Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Veldi malasíska auðkýfingsins Vincent Tan teygir sig til Íslands

Vincent Tan, nýr eig­andi Icelanda­ir Hotels, varð rík­ur á einka­væð­ingu rík­is­lottós og rek­ur nú fyr­ir­tækja­sam­steypu sem starfa á fjöl­mörg­um svið­um at­vinnu­lífs­ins. Starfs­menn fyr­ir­tækja hans í Malas­íu gerðu mynd­band í til­efni af af­mæli hans þar sem þeir lýsa yf­ir ást sinni.

Veldi malasíska auðkýfingsins Vincent Tan teygir sig til Íslands
Vincent Tan Tan hefur keypt fjögur knattspyrnulið í Evrópu og Bandaríkjunum.

Vincent Tan, kaupandi að 80 prósenta hlut í Icelandair Hotels, er eigandi einnar stærstu fyrirtækjasamsteypu Malasíu, Berjaya Corporation. Kaupin fara fram í gegnum dótturfélag Berjaya, samkvæmt Viðskipta-Mogganum, og með þeim mun Tan eignast ráðandi hlut í 23 hótelum víðs vegar um landið.

Vincent Tan er 24. ríkasti maður Malasíu, samkvæmt nýjum lista Forbes. Nemur virði eigna hans um 770 milljónum Bandaríkjadala, eða andvirði 94 milljarða íslenskra króna. Hann er 67 ára og á ellefu börn, en bróðir hans, Danny Tan, er einnig meðal ríkustu auðkýfinga Malasíu. Í tilefni af 60 ára afmæli Tan var framleitt myndband með starfsmönnum fjölda fyrirtækja hans þar sem þeir dönsuðu, sungu og lýstu yfir ást sinni á yfirmanni sínum. Á afmælinu ári síðar var leikurinn endurtekinn.

Líkt og annar auðmaður sem fjárfest hefur á Íslandi undanfarin ár, James Ratcliffe, forstjóri Ineos og ríkasti maður Bretlands, hefur Tan sagt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu