Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Steingrímur hellti sér yfir Ingu Sæland og mærði Jóhönnu Sigurðardóttur

Vék úr stóli for­seta Al­þing­is til að veita andsvar. Sagð­ist ekki myndi sitja þegj­andi und­ir rang­færsl­um og óhróðri Ingu Sæ­land um Jó­hönnu Sig­urð­ar­dótt­ur og vinstri­stjórn­ina.

Steingrímur hellti sér yfir Ingu Sæland og mærði Jóhönnu Sigurðardóttur
Steingrímur reiður Steingrímur J. Sigfússon varð hinn reiðasti yfir ummælum Ingu Sæland á Alþingi í morgun.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sá sig knúinn til að mæta í ræðustól Alþingis nú fyrir skemmstu til að verja Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra og forsætisráðherra, og ríkisstjórn Jóhönnu og hans. Gerði Steingrímur það til að bregðast við málflutningi Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, en Steingrímur taldi hana hafa farið með ósannindi í ræðu sinni.

„Í kjölfarið á hruninu var talin ástæða til að seilast í vasa þeirra sem höllustum fæti stóðu í samfélaginu,“ sagði Inga í umræðum um félagslega aðstoð og almannatryggingar, en þar er rætt um að króna á móti krónu skerðing á ákveðnum greiðslum til öryrkja, vegna vinnutekna, verði færð niður í krónu á móti 65 aurum. Ingi hélt því fram að það hefði verið í tíð vinstri stjórnarinnar sem að króna á móti krónu skerðingin á greiðslum til öryrkja var lögð á.

Sagði Jóhönnu eiga betra skilið frá kynsystur sinni

Þessu vildi Steingrímur ekki una, vék úr stóli forseta og kallaði til varaforseta og óskaði eftir því að veita andsvar við ræðu Ingu.  „Þó ég sé hér forseti og blandi mér ógjarnan í pólitískar umræður þá sit ég ekki þegjandi undir rangfærslum og óhróðri af því tagi sem háttvirtur þingmaður Inga Sæland hafði um ríkisstjórn okkar Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er rangt að sú ríksstjórn hafi tekið upp krónu á móti krónu tengingu. Það sem rétt er er að Jóhanna Sigurðardóttir, sem félagsmálaráðherra, kom á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu og það þótti þá stórkostleg réttarbót og þar var verið að bæta kjör þess hóps sem lakast var settur og fáir virðast muna eftir í dag,“ sagði Steingrímur og var mjög mikið niðri fyrir.

Steingrímur sagði það vissulega rétt að umrædd uppbót hefði verið tekjutengd en að sama skapi hefði hún verið lögð á ofan á aðrar almennar greiðslur kerfisins til hagsbóta fyrir þá sem hefðu ellegar verið á strípuðum bótum. Bætti Steingrímur því við að hann væri orðinn ansi hugsi yfir því hvert samtök öryrkja og samtök aldraðra væru komin þegar nánast enginn talaði um þann hóp félagsmannanna sem lakast væri settur og ekkert hefði annað en strípaðar greiðslurnar.

„Á meðan ég er hér á þingi og hef málfrelsi þá sit ég ekki þegjandi undir svona löguðu. Jóhanna Sigurðardóttir, einn merkasti félagsmálaráðherrra þessarar þjóðar á annað og betra skilið frá kynsystur sínum,“ endaði Steingrímur ræðu sína og gerði það af miklum þunga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár