Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Umdeildar ákvarðanir slökkviliðsstjórans

Jón Guð­laugs­son slökkvi­liðs­stjóri Bruna­varna Suð­ur­nesja er mjög um­deild­ur með­al bæði slökkvi­liðs­manna sem og stjórn­ar­manna. Má þar nefna mik­inn kostn­að við yf­ir­vinnu, bíla­hlunn­indi Jóns, ráðn­ingu skyld­menna hans í stöð­ur hjá slökkvi­lið­inu og van­skil á fé­lags­gjöld­um varaliðs­manna.

Umdeildar ákvarðanir slökkviliðsstjórans

Brunavarnir Suðurnesja hafa sætt harðri gagnrýni undanfarin misseri og þá sér lagi vegna meints bruðls. Sú gagnrýni beinist aðallega að slökkviliðsstjóranum Jóni Guðlaugssyni. Má þar nefna mikinn kostnað við yfirvinnu, bílahlunnindi Jóns, ráðningu skyldmenna hans í stöður hjá slökkviliðinu og vanskil á félagsgjöldum varaliðsmanna. Samkvæmt heimildum Stundarinnar á Suðurnesjum eru ákvarðanir Jóns Guðlaugssonar sem stjórnanda umdeildar innan slökkviliðsins sem og í stjórn Brunavarna Suðurnesja. Þrátt fyrir að gagnrýni beinist mikið að ýmsum ákvörðunum hans vildi Jón ekki tjá sig efnislega um þessa gagnrýni í samtali við Stundina.  

40 milljónir í yfirvinnu

Síðasta stjórn Brunavarna kallaði eftir óháðu mati á stöðu slökkviliðsins og fékkst ráðgjafar­fyrirtæki KPMG í það verk. Skýrsla KPMG um rekstur Brunavarna Suðurnesja dregur upp dökka mynd. DV hefur áður fjallað um þessa sömu skýrslu en í þeirri frétt kemur fram að fjölmiðlinum hafi ekki borist skýrslan í heild sinni, það vantaði fjórar öftustu síður skýrslunnar. Á þessum fjórum síðum komu fram tillögur KPMG til úrbóta í rekstri slökkviliðsins.

Stundin hefur undir höndum skýrsluna í heild sinni. Í skýrslu KPMG er birtur gífurlegur kostnaður vegna yfirvinnu árið 2013 sem var í heild 40 milljónir króna. Fram kemur að aðeins þrír starfsmenn séu á fastri yfirvinnu. Það eru topparnir þrír í slökkviliðinu; Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri, Sigurður Skarphéðinsson aðstoðarslökkviliðsstjóri og Ómar Ingimarsson aðalvarðstjóri. Að sögn heimilda Stundarinnar innan slökkviliðsins má telja líklegt að nokkuð stór hluti þessara 40 milljóna renni til þeirra sem hafi fasta yfirvinnu þar sem yfirvinna almennra slökkviliðsmanna sé ekki svo mikil.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár