Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framkvæmdastýra Landverndar vill að dregið verði úr niðurgreiðslum til kjötframleiðslu

Koma verð­ur á kerfi til að draga úr neyslu á kjöti, seg­ir Auð­ur Önnu Magnús­dótt­ir. Um­gengn­in við auð­lind­irn­ar verð­ur orð­inn tak­mark­andi þátt­ur í fæðu­fram­leiðslu löngu áð­ur en fólks­fjöld­inn verð­ur það.

Framkvæmdastýra Landverndar vill að dregið verði úr niðurgreiðslum til kjötframleiðslu
Kjötframleiðsla eykur á loftslagsvánna Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Landverndar, segir að nauðsynlegt sé að koma á kerfum sem dragi úr neyslu á kjöti og dragi úr notkun á jarðefnaeldsneyti.

Mikil fólksfjölgun næstu ára er ekki mesta áhyggjuefnið þegar kemur að loftslagsmálum heldur umgengni mannfólksins um auðlindir sínar. Slæm umgengni og misskipting er það sem er takmarkandi þáttur í fæðuframleiðslu til að mynda. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Landverndar, vill að komið verði á kerfum sem dragi úr kjötneyslu almennings og að dregið verði úr ríkisstuðingi við kjötframleiðslu.

Auður var gestur á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun þar sem mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna var til umræðu í samhengi við loftslagsvá og hamafarahlýnun. Samkvæmt spánni mun mannfólki fjölga úr 7,7 milljörðum í dag og í tæpa 10 milljarða um miðja þessa öld. Auður sagði að í hennar huga væri þessi mikla fjölgun ekki efst á lista yfir áhyggjur hennar sem umhverfisvandamál heldur væri það umgengnin um jörðina sem væri stærsta áhyggjuefnið. Hún benti enn fremur á að fólksfjölgunin væri mest í þeim löndum þar sem fólk losaði hlutfallslega minnst.

Deila þarf gæðunum jafnt

Engu að síður væri ljóst að fæða þyrfti og klæða allt þetta fólk. „Það hefur ekki verið í forgangi hjá okkur hingað til að deila gæðunum jafnt, þannig að allir séu fæddir og klæddir. Það er grundvallaratriði að við breytum því,“ sagði Auður. Auðlindir jarðarinnar verði löngu uppurnar áður en fólksfjöldinn fari að verða takmarkandi þáttur í fæðuframleiðslu, það sé umgengni okkar sem sé takmarkandi þáttur í fæðuframleiðslunni.

„Við vitum til dæmis að til að framleiða svona mikið kjöt eins og við gerum þá þurfum við að framleiða margfalt meira af þessum frumframleiðsluplöntum heldur en ef við myndum borða plönturnar beint. Það er eitt atriði sem væri hægt að breyta hratt,“ sagði Auður.

„Það verður að koma á kerfi sem að dregur úr kjötneyslu, eða notkun jarðefnaeldsneytis, virk kerfi sem að draga úr notkuninni eða neyslunni“

Ekki hefur dregið úr kjötneyslu, miðað við tölur sem Landvernd hefur séð. Þó að þeim sem  grænmetisætur og vegan fjölgi mjög hratt vegi það ekki upp á móti því að hinir, sem borði kjöt, borði meira og meira af því. Þó er fólk almennt orðið meðvitaðra um neyslu sína, um heilsu sína, um umhverfið og um velferð dýra. Auður segir hins vegar að það dugi ekki til og að grípa verði til aðgerða af hálfu hins opinbera.

„Þetta er alveg eins og með notkun jarðefnaeldsneyta. Það verður að koma á kerfi sem að dregur úr kjötneyslu, eða notkun jarðefnaeldsneytis, virk kerfi sem að draga úr notkuninni eða neyslunni. Það sem við höfum gert varðandi jarðefnaeldsneytið núna er bara að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum en við höfum ekki gert neitt til þess að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti í raun og veru. Þannig að endurnýjanlegu orkugjafarnir eru í mjög ósanngjarnri samkeppni við jarðefnaeldsneytið, sem er rosalega ódýrt, fær jafnvel ríkisniðurgreiðslu.“

Hið sama gildi um kjötið, eins lengi og ekkert sé að gert breytist staðan ekki. Hins vegar sé ekki flókið að grípa strax til aðgerða. „Það er til dæmis hægt að draga úr ríkisniðurgreiðslu, það er bara fyrsta skrefið. Síðan hefur verið rætt um kjötskatt en það er mjög skrýtið að ræða um kjötskatt þegar ríkið er að greiða niður framleiðslu á kjöti. Svo er bara að fræða fólk og hvetja til neyslu á hollari afurðum. Við erum ekki að tala um að fólk þurfi að hætta að borða kjöt en það þarf að draga all verulega úr því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
4
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár