lesi DRAUMALANDIÐ eftir Andra Snæ, betri samantekt af orkubrjálæði stjórnvalda er ekki að finna fyrir uta það að bókin er skemtileg að auki.
  7
 • Jón Ragnarsson skrifaði
  Gott að vita, en hvers vegna nennir enginn fjölmiðlamaður að spyrja orkumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um sín orð vegna orkuvöntunar ?
  14
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
6
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
9
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
7
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár