Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framkvæmdastýra Landverndar vill að dregið verði úr niðurgreiðslum til kjötframleiðslu

Koma verð­ur á kerfi til að draga úr neyslu á kjöti, seg­ir Auð­ur Önnu Magnús­dótt­ir. Um­gengn­in við auð­lind­irn­ar verð­ur orð­inn tak­mark­andi þátt­ur í fæðu­fram­leiðslu löngu áð­ur en fólks­fjöld­inn verð­ur það.

Framkvæmdastýra Landverndar vill að dregið verði úr niðurgreiðslum til kjötframleiðslu
Kjötframleiðsla eykur á loftslagsvánna Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Landverndar, segir að nauðsynlegt sé að koma á kerfum sem dragi úr neyslu á kjöti og dragi úr notkun á jarðefnaeldsneyti.

Mikil fólksfjölgun næstu ára er ekki mesta áhyggjuefnið þegar kemur að loftslagsmálum heldur umgengni mannfólksins um auðlindir sínar. Slæm umgengni og misskipting er það sem er takmarkandi þáttur í fæðuframleiðslu til að mynda. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Landverndar, vill að komið verði á kerfum sem dragi úr kjötneyslu almennings og að dregið verði úr ríkisstuðingi við kjötframleiðslu.

Auður var gestur á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun þar sem mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna var til umræðu í samhengi við loftslagsvá og hamafarahlýnun. Samkvæmt spánni mun mannfólki fjölga úr 7,7 milljörðum í dag og í tæpa 10 milljarða um miðja þessa öld. Auður sagði að í hennar huga væri þessi mikla fjölgun ekki efst á lista yfir áhyggjur hennar sem umhverfisvandamál heldur væri það umgengnin um jörðina sem væri stærsta áhyggjuefnið. Hún benti enn fremur á að fólksfjölgunin væri mest í þeim löndum þar sem fólk losaði hlutfallslega minnst.

Deila þarf gæðunum jafnt

Engu að síður væri ljóst að fæða þyrfti og klæða allt þetta fólk. „Það hefur ekki verið í forgangi hjá okkur hingað til að deila gæðunum jafnt, þannig að allir séu fæddir og klæddir. Það er grundvallaratriði að við breytum því,“ sagði Auður. Auðlindir jarðarinnar verði löngu uppurnar áður en fólksfjöldinn fari að verða takmarkandi þáttur í fæðuframleiðslu, það sé umgengni okkar sem sé takmarkandi þáttur í fæðuframleiðslunni.

„Við vitum til dæmis að til að framleiða svona mikið kjöt eins og við gerum þá þurfum við að framleiða margfalt meira af þessum frumframleiðsluplöntum heldur en ef við myndum borða plönturnar beint. Það er eitt atriði sem væri hægt að breyta hratt,“ sagði Auður.

„Það verður að koma á kerfi sem að dregur úr kjötneyslu, eða notkun jarðefnaeldsneytis, virk kerfi sem að draga úr notkuninni eða neyslunni“

Ekki hefur dregið úr kjötneyslu, miðað við tölur sem Landvernd hefur séð. Þó að þeim sem  grænmetisætur og vegan fjölgi mjög hratt vegi það ekki upp á móti því að hinir, sem borði kjöt, borði meira og meira af því. Þó er fólk almennt orðið meðvitaðra um neyslu sína, um heilsu sína, um umhverfið og um velferð dýra. Auður segir hins vegar að það dugi ekki til og að grípa verði til aðgerða af hálfu hins opinbera.

„Þetta er alveg eins og með notkun jarðefnaeldsneyta. Það verður að koma á kerfi sem að dregur úr kjötneyslu, eða notkun jarðefnaeldsneytis, virk kerfi sem að draga úr notkuninni eða neyslunni. Það sem við höfum gert varðandi jarðefnaeldsneytið núna er bara að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum en við höfum ekki gert neitt til þess að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti í raun og veru. Þannig að endurnýjanlegu orkugjafarnir eru í mjög ósanngjarnri samkeppni við jarðefnaeldsneytið, sem er rosalega ódýrt, fær jafnvel ríkisniðurgreiðslu.“

Hið sama gildi um kjötið, eins lengi og ekkert sé að gert breytist staðan ekki. Hins vegar sé ekki flókið að grípa strax til aðgerða. „Það er til dæmis hægt að draga úr ríkisniðurgreiðslu, það er bara fyrsta skrefið. Síðan hefur verið rætt um kjötskatt en það er mjög skrýtið að ræða um kjötskatt þegar ríkið er að greiða niður framleiðslu á kjöti. Svo er bara að fræða fólk og hvetja til neyslu á hollari afurðum. Við erum ekki að tala um að fólk þurfi að hætta að borða kjöt en það þarf að draga all verulega úr því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
6
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
6
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár