Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framkvæmdastýra Landverndar vill að dregið verði úr niðurgreiðslum til kjötframleiðslu

Koma verð­ur á kerfi til að draga úr neyslu á kjöti, seg­ir Auð­ur Önnu Magnús­dótt­ir. Um­gengn­in við auð­lind­irn­ar verð­ur orð­inn tak­mark­andi þátt­ur í fæðu­fram­leiðslu löngu áð­ur en fólks­fjöld­inn verð­ur það.

Framkvæmdastýra Landverndar vill að dregið verði úr niðurgreiðslum til kjötframleiðslu
Kjötframleiðsla eykur á loftslagsvánna Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Landverndar, segir að nauðsynlegt sé að koma á kerfum sem dragi úr neyslu á kjöti og dragi úr notkun á jarðefnaeldsneyti.

Mikil fólksfjölgun næstu ára er ekki mesta áhyggjuefnið þegar kemur að loftslagsmálum heldur umgengni mannfólksins um auðlindir sínar. Slæm umgengni og misskipting er það sem er takmarkandi þáttur í fæðuframleiðslu til að mynda. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Landverndar, vill að komið verði á kerfum sem dragi úr kjötneyslu almennings og að dregið verði úr ríkisstuðingi við kjötframleiðslu.

Auður var gestur á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun þar sem mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna var til umræðu í samhengi við loftslagsvá og hamafarahlýnun. Samkvæmt spánni mun mannfólki fjölga úr 7,7 milljörðum í dag og í tæpa 10 milljarða um miðja þessa öld. Auður sagði að í hennar huga væri þessi mikla fjölgun ekki efst á lista yfir áhyggjur hennar sem umhverfisvandamál heldur væri það umgengnin um jörðina sem væri stærsta áhyggjuefnið. Hún benti enn fremur á að fólksfjölgunin væri mest í þeim löndum þar sem fólk losaði hlutfallslega minnst.

Deila þarf gæðunum jafnt

Engu að síður væri ljóst að fæða þyrfti og klæða allt þetta fólk. „Það hefur ekki verið í forgangi hjá okkur hingað til að deila gæðunum jafnt, þannig að allir séu fæddir og klæddir. Það er grundvallaratriði að við breytum því,“ sagði Auður. Auðlindir jarðarinnar verði löngu uppurnar áður en fólksfjöldinn fari að verða takmarkandi þáttur í fæðuframleiðslu, það sé umgengni okkar sem sé takmarkandi þáttur í fæðuframleiðslunni.

„Við vitum til dæmis að til að framleiða svona mikið kjöt eins og við gerum þá þurfum við að framleiða margfalt meira af þessum frumframleiðsluplöntum heldur en ef við myndum borða plönturnar beint. Það er eitt atriði sem væri hægt að breyta hratt,“ sagði Auður.

„Það verður að koma á kerfi sem að dregur úr kjötneyslu, eða notkun jarðefnaeldsneytis, virk kerfi sem að draga úr notkuninni eða neyslunni“

Ekki hefur dregið úr kjötneyslu, miðað við tölur sem Landvernd hefur séð. Þó að þeim sem  grænmetisætur og vegan fjölgi mjög hratt vegi það ekki upp á móti því að hinir, sem borði kjöt, borði meira og meira af því. Þó er fólk almennt orðið meðvitaðra um neyslu sína, um heilsu sína, um umhverfið og um velferð dýra. Auður segir hins vegar að það dugi ekki til og að grípa verði til aðgerða af hálfu hins opinbera.

„Þetta er alveg eins og með notkun jarðefnaeldsneyta. Það verður að koma á kerfi sem að dregur úr kjötneyslu, eða notkun jarðefnaeldsneytis, virk kerfi sem að draga úr notkuninni eða neyslunni. Það sem við höfum gert varðandi jarðefnaeldsneytið núna er bara að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum en við höfum ekki gert neitt til þess að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti í raun og veru. Þannig að endurnýjanlegu orkugjafarnir eru í mjög ósanngjarnri samkeppni við jarðefnaeldsneytið, sem er rosalega ódýrt, fær jafnvel ríkisniðurgreiðslu.“

Hið sama gildi um kjötið, eins lengi og ekkert sé að gert breytist staðan ekki. Hins vegar sé ekki flókið að grípa strax til aðgerða. „Það er til dæmis hægt að draga úr ríkisniðurgreiðslu, það er bara fyrsta skrefið. Síðan hefur verið rætt um kjötskatt en það er mjög skrýtið að ræða um kjötskatt þegar ríkið er að greiða niður framleiðslu á kjöti. Svo er bara að fræða fólk og hvetja til neyslu á hollari afurðum. Við erum ekki að tala um að fólk þurfi að hætta að borða kjöt en það þarf að draga all verulega úr því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu