Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, birtir í dag 38 myndir af gögnum bráðabirgðaverkferlis vegna kvartana starfsmanns Ráðhússins um einelti af hennar hálfu. Hluti skjalanna eru merkt „trúnaðarmál“. Segir hún að njósnað hafi verið um sig og að Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, „vinni vel fyrir meirihlutann“ í málinu.
„Hér er hluti af geggjuninni sem á sér stað í ráðhúsinu,“ skrifar Vigdís á Facebook. „Það er búið að njósna/rannsaka mig í tætlur. Praktískt að hafa fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins með sér í liði. Hann hefur þegar sagt að hann vilji ekki vinna fyrir mig sem borgarritari - en vissulega vinnur hann vel fyrir Dag og co ...!!!“
Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, telur sig hafa setið undir „árásum á starfsheiður sinn og æru“ frá tilteknum borgarfulltrúum og einkum Vigdísi, að því kemur fram í eineltiskvörtun til borgarritara frá lögmanni hennar, Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur. Eineltis- og áreitniteymi Ráðhússins hefur verið kallað saman vegna málsins.
Athugasemdir