Vigdís Hauksdóttir birtir trúnaðargögn um málefni borgarstarfsmanns og segir njósnað um sig

Vig­dís Hauks­dótt­ir seg­ir Stefán Ei­ríks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra og nú borg­ar­rit­ara, taka þátt í njósn­um um sig og birt­ir trún­að­ar­gögn vegna kvart­ana starfs­manns á Face­book-síðu sinni.

Vigdís Hauksdóttir birtir trúnaðargögn um málefni borgarstarfsmanns og segir njósnað um sig

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, birtir í dag 38 myndir af gögnum bráðabirgðaverkferlis vegna kvartana starfsmanns Ráðhússins um einelti af hennar hálfu. Hluti skjalanna eru merkt „trúnaðarmál“. Segir hún að njósnað hafi verið um sig og að Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, „vinni vel fyrir meirihlutann“ í málinu.

„Hér er hluti af geggjuninni sem á sér stað í ráðhúsinu,“ skrifar Vigdís á Facebook. „Það er búið að njósna/rannsaka mig í tætlur. Praktískt að hafa fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins með sér í liði. Hann hefur þegar sagt að hann vilji ekki vinna fyrir mig sem borgarritari - en vissulega vinnur hann vel fyrir Dag og co ...!!!“

Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, telur sig hafa setið undir „árásum á starfsheiður sinn og æru“ frá tilteknum borgarfulltrúum og einkum Vigdísi, að því kemur fram í eineltiskvörtun til borgarritara frá lögmanni hennar, Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur. Eineltis- og áreitniteymi Ráðhússins hefur verið kallað saman vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár