„Þetta er yndislegur vináttuvottur frá manni sem hefur aldrei hitt okkur og vissi ekki einu sinni að við værum til fyrr en fyrir örfáum mánuðum síðan,“ segir hin skoska Astraea Jill Robertson, Jill, sem fékk á dögunum óvænt símtal frá ókunnugum manni í Noregi sem hafði lesið um harmþrungna fjölskyldusögu hennar í Stundinni – sögu móður hennar og ömmu þeirra Catherine Öldu Laurens Weatherstone, Cathie, og Áslaugar Sívertsen. Áslaug eignaðist Cathie á laun úti í Skotlandi árið 1929 og kom henni í fóstur hjá vinafólki. Þær héldu hins vegar alla tíð nánu sambandi, þrátt fyrir að sannleikurinn um tengsl þeirra væri eitthvað sem enginn hafði hátt um á meðan þær voru báðar á lífi. Afkomendur Cathie hafa furðað sig á því að Áslaug hafi ekki getið einkadóttur sinnar í erfðaskrá.

Athugasemdir