Dæmi eru um að rútubílstjórar vinni í meira en tvær vikur án hvíldardags. Þetta segir Anthony McCrindle, skoskur bifreiðarstjóri, sem segist hafa brotnað niður þegar annar rútubílstjóri keyrði á hann í kjölfar rifrildis á bifreiðastæði við Öskjuhlíðina. Talsmaður fyrirtækisins hafnar því að bílstjórar vinni ólöglega lengi og segir brottreksturinn réttmætan.
Anthony kom til Íslands haustið 2017 til að vinna í ferðamannabransanum, en segir kerfið á Íslandi hafa brugðist sér. Hann á langa sögu af þunglyndi og áfengisfíkn og bíður nú í von og óvon eftir lausn sinna mála eftir margra mánaða heimilisleysi.
Það var 1. desember á síðasta ári sem Anthony segist hafa verið boðaður til vinnu þegar hann átti að vera í fríi. Lengst hafi hann unnið 10 daga í röð, mun lengur en er leyfilegt samkvæmt lögum. „Ég átti í raun engan pening og ákvað að nota þann litla sem ég hafði í bensín til að komast í …
Athugasemdir