Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lögreglumaður vill „gera opinbert“ það sem konur ræða í lokuðum hópi

Snorri Magnús­son, formað­ur Lands­sam­bands lög­reglu­manna, ósk­aði eft­ir að­gangi að lok­uð­um Face­book-hópi kvenna til að „gera op­in­bert það sem hér fer fram og hvað hér er um rætt.“ Með­lim­ir hóps­ins segja þetta grafa und­an trausti kvenna þeg­ar kem­ur að því að leita til lög­regl­unn­ar.

Lögreglumaður vill „gera opinbert“ það sem konur ræða í lokuðum hópi
Snorri Magnússon Mynd: PressPhotos

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, óskaði eftir aðgangi að lokuðum Facebook-hópi kvenna til að fylgjast með umræðum þeirra og jafnvel gera þær opinberar.

Í hópnum, sem heitir „Karlar gera merkilega hluti“, er hent gaman að fréttaflutningi þar sem körlum er hampað á kostnað kvenna eða ófréttnæmum gjörðum karlmanna er slegið upp í fyrirsögn. Hópurinn er læstur og svara þarf spurningunni „Af hverju viltu gerast meðlimur?“ áður en stjórnendur hans taka afstöðu til umsóknarinnar.

Snorri sótti um aðgang 22. júní síðastliðinn og svaraði spurningunni á þessa leið: „Af því að ég hef mikinn áhuga á að sjá og lesa og jafnframt gera opinbert það sem hér fer fram og hvað hér er um rætt.“

Í umræðum kvennanna í hópnum um umsókn Snorra er því velt upp hvað hann ætli sér með upplýsingarnar og hvort hann sé í formlegum erindagjörðum sem lögreglumaður. Talað er um að atvik af þessu tagi séu ekki líkleg til þess að auka traust kvenna þegar kemur að því að leita sér aðstoðar lögreglu. Af gefnu tilefni skal tekið fram að Stundin fékk leyfi frá stjórnendum hópsins fyrir því að greina frá því sem þarna er sagt.

Ráðaleysi og uppgjöf í jafnréttismálum lögreglu

Í síðasta tölublaði Stundarinnar kom fram að lögbundin jafnréttisverkefni séu vanrækt hjá lögreglunni. Vitnað er í nýlega grein Gyðu Margrétar Pétursdóttur, dósents í kynjafræði, og Kristínar Önnu Hjálmarsdóttur kynjafræðings sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, en þar kemur fram að greina megi ráðaleysi og uppgjöf meðal lykilstarfsfólks lögreglu í jafnréttismálum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki sett sér jafnréttisáætlun og aðgerðabundna framkvæmdaáætlun í samræmi við ákvæði jafnréttislaga og ábendingar Jafnréttisstofu. Þá hefur gerð áhættumats og heilsuverndaráætlunar, samkvæmt reglugerð um aðgerðir gegn einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum, ekki komist til framkvæmda innan embættisins.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
3
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár