Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björgólfur um ákæruna í Frakklandi: „Ég bara vissi ekki að þetta væri komið“

Björgólf­ur Guð­munds­son seg­ist ekki hafa vit­að af því að ákæra sem hann sæt­ir í Frakklandi fyr­ir svik gegn eldri borg­ur­um í gegn­um Lands­bank­ann í Lúx­em­borg fyr­ir hrun væri kom­in fram. „Ég ætla að fá að hugsa þetta.“

Björgólfur um ákæruna í Frakklandi: „Ég bara vissi ekki að þetta væri komið“

Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður og eigandi Landsbankans, segist þurfa að skoða betur ákæru gegn sér fyrir áfrýjunardómstólnum í París áður en hann veitir fjölmiðlum svör. Saksóknarar lögðu fram skýrslu sína á föstudag.

Málið varðar lánveitingar Landsbankans í Lúxemborg til eldri borgara rétt fyrir hrun, sem kallað er Ponzi-svindl í gögnum ákæruvaldsins, sem Stundin hefur undir höndum. Saksóknarar fara fram á fimm ára fangelsisdóm yfir Björgólfi, hámarksrefsingu samkvæmt frönskum lögum, og 375.000 evra sekt, eða andvirði 52 milljóna króna. Er hann sagður höfuðpaurinn í málinu.

„Ég ætla að fá að hugsa þetta, ég er ekki farinn að skoða þetta sjálfur,“ segir Björgólfur í samtali við Stundina. „Ég bara vissi ekki að þetta væri komið. Ég skoða málið.“

„Ég bara vissi ekki að þetta væri komið“

Landsbankinn í Lúxemborg veitti lán til lífeyrisþega skömmu fyrir hrun, svokölluð „equity release“ lán, en lánþegar telja lánveitingarnar hafa verið eina stóra svikamyllu. Lánin voru veitt gegn veðum í fasteignum þeirra, en þeir fengu aðeins hluta lánsfjár greiddan út. Restin var sett í fjárfestingar hjá Landsbankanum í Lúxemborg sem áttu að skila að minnsta kosti nægri ávöxtun til að greiða vaxtakostnaðinn af láninu. Saksóknarar telja að eignirnar hafi verið metnar of hátt, lánveitingarnar verið umfram raunverulegt virði þeirra, fjármunirnir hafi verið notaðir í annað en lofað var og stjórnendur bankans hafi gefið rangar upplýsingar um stöðu hans fyrir hrun.

„Eignir lántakenda voru sannarlega gleyptar af stjórn Landsbankans, sem gefur fyrirkomulaginu ásýnd sem minnir á Ponzi-svindl,“ segir í skjölum ákæruvaldsins. „Í þessu máli starfaði bankinn eins og lénskerfi, peningar fjárfesta voru notaðir til þess að ýta undir falskt gjaldþol bankans, sem gat þar með haldið áfram að veita lán, helst í þágu Björgólfs Guðmundssonar og fjölskyldu hans.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár