Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Strandamaður stöðvaði framkvæmdir: „Það verður bara að koma í veg fyrir þetta“

Vest­ur­verk hóf í gær fram­kvæmd­ir við veglagn­ingu í Ing­ólfs­firði á Strönd­um, sem fyrsta hluta virkj­ana­fram­kvæmda sem munu hafa veru­leg áhrif á nátt­úru svæð­is­ins. Elías Svavar Krist­ins­son, sem ólst upp á svæð­inu, stefn­ir að frið­lýs­ingu lands síns og berst gegn fram­kvæmd­um vegna virkj­un­ar.

Strandamaður stöðvaði framkvæmdir: „Það verður bara að koma í veg fyrir þetta“
Elías Svavar Kristinsson Tók sér stöðu gegn gröfu á veginum við Ingólfsfjörð, þar sem framkvæmdir eru hafnar til að gera veginn færan fyrir stórvirkar vinnuvélar. Mynd: Facebook / Elín Hanna

„Ég fór bara undir gröfuna. Það þýðir ekkert annað,“ segir Strandamaðurinn og Drangamaðurinn Elías Svavar Kristinsson, sem ákvað í gær að standa í vegi fyrir vegaframkvæmdum í Ingólfsfirði á Ströndum á vegum verktakafyrirtækisins Vesturverks. Framkvæmdirnar eru fyrsti liður í gerð Hvalárvirkjunar, sem mun hafa „óveruleg til talsvert neikvæð“ umhverfisáhrif á svæðinu, meðal annars þær afleiðingar að fossar rýrna verulega eða hverfa nánast.

Elías segist hafa orðið reiður, vegna þess sem hann álítur ósvífni virkjanafyrirtækisins, að hefja framkvæmdir strax eftir að ný kæra barst frá landeigendum nálægt virkjanasvæðinu. „Ég náttúrulega sagði honum að hætta þessu. Ég sagði: Ég fer ekkert undan skóflunni. Þú mátt alveg ráða því hvað það tekur langan tíma.“

Hann harmar þó að viðmótsþýður vegagerðarmaður hafi orðið fyrir. „Hann tók þessu af ótrúlega mikilli ró. Hann sagði: Ég ætla mér ekkert að vinna í nótt. Þannig að ég er að hætta og þá er kannski best að ég hætti bara. Hann var nú kurteis karlgreyið, en ég var kannski aðeins æstari.“

Forsenda virkjanaframkvæmda

Fyrirtækið Vesturverk rær öllum árum að því að hefja virkjanaframkvæmdir í Ófeigsfirði og Eyvindarfirði, kenndar við Hvalá. Til þess hlaut félagið framkvæmdaleyfi vegna vegavinnu, í samvinnu við Vegagerðina. „Samningur um veghaldið er liður í undirbúningi virkjunar Hvalár og gildir hann til fimm ára,“ sagði í tilkynningu félagsins 20. júní síðastliðinn.

Eftir að landeigendur í Drangavík, norðan við virkjunarsvæðið, kærðu deiliskipulag og framkvæmdaleyfi vegna virkjunarinnar í vikubyrjun á þeim forsendum að þeir væru í reynd eigendur hluta virkjanasvæðisins, hóf Vesturverk engu að síður framkvæmdir við veginn í aðdraganda undirbúnings fyrir rannsóknarboranir og tilheyrandi þungaumferð um svæðið.

Vill vernda víðernin

Ástæðan fyrir því að Elías leggst gegn framkvæmdunum með svo áþreifanlegum hætti er að hann telur að óafturkræfur skaði verði af þeim fyrir ósnortin víðerni og landslag sem hafi gildi fyrir almenning til framtíðar. Þær áhyggjur eru að hluta undirbyggðar í mati Skipulagsstofnunar, sem segir framkvæmdirnar hafa „óveruleg til talsvert neikvæð“ umhverfisáhrif, en sveitarstjórn Árneshrepps styður framkvæmdirnar og fengu virkjanasinnar nauma kosningu í sveitarstjórnarkosningum í fyrra.

Elías segir að nýhafnar vegaframkvæmdir muni gerbreyta Ingólfsfirði og Ófeigsfirði.

„Hann verður ristur á hol.“

„Hann verður ristur á hol. Hann verður skorinn í sundur, bæði sunnan megin og yfir eyrarnar, og á ská niður,“ segir hann um Ingólfsfjörð. „Þar verður allt sprengt í tætlur. Þetta eru hryðjuverk. Þetta ætla þeir að gera fyrir rannsóknarvinnu. Þeir ætla sér að eyðileggja eins mikið og þeir geta til þess að segja: „Það er búið að skemma þetta.“ Það verður bara að koma í veg fyrir þetta. Ég veit ekki hvernig á að gera það, en það verður að gera það.“

Núverandi vegur er í reynd slóði sem liggur með landslaginu og að hluta rétt ofan við flæðarmálið í fjörunni, en hann var lagður á áttunda áratugnum.

„Hann er barn síns tíma. Það má alveg slétta veginn, en við viljum ekki vera að breikka hann fyrir búkollur og svoleiðis.“

Víðernin á virkjanasvæðinuEin stærstu ósnortnu víðerni Íslands má finna á svæðinu, en framkvæmdirnar munu skerða þau.

Lofað bættum innviðum

Elías ólst upp á Dröngum, en foreldrar hans fluttu þangað frá Seljanesi, milli Ingólfsfjarðar og Ófeigsfjarðar, árið 1953. Foreldra hans brugðu síðar búi á sjöunda áratugnum, en alla tíð síðan hefur Elías komið heim, milli þess sem hann hefur vetursetu sunnar, undanfarið á Akranesi, en senn í Garðabæ. Á sumrin rær hann til fiskjar á smábát og gistir í bátnum við Norðurfjörð, milli þess sem hann dvelur á uppeldisstað sínum Dröngum, rétt norðan við Drangaskörð.

Framkvæmdir við Hvalárvrkjun munu valda því að eitt stærsta ósnortna víðerni Íslands og Evrópu skerðist verulega. Samhliða því munu nokkrir fossar rýrna verulega. Sveitarfélagið er klofið í afstöðu sinni til framkvæmdanna, en sveitarstjórinn styður þær og telur að Árneshreppur muni hagnast töluvert á framkvæmdum og fasteignagjöldum í kjölfarið. Auk þess hefur verktakafyrirtækið Vesturverk boðað fjárframlög til framkvæmda við skólahúsnæði og kynnt að líklegur hluti afleiðinga virkjanaframkvæmdanna verði lagning ljósleiðara, hitaveitu og þriggja fasa rafmagns í sveitina.

Framkvæmdirnar í gærElías Svavar tók sér stöðu andspænis gröfunni.

Tekist á um almannahagsmuni

Elías telur að fáir á svæðinu muni hagnast á virkjanaframkvæmdunum, auk þess sem almenningur muni þurfa að borga fyrir tengivirki og lagningu raflína. Tekjur sveitarfélagsins af fasteignagjöldum vegna stöðvarhússins muni leiða til þess að framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga minnki á móti. Og störfin verði fá, það verði fyrst og fremst erlendir starfsmenn starfsmannaleigu að vinna við framkvæmdirnar á heiðinni.

Sjálfur hefði hann geta fengið bita af kökunni. „Okkur var boðið í þetta partý. Við sögðum bara nei, takk. Þeir vildu fá vatn á svæðinu hjá okkur líka. Vesturverk bað um viðræður við okkur. Við bara önsuðum ekki. Við stefnum að því að friða Drangana. Þú gerir ekki allt fyrir peninga,“ segir Elías, sem telur almannahagsmunum best borgið með því að vernda víðernin fyrir framkvæmdum, jafnvel þótt vegir haldist frumstæðir.

„Þetta er sjarminn,“ segir hann, fljótandi á trillu úti fyrir Trékyllisvík með rúmlega 700 kíló af afla dagsins innanborðs.

Samkvæmt heimildir Stundarinnar er í kvöld verið að flytja stærri gröfu norður eftir Strandavegi í átt að Ingólfsfirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár