Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Strandamaður stöðvaði framkvæmdir: „Það verður bara að koma í veg fyrir þetta“

Vest­ur­verk hóf í gær fram­kvæmd­ir við veglagn­ingu í Ing­ólfs­firði á Strönd­um, sem fyrsta hluta virkj­ana­fram­kvæmda sem munu hafa veru­leg áhrif á nátt­úru svæð­is­ins. Elías Svavar Krist­ins­son, sem ólst upp á svæð­inu, stefn­ir að frið­lýs­ingu lands síns og berst gegn fram­kvæmd­um vegna virkj­un­ar.

Strandamaður stöðvaði framkvæmdir: „Það verður bara að koma í veg fyrir þetta“
Elías Svavar Kristinsson Tók sér stöðu gegn gröfu á veginum við Ingólfsfjörð, þar sem framkvæmdir eru hafnar til að gera veginn færan fyrir stórvirkar vinnuvélar. Mynd: Facebook / Elín Hanna

„Ég fór bara undir gröfuna. Það þýðir ekkert annað,“ segir Strandamaðurinn og Drangamaðurinn Elías Svavar Kristinsson, sem ákvað í gær að standa í vegi fyrir vegaframkvæmdum í Ingólfsfirði á Ströndum á vegum verktakafyrirtækisins Vesturverks. Framkvæmdirnar eru fyrsti liður í gerð Hvalárvirkjunar, sem mun hafa „óveruleg til talsvert neikvæð“ umhverfisáhrif á svæðinu, meðal annars þær afleiðingar að fossar rýrna verulega eða hverfa nánast.

Elías segist hafa orðið reiður, vegna þess sem hann álítur ósvífni virkjanafyrirtækisins, að hefja framkvæmdir strax eftir að ný kæra barst frá landeigendum nálægt virkjanasvæðinu. „Ég náttúrulega sagði honum að hætta þessu. Ég sagði: Ég fer ekkert undan skóflunni. Þú mátt alveg ráða því hvað það tekur langan tíma.“

Hann harmar þó að viðmótsþýður vegagerðarmaður hafi orðið fyrir. „Hann tók þessu af ótrúlega mikilli ró. Hann sagði: Ég ætla mér ekkert að vinna í nótt. Þannig að ég er að hætta og þá er kannski best að ég hætti bara. Hann var nú kurteis karlgreyið, en ég var kannski aðeins æstari.“

Forsenda virkjanaframkvæmda

Fyrirtækið Vesturverk rær öllum árum að því að hefja virkjanaframkvæmdir í Ófeigsfirði og Eyvindarfirði, kenndar við Hvalá. Til þess hlaut félagið framkvæmdaleyfi vegna vegavinnu, í samvinnu við Vegagerðina. „Samningur um veghaldið er liður í undirbúningi virkjunar Hvalár og gildir hann til fimm ára,“ sagði í tilkynningu félagsins 20. júní síðastliðinn.

Eftir að landeigendur í Drangavík, norðan við virkjunarsvæðið, kærðu deiliskipulag og framkvæmdaleyfi vegna virkjunarinnar í vikubyrjun á þeim forsendum að þeir væru í reynd eigendur hluta virkjanasvæðisins, hóf Vesturverk engu að síður framkvæmdir við veginn í aðdraganda undirbúnings fyrir rannsóknarboranir og tilheyrandi þungaumferð um svæðið.

Vill vernda víðernin

Ástæðan fyrir því að Elías leggst gegn framkvæmdunum með svo áþreifanlegum hætti er að hann telur að óafturkræfur skaði verði af þeim fyrir ósnortin víðerni og landslag sem hafi gildi fyrir almenning til framtíðar. Þær áhyggjur eru að hluta undirbyggðar í mati Skipulagsstofnunar, sem segir framkvæmdirnar hafa „óveruleg til talsvert neikvæð“ umhverfisáhrif, en sveitarstjórn Árneshrepps styður framkvæmdirnar og fengu virkjanasinnar nauma kosningu í sveitarstjórnarkosningum í fyrra.

Elías segir að nýhafnar vegaframkvæmdir muni gerbreyta Ingólfsfirði og Ófeigsfirði.

„Hann verður ristur á hol.“

„Hann verður ristur á hol. Hann verður skorinn í sundur, bæði sunnan megin og yfir eyrarnar, og á ská niður,“ segir hann um Ingólfsfjörð. „Þar verður allt sprengt í tætlur. Þetta eru hryðjuverk. Þetta ætla þeir að gera fyrir rannsóknarvinnu. Þeir ætla sér að eyðileggja eins mikið og þeir geta til þess að segja: „Það er búið að skemma þetta.“ Það verður bara að koma í veg fyrir þetta. Ég veit ekki hvernig á að gera það, en það verður að gera það.“

Núverandi vegur er í reynd slóði sem liggur með landslaginu og að hluta rétt ofan við flæðarmálið í fjörunni, en hann var lagður á áttunda áratugnum.

„Hann er barn síns tíma. Það má alveg slétta veginn, en við viljum ekki vera að breikka hann fyrir búkollur og svoleiðis.“

Víðernin á virkjanasvæðinuEin stærstu ósnortnu víðerni Íslands má finna á svæðinu, en framkvæmdirnar munu skerða þau.

Lofað bættum innviðum

Elías ólst upp á Dröngum, en foreldrar hans fluttu þangað frá Seljanesi, milli Ingólfsfjarðar og Ófeigsfjarðar, árið 1953. Foreldra hans brugðu síðar búi á sjöunda áratugnum, en alla tíð síðan hefur Elías komið heim, milli þess sem hann hefur vetursetu sunnar, undanfarið á Akranesi, en senn í Garðabæ. Á sumrin rær hann til fiskjar á smábát og gistir í bátnum við Norðurfjörð, milli þess sem hann dvelur á uppeldisstað sínum Dröngum, rétt norðan við Drangaskörð.

Framkvæmdir við Hvalárvrkjun munu valda því að eitt stærsta ósnortna víðerni Íslands og Evrópu skerðist verulega. Samhliða því munu nokkrir fossar rýrna verulega. Sveitarfélagið er klofið í afstöðu sinni til framkvæmdanna, en sveitarstjórinn styður þær og telur að Árneshreppur muni hagnast töluvert á framkvæmdum og fasteignagjöldum í kjölfarið. Auk þess hefur verktakafyrirtækið Vesturverk boðað fjárframlög til framkvæmda við skólahúsnæði og kynnt að líklegur hluti afleiðinga virkjanaframkvæmdanna verði lagning ljósleiðara, hitaveitu og þriggja fasa rafmagns í sveitina.

Framkvæmdirnar í gærElías Svavar tók sér stöðu andspænis gröfunni.

Tekist á um almannahagsmuni

Elías telur að fáir á svæðinu muni hagnast á virkjanaframkvæmdunum, auk þess sem almenningur muni þurfa að borga fyrir tengivirki og lagningu raflína. Tekjur sveitarfélagsins af fasteignagjöldum vegna stöðvarhússins muni leiða til þess að framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga minnki á móti. Og störfin verði fá, það verði fyrst og fremst erlendir starfsmenn starfsmannaleigu að vinna við framkvæmdirnar á heiðinni.

Sjálfur hefði hann geta fengið bita af kökunni. „Okkur var boðið í þetta partý. Við sögðum bara nei, takk. Þeir vildu fá vatn á svæðinu hjá okkur líka. Vesturverk bað um viðræður við okkur. Við bara önsuðum ekki. Við stefnum að því að friða Drangana. Þú gerir ekki allt fyrir peninga,“ segir Elías, sem telur almannahagsmunum best borgið með því að vernda víðernin fyrir framkvæmdum, jafnvel þótt vegir haldist frumstæðir.

„Þetta er sjarminn,“ segir hann, fljótandi á trillu úti fyrir Trékyllisvík með rúmlega 700 kíló af afla dagsins innanborðs.

Samkvæmt heimildir Stundarinnar er í kvöld verið að flytja stærri gröfu norður eftir Strandavegi í átt að Ingólfsfirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár