Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ásmundur óttast að hælisleitandi hafi haft eitthvað illt í hyggju

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins full­yrð­ir að fólk sem býr ná­lægt hæl­is­leit­end­um á Ás­brú hafi „mátt þola nafn­laus­ar hring­ing­ar og hót­an­ir á er­lendu tungu­máli“.

Ásmundur óttast að hælisleitandi hafi haft eitthvað illt í hyggju

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hljóti að vera verulega óþægilegt fyrir fólk sem býr nálægt hælisleitendum á Ásbrú að lesa fréttir af því að hælisleitandi hafi tekið upp á því að safna rafgeymasýru. Nágrannar hælisleitenda hafi „mátt þola nafnlausar hringingar og hótanir á erlendu tungumáli“. Þetta fullyrðir þingmaðurinn á Facebook.

Morgunblaðið sló því upp á forsíðu í gær að hælisleitandi hefði verið staðinn að því að safna sýru. Seinna um daginn birtist svo frétt á Mbl.is þar sem fram kom að Útlend­inga­stofn­un hefði ekki haft áhyggj­ur af athöfnum mannsins og lögregla hefði ekki verið kölluð til með beinum hætti. Haft var eftir yfirlögregluþjóni að hann teldi ólíklegt að hælisleitandinn hefði haft í hyggju að skaða einhvern, enda væru hælisleitendur almennt líklegri til að skaða sjálfa sig en aðra.

Ásmundur Friðriksson deilir fyrri fréttinni um málið og lýsir áhyggjum af athöfnum hælisleitandans. „Ekki dettur mér það til hugar að fallegur og góður ásetningur liggi þar að baki en kann það þó að vera að ég hafi rangt fyrir mér.“ Þá vitnar hann í nýútkomna skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem vísað er til hælisleitenda sem hafi villt á sér heimildir. „Þeir hafa sagst vera samkynhneigðir og því verið í bráðri hættu í heimalandi sínu en eru síðar staðnir að því að áreita konur hér á Íslandi. Þá hafi þeir þegið félagslega aðstoð en standa sumir hverjir í milljónatuga peningasendingum frá Íslandi til annarra landa. Hvaða þvæla er það?“ skrifar Ásmundur. „Nú hafa margir stigið fram og bent á hvað sé á seiði. Jafnvel þeir sem sóttu hvað harðast að mér þegar ég varaði við þessari þróun fyrir nokkrum árum sitja nú sömu megin við borðið. Tökum tillit til þess sem lögreglan segir og tökum mark á viðvörunum þeirra og áhyggjum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamálin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­mál­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár