Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Steingrímur hellti sér yfir Ingu Sæland og mærði Jóhönnu Sigurðardóttur

Vék úr stóli for­seta Al­þing­is til að veita andsvar. Sagð­ist ekki myndi sitja þegj­andi und­ir rang­færsl­um og óhróðri Ingu Sæ­land um Jó­hönnu Sig­urð­ar­dótt­ur og vinstri­stjórn­ina.

Steingrímur hellti sér yfir Ingu Sæland og mærði Jóhönnu Sigurðardóttur
Steingrímur reiður Steingrímur J. Sigfússon varð hinn reiðasti yfir ummælum Ingu Sæland á Alþingi í morgun.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sá sig knúinn til að mæta í ræðustól Alþingis nú fyrir skemmstu til að verja Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra og forsætisráðherra, og ríkisstjórn Jóhönnu og hans. Gerði Steingrímur það til að bregðast við málflutningi Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, en Steingrímur taldi hana hafa farið með ósannindi í ræðu sinni.

„Í kjölfarið á hruninu var talin ástæða til að seilast í vasa þeirra sem höllustum fæti stóðu í samfélaginu,“ sagði Inga í umræðum um félagslega aðstoð og almannatryggingar, en þar er rætt um að króna á móti krónu skerðing á ákveðnum greiðslum til öryrkja, vegna vinnutekna, verði færð niður í krónu á móti 65 aurum. Ingi hélt því fram að það hefði verið í tíð vinstri stjórnarinnar sem að króna á móti krónu skerðingin á greiðslum til öryrkja var lögð á.

Sagði Jóhönnu eiga betra skilið frá kynsystur sinni

Þessu vildi Steingrímur ekki una, vék úr stóli forseta og kallaði til varaforseta og óskaði eftir því að veita andsvar við ræðu Ingu.  „Þó ég sé hér forseti og blandi mér ógjarnan í pólitískar umræður þá sit ég ekki þegjandi undir rangfærslum og óhróðri af því tagi sem háttvirtur þingmaður Inga Sæland hafði um ríkisstjórn okkar Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er rangt að sú ríksstjórn hafi tekið upp krónu á móti krónu tengingu. Það sem rétt er er að Jóhanna Sigurðardóttir, sem félagsmálaráðherra, kom á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu og það þótti þá stórkostleg réttarbót og þar var verið að bæta kjör þess hóps sem lakast var settur og fáir virðast muna eftir í dag,“ sagði Steingrímur og var mjög mikið niðri fyrir.

Steingrímur sagði það vissulega rétt að umrædd uppbót hefði verið tekjutengd en að sama skapi hefði hún verið lögð á ofan á aðrar almennar greiðslur kerfisins til hagsbóta fyrir þá sem hefðu ellegar verið á strípuðum bótum. Bætti Steingrímur því við að hann væri orðinn ansi hugsi yfir því hvert samtök öryrkja og samtök aldraðra væru komin þegar nánast enginn talaði um þann hóp félagsmannanna sem lakast væri settur og ekkert hefði annað en strípaðar greiðslurnar.

„Á meðan ég er hér á þingi og hef málfrelsi þá sit ég ekki þegjandi undir svona löguðu. Jóhanna Sigurðardóttir, einn merkasti félagsmálaráðherrra þessarar þjóðar á annað og betra skilið frá kynsystur sínum,“ endaði Steingrímur ræðu sína og gerði það af miklum þunga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár