Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi

Sak­sókn­ar­ar segja Björgólf Guð­munds­son og Lands­bank­ann í Lúx­em­borg hafa rek­ið Ponzi-svindl gagn­vart eldri borg­ur­um fyr­ir hrun. Far­ið er fram á há­marks­refs­ingu gagn­vart Björgólfi fyr­ir áfrýj­un­ar­dóm­stóli í Par­ís, sam­kvæmt gögn­um máls­ins sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi
Farið fram á fangelsisdóm Saksóknarar í Frakklandi hafa farið fram á að Björgólfur Guðmundsson verði dæmdur í fangelsi, sökum þess að hann hafi staðið að lánveitingum til eldri borgara í gegnum Landsbankann fyrir hrun, sem í raun hafi verið svindl. Mynd: Geirix / Pressphotos.biz

Saksóknarar í Frakklandi hafa farið fram á hámarksrefsingu yfir Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbankans, fyrir áfrýjunardómstólnum í París. Málið varðar lánveitingar Landsbankans í Lúxemborg til eldri borgara rétt fyrir hrun, sem kallað er Ponzi-svindl í gögnum ákæruvaldsins, sem Stundin hefur undir höndum.

Landsbankinn í Lúxemborg veitti lán til lífeyrisþega skömmu fyrir hrun, svokölluð „equity release“ lán, en lánþegar telja lánveitingarnar hafa verið eina stóra svikamyllu. Lánin voru veitt gegn veðum í fasteignum þeirra, en þeir fengu aðeins hluta lánsfjár greiddan út. Restin var sett í fjárfestingar hjá Landsbankanum í Lúxemborg sem áttu að skila að minnsta kosti nægri ávöxtun til að greiða vaxtakostnaðinn af láninu. Saksóknarar telja að eignirnar hafi verið metnar of hátt, lánveitingarnar verið umfram raunverulegt virði þeirra, fjármunirnir hafi verið notaðir í annað en lofað var og stjórnendur bankans hafi gefið rangar upplýsingar um stöðu hans fyrir hrun.

Björgólfur Guðmundsson er sagður höfuðpaurinn í málinu, en hann var formaður bankaráðs og stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun. Ásamt syni sínum, Björgólfi Thor Björgólfssyni, átti hann formlega um 40% í bankanum, en í reynd 50% vegna eignarhalds bankans á eigin bréfum í gegnum aflandsfélög. Saksóknarar fara fram á fimm ára fangelsisdóm, hámarksrefsingu samkvæmt frönskum lögum, og 375.000 evra sekt, eða andvirði 52 milljóna króna.

„Eignir lántakenda voru sannarlega gleyptar af stjórn Landsbankans, sem gefur fyrirkomulaginu ásýnd sem minnir á Ponzi-svindl,“ segir í skjölum ákæruvaldsins. „Í þessu máli starfaði bankinn eins og lénskerfi, peningar fjárfesta voru notaðir til þess að ýta undir falskt gjaldþol bankans, sem gat þar með haldið áfram að veita lán, helst í þágu Björgólfs Guðmundssonar og fjölskyldu hans.“

„Eignir lántakenda voru sannarlega gleyptar af stjórn Landsbankans, sem gefur fyrirkomulaginu ásýnd sem minnir á Ponzi-svindl“

Í skjölunum er Björgólfi líkt við Bernie Madoff, frægan bandarískan fjárfesti, sem hlaut hámarksdóm vestanhafs árið 2009 fyrir Ponzi-svindl. Bent er á að hann hafi verið helsti lántakandinn hjá eigin banka og hafi vitað allt um stöðu lánasafns bankans. Hann hafi vitað af „equity release“ lánunum og valið menn í stöður. Hann hafi verið sá sem helst hefði getað hagnast og hann þurfi því að sakfella. Björgólfur var lýstur gjaldþrota árið 2009.

Bernie Madoff

Þá er farið fram á að Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður Landsbankans í Lúxemborg, hljóti þriggja ára skilorðsbundinn dóm og 50.000 evra sekt, andvirði sjö milljóna króna. Auk þeirra er farið fram á skilorðsbundið fangelsi gagnvart fjórum öðrum starfsmönnum; Olle Lindfors, Torben Jensen, Morten Nielsen og Vincent Failly.

Allir sem ákærðir voru í málinu voru sýknaðir haustið 2017, en málið er nú hjá áfrýjunardómstólnum. Fallið var frá ákæru gagnvart þremur öðrum sem upphaflega voru taldir aðilar að málinu. Saksóknarar lögðu fram skýrslu sína á föstudag þar sem aðilarnir eru sagðir hafa blekkt um hundrað manns, en á þriðja tug lántakenda hafi látist frá því málið kom upp. Eva Joly rannsóknardómari er einn lögmanna þeirra í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár