Vincent Tan, kaupandi að 80 prósenta hlut í Icelandair Hotels, er eigandi einnar stærstu fyrirtækjasamsteypu Malasíu, Berjaya Corporation. Kaupin fara fram í gegnum dótturfélag Berjaya, samkvæmt Viðskipta-Mogganum, og með þeim mun Tan eignast ráðandi hlut í 23 hótelum víðs vegar um landið.
Vincent Tan er 24. ríkasti maður Malasíu, samkvæmt nýjum lista Forbes. Nemur virði eigna hans um 770 milljónum Bandaríkjadala, eða andvirði 94 milljarða íslenskra króna. Hann er 67 ára og á ellefu börn, en bróðir hans, Danny Tan, er einnig meðal ríkustu auðkýfinga Malasíu. Í tilefni af 60 ára afmæli Tan var framleitt myndband með starfsmönnum fjölda fyrirtækja hans þar sem þeir dönsuðu, sungu og lýstu yfir ást sinni á yfirmanni sínum. Á afmælinu ári síðar var leikurinn endurtekinn.
Líkt og annar auðmaður sem fjárfest hefur á Íslandi undanfarin ár, James Ratcliffe, forstjóri Ineos og ríkasti maður Bretlands, hefur Tan sagt …
Athugasemdir