Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vigdís Hauksdóttir birtir trúnaðargögn um málefni borgarstarfsmanns og segir njósnað um sig

Vig­dís Hauks­dótt­ir seg­ir Stefán Ei­ríks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra og nú borg­ar­rit­ara, taka þátt í njósn­um um sig og birt­ir trún­að­ar­gögn vegna kvart­ana starfs­manns á Face­book-síðu sinni.

Vigdís Hauksdóttir birtir trúnaðargögn um málefni borgarstarfsmanns og segir njósnað um sig

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, birtir í dag 38 myndir af gögnum bráðabirgðaverkferlis vegna kvartana starfsmanns Ráðhússins um einelti af hennar hálfu. Hluti skjalanna eru merkt „trúnaðarmál“. Segir hún að njósnað hafi verið um sig og að Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, „vinni vel fyrir meirihlutann“ í málinu.

„Hér er hluti af geggjuninni sem á sér stað í ráðhúsinu,“ skrifar Vigdís á Facebook. „Það er búið að njósna/rannsaka mig í tætlur. Praktískt að hafa fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins með sér í liði. Hann hefur þegar sagt að hann vilji ekki vinna fyrir mig sem borgarritari - en vissulega vinnur hann vel fyrir Dag og co ...!!!“

Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, telur sig hafa setið undir „árásum á starfsheiður sinn og æru“ frá tilteknum borgarfulltrúum og einkum Vigdísi, að því kemur fram í eineltiskvörtun til borgarritara frá lögmanni hennar, Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur. Eineltis- og áreitniteymi Ráðhússins hefur verið kallað saman vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár