Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Starfsmenn ríkisstjórnarinnar dreifa sama textanum um þriðja orkupakkann

Að minnsta kosti tveir að­stoð­ar­menn ráð­herra birta sama text­ann, sem sinn eig­in, í mis­mun­andi um­ræð­um um mál­ið á net­inu. Sama staf­setn­ing­ar­vill­an end­ur­tek­in í öll­um til­fell­um.

Starfsmenn ríkisstjórnarinnar dreifa sama textanum um þriðja orkupakkann
Nota sama textann Stuðningsfólk ríkisstjórnarinnar notast við sama texta um þriðja orkupakkann í umræðum á netinu. Textinn birtist fyrst svo eftir væri tekið á Facebook-síðu Ólafs Teits Guðnasonar, aðstoðarmanns ráðherra.

Stuðningsfólk ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur notast við sama textann í umræðum um þriðja orkupakkann  á mismunandi Facebook-síðum. Textinn birtist fyrst, svo eftir væri tekið, að kvöldi 28. maí síðastliðins á Facebook-síðu Ólafs Teits Guðnasonar, aðstoðarmanns Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherrra og dómsmálaráðherra. Síðan þá hefur textanum verið dreift víðar í rökræðum milli stuðningsfólks og andstæðinga þriðja orkupakkans.

Textann birti Ólafur Teitur sem viðbragð við skrifum Arnars Þórs Jónssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, en Arnar Þór lýsti þeirri skoðun sinni að einhliða fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld hyggðust setja myndu enga þýðingu hafa komi til þess að fjárfestar vilji leggja sæstreng á milli Íslands og Evrópu. Textinn sem Ólafur Teitur birti var eftirfarandi:

„Mér sýnist hér gæta misskilnings. Fyrivararnir [svo] lúta að heimildum ESA til að taka ákvarðanir um skilyrði og skilmála fyrir flutningi raforku þegar millilandatenging er til staðar. Þau ákvæði munu ekki eiga við nema við ákveðum að tengjast. Ekkert í 3ja orkupakkanum hróflar á nokkurn hátt við því að leyfisveitingin er sjálfstæð ákvörðun Íslendinga, eins og staðfest hefur verið af sjálfum framkvæmdastjóra orkumála ESB. Fyrirvörunum er ekki ætlað að hindra málsókn eins og þarna er haldið fram eða amk gefið í skyn. Það getur auðvitað hver sem er farið í mál ef honum sýnist svo. Valdheimildir ESA ná hins vegar ekki til ákvörðunar um að leggja strenginn, það liggur alveg fyrir. Ef menn telja sig geta knúið íslenska ríkið til að tengjast sæstreng þá hefur sú hætta verið fyrir hendi í 25 ár án þess að neinn hafi velt því fyrir sér eða talið það áhyggjuefni. Þriðji orkupakkinn breytir nákvæmlega engu þar um. Vangaveltur um að svo væri kallaði Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent við lagadeild HÍ "lögræðilega loftfimleika" á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis. Ekki eitt einasta dæmi er til um það að EES-ríki hafi verið þvingað til að tengjast streng gegn vilja sínum. Vangaveltur um að einn dýrasti og lengsti strengur heims verði sá fyrsti þar sem slíkt gerist - strengur sem auk þess hefur verið sýnt fram á að borgar sig ekki á markaðslegum forsendum - það mætti þá kannski kalla slíkar vangaveltur loftfimleika fyrir lengra komna.“

Textanum dreift og með stafsetningarvillu

Á Facebook-síðu Arnars Þórs, þar sem hann birti skoðun sína að kvöldi 27. maí, spunnust all nokkrar umræður um málið. Þorkell Sigurlaugsson athafnamaður skrifaði þar athugasemd að kvöldi 28. maí. Fyrri hluti þeirrar athugasemdar var orðrétt sá sami og Ólafur Teitur hafði skrifað á sína síðu örskömmu fyrr. Þorkell er formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins og situr einnig í allsherjar- og menntamálanefnd sama flokks.

Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi Alþingismaður og einn forsvarsmanna Orkunnar okkar, birti sama kvöld, 28. maí, hlekk á frétt um skrif Arnars Þórs á Facebook-síðu sinni. Upp úr miðnætti skrifaði Bergþóra Benediktsdóttir athugasemd við færslu Frosta. Athugasemd Bergþóru var orðrétt sú sama og fyrri hluti texta Ólafs Teits. Bergþóra er aðstoðarkona Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Þá birti Kristinn Karl Brynjarsson, 2. varaformaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins texta Ólafs Teits í heild sinni, óbreyttan, sem eigin athugasemd á síðu Halls Hallssonar fjölmiðlamanns, í umræðum um þriðja orkupakkann.

Athygli vekur að í öllum tilfellum er sama stafsetningarvillan í textanum, nefnilega að stafinn r vantar í orðið „fyrivararnir“ í upphafi annarar setningar í textanum. Því má vera ljóst að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru að dreifa sama textanum, sem sínum eigin, í mismunandi umræðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
1
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
5
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár