Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni mótfallinn auðlindarentuskatti að norskri fyrirmynd

„Ráð­herra er þeirr­ar skoð­un­ar að sér­stak­ir skatt­ar eða aðr­ar álög­ur á fyr­ir­tæki í orku­fram­leiðslu skili sér á end­an­um í hærra raf­orku­verði fyr­ir heim­ili og at­vinnu­starf­semi,“ seg­ir í svari fjár­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Odd­nýj­ar Harð­ar­dótt­ur.

Bjarni mótfallinn auðlindarentuskatti að norskri fyrirmynd

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að sérstakir skattar og aðrar álögur á fyrirtæki í orkuframleiðslu stuðli að hærra raforkuverði fyrir heimili og atvinnustarfsemi.

Sérstök skattlagning á orkufyrirtæki er því ekki til athugunar í ráðuneytinu.

Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar.

Auðlindarentuskatturinn á raforkufyrirtæki í Noregi er 34,3 prósent af sérstökum skattstofni sem reiknaður er fyrir hverja virkjun fyrir sig og leggst á allar stærri virkjanir.

Samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Oddnýjar frá 2017 má ætla að tekjur ríkissjóðs Íslands af auðlindarentuskatti að norskri fyrirmynd væru um 7 milljarðar króna. Fram kemur í svari Bjarna að hann hafi engin áform um að hefja vinnu við mótun slíkrar skattheimtu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár