Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Umdeildar ákvarðanir slökkviliðsstjórans

Jón Guð­laugs­son slökkvi­liðs­stjóri Bruna­varna Suð­ur­nesja er mjög um­deild­ur með­al bæði slökkvi­liðs­manna sem og stjórn­ar­manna. Má þar nefna mik­inn kostn­að við yf­ir­vinnu, bíla­hlunn­indi Jóns, ráðn­ingu skyld­menna hans í stöð­ur hjá slökkvi­lið­inu og van­skil á fé­lags­gjöld­um varaliðs­manna.

Umdeildar ákvarðanir slökkviliðsstjórans

Brunavarnir Suðurnesja hafa sætt harðri gagnrýni undanfarin misseri og þá sér lagi vegna meints bruðls. Sú gagnrýni beinist aðallega að slökkviliðsstjóranum Jóni Guðlaugssyni. Má þar nefna mikinn kostnað við yfirvinnu, bílahlunnindi Jóns, ráðningu skyldmenna hans í stöður hjá slökkviliðinu og vanskil á félagsgjöldum varaliðsmanna. Samkvæmt heimildum Stundarinnar á Suðurnesjum eru ákvarðanir Jóns Guðlaugssonar sem stjórnanda umdeildar innan slökkviliðsins sem og í stjórn Brunavarna Suðurnesja. Þrátt fyrir að gagnrýni beinist mikið að ýmsum ákvörðunum hans vildi Jón ekki tjá sig efnislega um þessa gagnrýni í samtali við Stundina.  

40 milljónir í yfirvinnu

Síðasta stjórn Brunavarna kallaði eftir óháðu mati á stöðu slökkviliðsins og fékkst ráðgjafar­fyrirtæki KPMG í það verk. Skýrsla KPMG um rekstur Brunavarna Suðurnesja dregur upp dökka mynd. DV hefur áður fjallað um þessa sömu skýrslu en í þeirri frétt kemur fram að fjölmiðlinum hafi ekki borist skýrslan í heild sinni, það vantaði fjórar öftustu síður skýrslunnar. Á þessum fjórum síðum komu fram tillögur KPMG til úrbóta í rekstri slökkviliðsins.

Stundin hefur undir höndum skýrsluna í heild sinni. Í skýrslu KPMG er birtur gífurlegur kostnaður vegna yfirvinnu árið 2013 sem var í heild 40 milljónir króna. Fram kemur að aðeins þrír starfsmenn séu á fastri yfirvinnu. Það eru topparnir þrír í slökkviliðinu; Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri, Sigurður Skarphéðinsson aðstoðarslökkviliðsstjóri og Ómar Ingimarsson aðalvarðstjóri. Að sögn heimilda Stundarinnar innan slökkviliðsins má telja líklegt að nokkuð stór hluti þessara 40 milljóna renni til þeirra sem hafi fasta yfirvinnu þar sem yfirvinna almennra slökkviliðsmanna sé ekki svo mikil.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár