Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vigdís Hauksdóttir birtir trúnaðargögn um málefni borgarstarfsmanns og segir njósnað um sig

Vig­dís Hauks­dótt­ir seg­ir Stefán Ei­ríks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra og nú borg­ar­rit­ara, taka þátt í njósn­um um sig og birt­ir trún­að­ar­gögn vegna kvart­ana starfs­manns á Face­book-síðu sinni.

Vigdís Hauksdóttir birtir trúnaðargögn um málefni borgarstarfsmanns og segir njósnað um sig

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, birtir í dag 38 myndir af gögnum bráðabirgðaverkferlis vegna kvartana starfsmanns Ráðhússins um einelti af hennar hálfu. Hluti skjalanna eru merkt „trúnaðarmál“. Segir hún að njósnað hafi verið um sig og að Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, „vinni vel fyrir meirihlutann“ í málinu.

„Hér er hluti af geggjuninni sem á sér stað í ráðhúsinu,“ skrifar Vigdís á Facebook. „Það er búið að njósna/rannsaka mig í tætlur. Praktískt að hafa fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins með sér í liði. Hann hefur þegar sagt að hann vilji ekki vinna fyrir mig sem borgarritari - en vissulega vinnur hann vel fyrir Dag og co ...!!!“

Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, telur sig hafa setið undir „árásum á starfsheiður sinn og æru“ frá tilteknum borgarfulltrúum og einkum Vigdísi, að því kemur fram í eineltiskvörtun til borgarritara frá lögmanni hennar, Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur. Eineltis- og áreitniteymi Ráðhússins hefur verið kallað saman vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár