Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

Breyt­inga­til­laga Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar um lækk­un launa ráð­herra var felld þeg­ar frum­varp vegna brott­falls laga um kjara­ráð var af­greitt í dag. Bjarni Bene­dikts­son sagði að með rök­um Sig­mund­ar mætti segja að hann hefði stofn­að Mið­flokk­inn til að hækka í laun­um.

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
Felldu breytingatillögu Sigmundar Berytingatillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við afgreiðslu frumvarps um brottfall laga um Kjararáð hefði gert hann launahærri en ráðherra. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram breytingatillögu við frumvarp vegna brottfalls laga um kjararáð, þess efnis að laun ráðherra lækkuðu um rúm 20 prósent, til að þau yrðu nær launum alþingismanna. Með tillögunni hefðu ráðherrar orðið lægri í launum en formenn stjórnmálaflokka, þar með talinn hann sjálfur. Tillagan var felld í dag og greiddu einungis þingmenn Miðflokksins atkvæði með henni.

Sigmundur Davíð sagði í umræðum um málið á Alþingi í dag að tillaga hans snérist ekki aðeins um að jafna laun löggjafar- og framkvæmdavaldsins „heldur einnig að draga úr líkum á því að einhverjir flokkar kynnu að gefa eftir stefnu sína, grundvallarsjónarmið og kosningaloforð, til þess eins að ná í fáeina ráðherrastóla.“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, benti á að formenn stjórnmálaflokka fengju allir álag á laun sín til að vera jafnsettir ráðherrum. „Það er þess vegna stórundarlegt að hlusta hérna á umræðu um það að það sé slíkur launamunur hjá ráðherrum og hinum sem eru í þinginu að það sé sérstakur hvati í því fólginn að kasta frá sér stefnumálum sínum og mynda ríkisstjórn til að tryggja sér betri kjör,“ sagði Bjarni.

„Með þessum rökum væri alveg eins hægt að segja að álagsgreiðslan til formanna væri sérstakur hvati til þess að stofna nýjan stjórnmálaflokk og gerast í honum formaður og ná sér þannig í greiðsluna,“ sagði Bjarni við Sigmund Davíð og uppskar hlátur þingmanna. „En ég mundi ekki halda því fram að einhver mundi gera það nokkurn tímann.“

Sigmundur Davíð fór aftur í pontu og sagði að skoða þyrfti laun formanna stjórnmálaflokka í kjölfarið, en þau falli ekki undir þessa afgreiðslu. Samkvæmt tillögunni hefðu laun forsætisráðherra lækkað úr 2.021.825 kr. í 1.596.731 kr. og laun annarra ráðherra úr 1.826.273 í 1.431.552 kr. Laun almennra ráðherra hefðu þannig orðið lægri en til dæmis ráðuneytisstjóra, ríkissáttasemjara og saksóknara.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði frumvarpið vera afrakstur mikillar samvinnu um málið eftir að Kjararáð var lagt niður. „Ég verð að segja það að ég gef lítið fyrir breytingartillögu sem hér er lögð fram, fyrst og fremst í þágu mælskulistar, til þess að varpa hér rýrð á þá sem sitja sem ráðherrar og gefa í skyn að þeirra heilindi séu ekki næg í starfinu og að allt snúist þetta um launatölur,“ sagði Katrín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár