Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Starfsmenn ríkisstjórnarinnar dreifa sama textanum um þriðja orkupakkann

Að minnsta kosti tveir að­stoð­ar­menn ráð­herra birta sama text­ann, sem sinn eig­in, í mis­mun­andi um­ræð­um um mál­ið á net­inu. Sama staf­setn­ing­ar­vill­an end­ur­tek­in í öll­um til­fell­um.

Starfsmenn ríkisstjórnarinnar dreifa sama textanum um þriðja orkupakkann
Nota sama textann Stuðningsfólk ríkisstjórnarinnar notast við sama texta um þriðja orkupakkann í umræðum á netinu. Textinn birtist fyrst svo eftir væri tekið á Facebook-síðu Ólafs Teits Guðnasonar, aðstoðarmanns ráðherra.

Stuðningsfólk ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur notast við sama textann í umræðum um þriðja orkupakkann  á mismunandi Facebook-síðum. Textinn birtist fyrst, svo eftir væri tekið, að kvöldi 28. maí síðastliðins á Facebook-síðu Ólafs Teits Guðnasonar, aðstoðarmanns Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherrra og dómsmálaráðherra. Síðan þá hefur textanum verið dreift víðar í rökræðum milli stuðningsfólks og andstæðinga þriðja orkupakkans.

Textann birti Ólafur Teitur sem viðbragð við skrifum Arnars Þórs Jónssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, en Arnar Þór lýsti þeirri skoðun sinni að einhliða fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld hyggðust setja myndu enga þýðingu hafa komi til þess að fjárfestar vilji leggja sæstreng á milli Íslands og Evrópu. Textinn sem Ólafur Teitur birti var eftirfarandi:

„Mér sýnist hér gæta misskilnings. Fyrivararnir [svo] lúta að heimildum ESA til að taka ákvarðanir um skilyrði og skilmála fyrir flutningi raforku þegar millilandatenging er til staðar. Þau ákvæði munu ekki eiga við nema við ákveðum að tengjast. Ekkert í 3ja orkupakkanum hróflar á nokkurn hátt við því að leyfisveitingin er sjálfstæð ákvörðun Íslendinga, eins og staðfest hefur verið af sjálfum framkvæmdastjóra orkumála ESB. Fyrirvörunum er ekki ætlað að hindra málsókn eins og þarna er haldið fram eða amk gefið í skyn. Það getur auðvitað hver sem er farið í mál ef honum sýnist svo. Valdheimildir ESA ná hins vegar ekki til ákvörðunar um að leggja strenginn, það liggur alveg fyrir. Ef menn telja sig geta knúið íslenska ríkið til að tengjast sæstreng þá hefur sú hætta verið fyrir hendi í 25 ár án þess að neinn hafi velt því fyrir sér eða talið það áhyggjuefni. Þriðji orkupakkinn breytir nákvæmlega engu þar um. Vangaveltur um að svo væri kallaði Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent við lagadeild HÍ "lögræðilega loftfimleika" á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis. Ekki eitt einasta dæmi er til um það að EES-ríki hafi verið þvingað til að tengjast streng gegn vilja sínum. Vangaveltur um að einn dýrasti og lengsti strengur heims verði sá fyrsti þar sem slíkt gerist - strengur sem auk þess hefur verið sýnt fram á að borgar sig ekki á markaðslegum forsendum - það mætti þá kannski kalla slíkar vangaveltur loftfimleika fyrir lengra komna.“

Textanum dreift og með stafsetningarvillu

Á Facebook-síðu Arnars Þórs, þar sem hann birti skoðun sína að kvöldi 27. maí, spunnust all nokkrar umræður um málið. Þorkell Sigurlaugsson athafnamaður skrifaði þar athugasemd að kvöldi 28. maí. Fyrri hluti þeirrar athugasemdar var orðrétt sá sami og Ólafur Teitur hafði skrifað á sína síðu örskömmu fyrr. Þorkell er formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins og situr einnig í allsherjar- og menntamálanefnd sama flokks.

Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi Alþingismaður og einn forsvarsmanna Orkunnar okkar, birti sama kvöld, 28. maí, hlekk á frétt um skrif Arnars Þórs á Facebook-síðu sinni. Upp úr miðnætti skrifaði Bergþóra Benediktsdóttir athugasemd við færslu Frosta. Athugasemd Bergþóru var orðrétt sú sama og fyrri hluti texta Ólafs Teits. Bergþóra er aðstoðarkona Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Þá birti Kristinn Karl Brynjarsson, 2. varaformaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins texta Ólafs Teits í heild sinni, óbreyttan, sem eigin athugasemd á síðu Halls Hallssonar fjölmiðlamanns, í umræðum um þriðja orkupakkann.

Athygli vekur að í öllum tilfellum er sama stafsetningarvillan í textanum, nefnilega að stafinn r vantar í orðið „fyrivararnir“ í upphafi annarar setningar í textanum. Því má vera ljóst að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru að dreifa sama textanum, sem sínum eigin, í mismunandi umræðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár