Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björt framtíð bauð ekki fram en fékk 1,7 milljónir frá Reykjavíkurborg

Björt fram­tíð í Reykja­vík tap­aði 2,3 millj­ón­um króna í fyrra þrátt fyr­ir að hafa ekki boð­ið fram í kosn­ing­um. Á landsvísu fékk flokk­ur­inn eng­in fram­lög úr rík­is­sjóði ár­ið 2018.

Björt framtíð bauð ekki fram en fékk 1,7 milljónir frá Reykjavíkurborg

Stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð í Reykjavík tapaði 2,3 milljónum króna árið 2018, þrátt fyrir að hafa ekki boðið fram í kosningum til borgarstjórnar um vorið. Einu tekjur flokksins voru framlög Reykjavíkurborgar upp á tæpa 1,7 milljón króna.

Þetta kemur fram í endurskoðuðum ársreikningi flokksins sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Þar kemur fram að rekstargjöld flokksins á árinu hafi verið 3,9 milljónir króna. Þar sem einu tekjur flokksins voru framlagið frá Reykjavíkurborg nam tap á rekstrinum tæpum 2,3 milljónum króna. Eigið fé flokksins í Reykjavík var 2,1 milljón króna í lok árs 2018.

Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn eftir að ljóst varð að faðir Bjarna Benediktssonar hafði veitt barnaníðingi meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru og Sigríður Andersen haldið því leyndu fyrir öllum nema Bjarna sjálfum.

Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, tilkynnti í mars 2018 að hann hyggðist ekki bjóða fram í kosningum til borgarstjórnar. Flokkurinn var þá með tvo borgarfulltrúa, Sigurð Björn Blöndal og Elsu Hrafnhildi Yeoman, sem störfuðu með meirihluta borgarstjórnar. „Við sitjum bara hjá eina umferð,“ sagði Björt í samtali við Fréttablaðið.

Í ársreikningnum kemur fram að flokkurinn hafi ekki fengið framlag frá ríkissjóði árið 2018. Flokkurinn fékk enga þingmenn kjörna í Alþingiskosningum haustið 2017 eftir að hafa slitið ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn vegna trúnaðarbrests og leyndar í máli er varðaði uppreist æru barnaníðings. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár