Brunavarnir Suðurnesja réðu fjögur í föst störf sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í apríl. Öll voru með löggildingu sem slík nema einn, sem er tengdasonur bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Slökkviliðsstjóri segir ráðninguna eðlilega.
Stöðurnar fjórar voru einungis auglýstar innanhúss. Einn annar umsækjandi, sem ekki vinnur hjá Brunavörnum Suðurnesja, hefur löggildingu sem slökkviliðsmaður, en umsókn hans var ekki tekin til greina.
„Við erum að ráða menn úr hlutastarfi í fasta framtíðarstöðu,“ segir Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri. „Við erum með tuttugu manna hóp sem eru hlutastarfandi slökkviliðsmenn og þeir hafa forgang í stöður sem losna. Það er ráðið innan úr hópnum, þannig hefur það verið í fjöldamörg ár.“
Jón segir öll fjögur sem ráðin voru hafa verið í varaliði slökkviliðsins. „Þið hafið ekki séð í mörg ár og áratugi auglýsingu frá Brunavörnum Suðurnesja þar sem er auglýst eftir slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum í fullt starf,“ segir hann. „Þetta er aðferðarfræði, því við …
Athugasemdir