Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni mótfallinn auðlindarentuskatti að norskri fyrirmynd

„Ráð­herra er þeirr­ar skoð­un­ar að sér­stak­ir skatt­ar eða aðr­ar álög­ur á fyr­ir­tæki í orku­fram­leiðslu skili sér á end­an­um í hærra raf­orku­verði fyr­ir heim­ili og at­vinnu­starf­semi,“ seg­ir í svari fjár­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Odd­nýj­ar Harð­ar­dótt­ur.

Bjarni mótfallinn auðlindarentuskatti að norskri fyrirmynd

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að sérstakir skattar og aðrar álögur á fyrirtæki í orkuframleiðslu stuðli að hærra raforkuverði fyrir heimili og atvinnustarfsemi.

Sérstök skattlagning á orkufyrirtæki er því ekki til athugunar í ráðuneytinu.

Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar.

Auðlindarentuskatturinn á raforkufyrirtæki í Noregi er 34,3 prósent af sérstökum skattstofni sem reiknaður er fyrir hverja virkjun fyrir sig og leggst á allar stærri virkjanir.

Samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Oddnýjar frá 2017 má ætla að tekjur ríkissjóðs Íslands af auðlindarentuskatti að norskri fyrirmynd væru um 7 milljarðar króna. Fram kemur í svari Bjarna að hann hafi engin áform um að hefja vinnu við mótun slíkrar skattheimtu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár