Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ásmundur óttast að hælisleitandi hafi haft eitthvað illt í hyggju

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins full­yrð­ir að fólk sem býr ná­lægt hæl­is­leit­end­um á Ás­brú hafi „mátt þola nafn­laus­ar hring­ing­ar og hót­an­ir á er­lendu tungu­máli“.

Ásmundur óttast að hælisleitandi hafi haft eitthvað illt í hyggju

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hljóti að vera verulega óþægilegt fyrir fólk sem býr nálægt hælisleitendum á Ásbrú að lesa fréttir af því að hælisleitandi hafi tekið upp á því að safna rafgeymasýru. Nágrannar hælisleitenda hafi „mátt þola nafnlausar hringingar og hótanir á erlendu tungumáli“. Þetta fullyrðir þingmaðurinn á Facebook.

Morgunblaðið sló því upp á forsíðu í gær að hælisleitandi hefði verið staðinn að því að safna sýru. Seinna um daginn birtist svo frétt á Mbl.is þar sem fram kom að Útlend­inga­stofn­un hefði ekki haft áhyggj­ur af athöfnum mannsins og lögregla hefði ekki verið kölluð til með beinum hætti. Haft var eftir yfirlögregluþjóni að hann teldi ólíklegt að hælisleitandinn hefði haft í hyggju að skaða einhvern, enda væru hælisleitendur almennt líklegri til að skaða sjálfa sig en aðra.

Ásmundur Friðriksson deilir fyrri fréttinni um málið og lýsir áhyggjum af athöfnum hælisleitandans. „Ekki dettur mér það til hugar að fallegur og góður ásetningur liggi þar að baki en kann það þó að vera að ég hafi rangt fyrir mér.“ Þá vitnar hann í nýútkomna skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem vísað er til hælisleitenda sem hafi villt á sér heimildir. „Þeir hafa sagst vera samkynhneigðir og því verið í bráðri hættu í heimalandi sínu en eru síðar staðnir að því að áreita konur hér á Íslandi. Þá hafi þeir þegið félagslega aðstoð en standa sumir hverjir í milljónatuga peningasendingum frá Íslandi til annarra landa. Hvaða þvæla er það?“ skrifar Ásmundur. „Nú hafa margir stigið fram og bent á hvað sé á seiði. Jafnvel þeir sem sóttu hvað harðast að mér þegar ég varaði við þessari þróun fyrir nokkrum árum sitja nú sömu megin við borðið. Tökum tillit til þess sem lögreglan segir og tökum mark á viðvörunum þeirra og áhyggjum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár