Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi

Sak­sókn­ar­ar segja Björgólf Guð­munds­son og Lands­bank­ann í Lúx­em­borg hafa rek­ið Ponzi-svindl gagn­vart eldri borg­ur­um fyr­ir hrun. Far­ið er fram á há­marks­refs­ingu gagn­vart Björgólfi fyr­ir áfrýj­un­ar­dóm­stóli í Par­ís, sam­kvæmt gögn­um máls­ins sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Frakkar vilja Björgólf í 5 ára fangelsi
Farið fram á fangelsisdóm Saksóknarar í Frakklandi hafa farið fram á að Björgólfur Guðmundsson verði dæmdur í fangelsi, sökum þess að hann hafi staðið að lánveitingum til eldri borgara í gegnum Landsbankann fyrir hrun, sem í raun hafi verið svindl. Mynd: Geirix / Pressphotos.biz

Saksóknarar í Frakklandi hafa farið fram á hámarksrefsingu yfir Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbankans, fyrir áfrýjunardómstólnum í París. Málið varðar lánveitingar Landsbankans í Lúxemborg til eldri borgara rétt fyrir hrun, sem kallað er Ponzi-svindl í gögnum ákæruvaldsins, sem Stundin hefur undir höndum.

Landsbankinn í Lúxemborg veitti lán til lífeyrisþega skömmu fyrir hrun, svokölluð „equity release“ lán, en lánþegar telja lánveitingarnar hafa verið eina stóra svikamyllu. Lánin voru veitt gegn veðum í fasteignum þeirra, en þeir fengu aðeins hluta lánsfjár greiddan út. Restin var sett í fjárfestingar hjá Landsbankanum í Lúxemborg sem áttu að skila að minnsta kosti nægri ávöxtun til að greiða vaxtakostnaðinn af láninu. Saksóknarar telja að eignirnar hafi verið metnar of hátt, lánveitingarnar verið umfram raunverulegt virði þeirra, fjármunirnir hafi verið notaðir í annað en lofað var og stjórnendur bankans hafi gefið rangar upplýsingar um stöðu hans fyrir hrun.

Björgólfur Guðmundsson er sagður höfuðpaurinn í málinu, en hann var formaður bankaráðs og stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun. Ásamt syni sínum, Björgólfi Thor Björgólfssyni, átti hann formlega um 40% í bankanum, en í reynd 50% vegna eignarhalds bankans á eigin bréfum í gegnum aflandsfélög. Saksóknarar fara fram á fimm ára fangelsisdóm, hámarksrefsingu samkvæmt frönskum lögum, og 375.000 evra sekt, eða andvirði 52 milljóna króna.

„Eignir lántakenda voru sannarlega gleyptar af stjórn Landsbankans, sem gefur fyrirkomulaginu ásýnd sem minnir á Ponzi-svindl,“ segir í skjölum ákæruvaldsins. „Í þessu máli starfaði bankinn eins og lénskerfi, peningar fjárfesta voru notaðir til þess að ýta undir falskt gjaldþol bankans, sem gat þar með haldið áfram að veita lán, helst í þágu Björgólfs Guðmundssonar og fjölskyldu hans.“

„Eignir lántakenda voru sannarlega gleyptar af stjórn Landsbankans, sem gefur fyrirkomulaginu ásýnd sem minnir á Ponzi-svindl“

Í skjölunum er Björgólfi líkt við Bernie Madoff, frægan bandarískan fjárfesti, sem hlaut hámarksdóm vestanhafs árið 2009 fyrir Ponzi-svindl. Bent er á að hann hafi verið helsti lántakandinn hjá eigin banka og hafi vitað allt um stöðu lánasafns bankans. Hann hafi vitað af „equity release“ lánunum og valið menn í stöður. Hann hafi verið sá sem helst hefði getað hagnast og hann þurfi því að sakfella. Björgólfur var lýstur gjaldþrota árið 2009.

Bernie Madoff

Þá er farið fram á að Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður Landsbankans í Lúxemborg, hljóti þriggja ára skilorðsbundinn dóm og 50.000 evra sekt, andvirði sjö milljóna króna. Auk þeirra er farið fram á skilorðsbundið fangelsi gagnvart fjórum öðrum starfsmönnum; Olle Lindfors, Torben Jensen, Morten Nielsen og Vincent Failly.

Allir sem ákærðir voru í málinu voru sýknaðir haustið 2017, en málið er nú hjá áfrýjunardómstólnum. Fallið var frá ákæru gagnvart þremur öðrum sem upphaflega voru taldir aðilar að málinu. Saksóknarar lögðu fram skýrslu sína á föstudag þar sem aðilarnir eru sagðir hafa blekkt um hundrað manns, en á þriðja tug lántakenda hafi látist frá því málið kom upp. Eva Joly rannsóknardómari er einn lögmanna þeirra í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár