Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

Breyt­inga­til­laga Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar um lækk­un launa ráð­herra var felld þeg­ar frum­varp vegna brott­falls laga um kjara­ráð var af­greitt í dag. Bjarni Bene­dikts­son sagði að með rök­um Sig­mund­ar mætti segja að hann hefði stofn­að Mið­flokk­inn til að hækka í laun­um.

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
Felldu breytingatillögu Sigmundar Berytingatillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við afgreiðslu frumvarps um brottfall laga um Kjararáð hefði gert hann launahærri en ráðherra. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram breytingatillögu við frumvarp vegna brottfalls laga um kjararáð, þess efnis að laun ráðherra lækkuðu um rúm 20 prósent, til að þau yrðu nær launum alþingismanna. Með tillögunni hefðu ráðherrar orðið lægri í launum en formenn stjórnmálaflokka, þar með talinn hann sjálfur. Tillagan var felld í dag og greiddu einungis þingmenn Miðflokksins atkvæði með henni.

Sigmundur Davíð sagði í umræðum um málið á Alþingi í dag að tillaga hans snérist ekki aðeins um að jafna laun löggjafar- og framkvæmdavaldsins „heldur einnig að draga úr líkum á því að einhverjir flokkar kynnu að gefa eftir stefnu sína, grundvallarsjónarmið og kosningaloforð, til þess eins að ná í fáeina ráðherrastóla.“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, benti á að formenn stjórnmálaflokka fengju allir álag á laun sín til að vera jafnsettir ráðherrum. „Það er þess vegna stórundarlegt að hlusta hérna á umræðu um það að það sé slíkur launamunur hjá ráðherrum og hinum sem eru í þinginu að það sé sérstakur hvati í því fólginn að kasta frá sér stefnumálum sínum og mynda ríkisstjórn til að tryggja sér betri kjör,“ sagði Bjarni.

„Með þessum rökum væri alveg eins hægt að segja að álagsgreiðslan til formanna væri sérstakur hvati til þess að stofna nýjan stjórnmálaflokk og gerast í honum formaður og ná sér þannig í greiðsluna,“ sagði Bjarni við Sigmund Davíð og uppskar hlátur þingmanna. „En ég mundi ekki halda því fram að einhver mundi gera það nokkurn tímann.“

Sigmundur Davíð fór aftur í pontu og sagði að skoða þyrfti laun formanna stjórnmálaflokka í kjölfarið, en þau falli ekki undir þessa afgreiðslu. Samkvæmt tillögunni hefðu laun forsætisráðherra lækkað úr 2.021.825 kr. í 1.596.731 kr. og laun annarra ráðherra úr 1.826.273 í 1.431.552 kr. Laun almennra ráðherra hefðu þannig orðið lægri en til dæmis ráðuneytisstjóra, ríkissáttasemjara og saksóknara.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði frumvarpið vera afrakstur mikillar samvinnu um málið eftir að Kjararáð var lagt niður. „Ég verð að segja það að ég gef lítið fyrir breytingartillögu sem hér er lögð fram, fyrst og fremst í þágu mælskulistar, til þess að varpa hér rýrð á þá sem sitja sem ráðherrar og gefa í skyn að þeirra heilindi séu ekki næg í starfinu og að allt snúist þetta um launatölur,“ sagði Katrín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár