Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björt framtíð bauð ekki fram en fékk 1,7 milljónir frá Reykjavíkurborg

Björt fram­tíð í Reykja­vík tap­aði 2,3 millj­ón­um króna í fyrra þrátt fyr­ir að hafa ekki boð­ið fram í kosn­ing­um. Á landsvísu fékk flokk­ur­inn eng­in fram­lög úr rík­is­sjóði ár­ið 2018.

Björt framtíð bauð ekki fram en fékk 1,7 milljónir frá Reykjavíkurborg

Stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð í Reykjavík tapaði 2,3 milljónum króna árið 2018, þrátt fyrir að hafa ekki boðið fram í kosningum til borgarstjórnar um vorið. Einu tekjur flokksins voru framlög Reykjavíkurborgar upp á tæpa 1,7 milljón króna.

Þetta kemur fram í endurskoðuðum ársreikningi flokksins sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Þar kemur fram að rekstargjöld flokksins á árinu hafi verið 3,9 milljónir króna. Þar sem einu tekjur flokksins voru framlagið frá Reykjavíkurborg nam tap á rekstrinum tæpum 2,3 milljónum króna. Eigið fé flokksins í Reykjavík var 2,1 milljón króna í lok árs 2018.

Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn eftir að ljóst varð að faðir Bjarna Benediktssonar hafði veitt barnaníðingi meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru og Sigríður Andersen haldið því leyndu fyrir öllum nema Bjarna sjálfum.

Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, tilkynnti í mars 2018 að hann hyggðist ekki bjóða fram í kosningum til borgarstjórnar. Flokkurinn var þá með tvo borgarfulltrúa, Sigurð Björn Blöndal og Elsu Hrafnhildi Yeoman, sem störfuðu með meirihluta borgarstjórnar. „Við sitjum bara hjá eina umferð,“ sagði Björt í samtali við Fréttablaðið.

Í ársreikningnum kemur fram að flokkurinn hafi ekki fengið framlag frá ríkissjóði árið 2018. Flokkurinn fékk enga þingmenn kjörna í Alþingiskosningum haustið 2017 eftir að hafa slitið ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn vegna trúnaðarbrests og leyndar í máli er varðaði uppreist æru barnaníðings. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár