Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lögreglumaður vill „gera opinbert“ það sem konur ræða í lokuðum hópi

Snorri Magnús­son, formað­ur Lands­sam­bands lög­reglu­manna, ósk­aði eft­ir að­gangi að lok­uð­um Face­book-hópi kvenna til að „gera op­in­bert það sem hér fer fram og hvað hér er um rætt.“ Með­lim­ir hóps­ins segja þetta grafa und­an trausti kvenna þeg­ar kem­ur að því að leita til lög­regl­unn­ar.

Lögreglumaður vill „gera opinbert“ það sem konur ræða í lokuðum hópi
Snorri Magnússon Mynd: PressPhotos

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, óskaði eftir aðgangi að lokuðum Facebook-hópi kvenna til að fylgjast með umræðum þeirra og jafnvel gera þær opinberar.

Í hópnum, sem heitir „Karlar gera merkilega hluti“, er hent gaman að fréttaflutningi þar sem körlum er hampað á kostnað kvenna eða ófréttnæmum gjörðum karlmanna er slegið upp í fyrirsögn. Hópurinn er læstur og svara þarf spurningunni „Af hverju viltu gerast meðlimur?“ áður en stjórnendur hans taka afstöðu til umsóknarinnar.

Snorri sótti um aðgang 22. júní síðastliðinn og svaraði spurningunni á þessa leið: „Af því að ég hef mikinn áhuga á að sjá og lesa og jafnframt gera opinbert það sem hér fer fram og hvað hér er um rætt.“

Í umræðum kvennanna í hópnum um umsókn Snorra er því velt upp hvað hann ætli sér með upplýsingarnar og hvort hann sé í formlegum erindagjörðum sem lögreglumaður. Talað er um að atvik af þessu tagi séu ekki líkleg til þess að auka traust kvenna þegar kemur að því að leita sér aðstoðar lögreglu. Af gefnu tilefni skal tekið fram að Stundin fékk leyfi frá stjórnendum hópsins fyrir því að greina frá því sem þarna er sagt.

Ráðaleysi og uppgjöf í jafnréttismálum lögreglu

Í síðasta tölublaði Stundarinnar kom fram að lögbundin jafnréttisverkefni séu vanrækt hjá lögreglunni. Vitnað er í nýlega grein Gyðu Margrétar Pétursdóttur, dósents í kynjafræði, og Kristínar Önnu Hjálmarsdóttur kynjafræðings sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, en þar kemur fram að greina megi ráðaleysi og uppgjöf meðal lykilstarfsfólks lögreglu í jafnréttismálum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki sett sér jafnréttisáætlun og aðgerðabundna framkvæmdaáætlun í samræmi við ákvæði jafnréttislaga og ábendingar Jafnréttisstofu. Þá hefur gerð áhættumats og heilsuverndaráætlunar, samkvæmt reglugerð um aðgerðir gegn einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum, ekki komist til framkvæmda innan embættisins.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár