Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Umdeildar ákvarðanir slökkviliðsstjórans

Jón Guð­laugs­son slökkvi­liðs­stjóri Bruna­varna Suð­ur­nesja er mjög um­deild­ur með­al bæði slökkvi­liðs­manna sem og stjórn­ar­manna. Má þar nefna mik­inn kostn­að við yf­ir­vinnu, bíla­hlunn­indi Jóns, ráðn­ingu skyld­menna hans í stöð­ur hjá slökkvi­lið­inu og van­skil á fé­lags­gjöld­um varaliðs­manna.

Umdeildar ákvarðanir slökkviliðsstjórans

Brunavarnir Suðurnesja hafa sætt harðri gagnrýni undanfarin misseri og þá sér lagi vegna meints bruðls. Sú gagnrýni beinist aðallega að slökkviliðsstjóranum Jóni Guðlaugssyni. Má þar nefna mikinn kostnað við yfirvinnu, bílahlunnindi Jóns, ráðningu skyldmenna hans í stöður hjá slökkviliðinu og vanskil á félagsgjöldum varaliðsmanna. Samkvæmt heimildum Stundarinnar á Suðurnesjum eru ákvarðanir Jóns Guðlaugssonar sem stjórnanda umdeildar innan slökkviliðsins sem og í stjórn Brunavarna Suðurnesja. Þrátt fyrir að gagnrýni beinist mikið að ýmsum ákvörðunum hans vildi Jón ekki tjá sig efnislega um þessa gagnrýni í samtali við Stundina.  

40 milljónir í yfirvinnu

Síðasta stjórn Brunavarna kallaði eftir óháðu mati á stöðu slökkviliðsins og fékkst ráðgjafar­fyrirtæki KPMG í það verk. Skýrsla KPMG um rekstur Brunavarna Suðurnesja dregur upp dökka mynd. DV hefur áður fjallað um þessa sömu skýrslu en í þeirri frétt kemur fram að fjölmiðlinum hafi ekki borist skýrslan í heild sinni, það vantaði fjórar öftustu síður skýrslunnar. Á þessum fjórum síðum komu fram tillögur KPMG til úrbóta í rekstri slökkviliðsins.

Stundin hefur undir höndum skýrsluna í heild sinni. Í skýrslu KPMG er birtur gífurlegur kostnaður vegna yfirvinnu árið 2013 sem var í heild 40 milljónir króna. Fram kemur að aðeins þrír starfsmenn séu á fastri yfirvinnu. Það eru topparnir þrír í slökkviliðinu; Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri, Sigurður Skarphéðinsson aðstoðarslökkviliðsstjóri og Ómar Ingimarsson aðalvarðstjóri. Að sögn heimilda Stundarinnar innan slökkviliðsins má telja líklegt að nokkuð stór hluti þessara 40 milljóna renni til þeirra sem hafi fasta yfirvinnu þar sem yfirvinna almennra slökkviliðsmanna sé ekki svo mikil.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár