Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framkvæmdastýra Landverndar vill að dregið verði úr niðurgreiðslum til kjötframleiðslu

Koma verð­ur á kerfi til að draga úr neyslu á kjöti, seg­ir Auð­ur Önnu Magnús­dótt­ir. Um­gengn­in við auð­lind­irn­ar verð­ur orð­inn tak­mark­andi þátt­ur í fæðu­fram­leiðslu löngu áð­ur en fólks­fjöld­inn verð­ur það.

Framkvæmdastýra Landverndar vill að dregið verði úr niðurgreiðslum til kjötframleiðslu
Kjötframleiðsla eykur á loftslagsvánna Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Landverndar, segir að nauðsynlegt sé að koma á kerfum sem dragi úr neyslu á kjöti og dragi úr notkun á jarðefnaeldsneyti.

Mikil fólksfjölgun næstu ára er ekki mesta áhyggjuefnið þegar kemur að loftslagsmálum heldur umgengni mannfólksins um auðlindir sínar. Slæm umgengni og misskipting er það sem er takmarkandi þáttur í fæðuframleiðslu til að mynda. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Landverndar, vill að komið verði á kerfum sem dragi úr kjötneyslu almennings og að dregið verði úr ríkisstuðingi við kjötframleiðslu.

Auður var gestur á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun þar sem mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna var til umræðu í samhengi við loftslagsvá og hamafarahlýnun. Samkvæmt spánni mun mannfólki fjölga úr 7,7 milljörðum í dag og í tæpa 10 milljarða um miðja þessa öld. Auður sagði að í hennar huga væri þessi mikla fjölgun ekki efst á lista yfir áhyggjur hennar sem umhverfisvandamál heldur væri það umgengnin um jörðina sem væri stærsta áhyggjuefnið. Hún benti enn fremur á að fólksfjölgunin væri mest í þeim löndum þar sem fólk losaði hlutfallslega minnst.

Deila þarf gæðunum jafnt

Engu að síður væri ljóst að fæða þyrfti og klæða allt þetta fólk. „Það hefur ekki verið í forgangi hjá okkur hingað til að deila gæðunum jafnt, þannig að allir séu fæddir og klæddir. Það er grundvallaratriði að við breytum því,“ sagði Auður. Auðlindir jarðarinnar verði löngu uppurnar áður en fólksfjöldinn fari að verða takmarkandi þáttur í fæðuframleiðslu, það sé umgengni okkar sem sé takmarkandi þáttur í fæðuframleiðslunni.

„Við vitum til dæmis að til að framleiða svona mikið kjöt eins og við gerum þá þurfum við að framleiða margfalt meira af þessum frumframleiðsluplöntum heldur en ef við myndum borða plönturnar beint. Það er eitt atriði sem væri hægt að breyta hratt,“ sagði Auður.

„Það verður að koma á kerfi sem að dregur úr kjötneyslu, eða notkun jarðefnaeldsneytis, virk kerfi sem að draga úr notkuninni eða neyslunni“

Ekki hefur dregið úr kjötneyslu, miðað við tölur sem Landvernd hefur séð. Þó að þeim sem  grænmetisætur og vegan fjölgi mjög hratt vegi það ekki upp á móti því að hinir, sem borði kjöt, borði meira og meira af því. Þó er fólk almennt orðið meðvitaðra um neyslu sína, um heilsu sína, um umhverfið og um velferð dýra. Auður segir hins vegar að það dugi ekki til og að grípa verði til aðgerða af hálfu hins opinbera.

„Þetta er alveg eins og með notkun jarðefnaeldsneyta. Það verður að koma á kerfi sem að dregur úr kjötneyslu, eða notkun jarðefnaeldsneytis, virk kerfi sem að draga úr notkuninni eða neyslunni. Það sem við höfum gert varðandi jarðefnaeldsneytið núna er bara að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum en við höfum ekki gert neitt til þess að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti í raun og veru. Þannig að endurnýjanlegu orkugjafarnir eru í mjög ósanngjarnri samkeppni við jarðefnaeldsneytið, sem er rosalega ódýrt, fær jafnvel ríkisniðurgreiðslu.“

Hið sama gildi um kjötið, eins lengi og ekkert sé að gert breytist staðan ekki. Hins vegar sé ekki flókið að grípa strax til aðgerða. „Það er til dæmis hægt að draga úr ríkisniðurgreiðslu, það er bara fyrsta skrefið. Síðan hefur verið rætt um kjötskatt en það er mjög skrýtið að ræða um kjötskatt þegar ríkið er að greiða niður framleiðslu á kjöti. Svo er bara að fræða fólk og hvetja til neyslu á hollari afurðum. Við erum ekki að tala um að fólk þurfi að hætta að borða kjöt en það þarf að draga all verulega úr því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár