Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gefur vonir um lækkun vaxta

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri seg­ir verð­bólgu­vænt­ing­ar hafa lækk­að í kjöl­far kjara­samn­inga. Ákvæði í kjara­samn­ing­um um að þeir losni ef vext­ir fara yf­ir mörk geti flækt fram­kvæmd pen­inga­stefn­unn­ar.

Gefur vonir um lækkun vaxta

Nýsamþykktir kjarasamningar hafa valdið lækkun verðbólguvæntinga sem gefur svigrúm til lækkunar vaxta Seðlabankans. Þetta skrifar Már Guðmundsson seðlabankastjóri í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Aðilar kjarasamninganna hafa væntingar um að þeir skapi forsendur fyrir lækkun vaxta,“ skrifar Már. „Eins og ég sagði í viðtölum fyrr í þessum mánuði eru töluverðar líkur á að þessar væntingar muni ganga eftir á næstunni. Ákvæði í kjarasamningum um að þeir geti losnað ef vextir eru yfir ákveðnum mörkum haustið 2020 eiga ekki og munu ekki breyta því þótt þau geti eitthvað flækt framkvæmd peningastefnunnar í framtíðinni. Það bíður betri tíma að ræða það frekar.“

Í greininni segir Már að viðsnúningur hafi orðið í þjóðarbúinu að undanförnu. Hægt hafi á hagvexti, viðskiptakjör versnað og spenna slaknað. Að hluta til hafi það verið velkomin þróun, þar sem ofvöxtur undanfarinna ára hafi ekki getað haldið áfram. Aðlögun eftir slíkt geti endað með óstöðugleika, verðbólguskoti og atvinnuleysi, sér í lagi ef áföll sem rýra útflutningstekjurnar bætast við.

„Slík áföll hafa orðið á þessu ári með loðnubresti, falli flugfélagsins Wow air og mikilli hækkun olíuverðs að undanförnu,“ skrifar Már. „Neikvæð áhrif þeirra á hagvöxt og atvinnu eru í einhverjum mæli þegar komin fram en munu að líkindum aukast á næstu mánuðum.“

Hann bætir því þó við að þjóðarbúið sé vel í stakk búið til að takast á við aðstæður. Ríkissjóður og bankarnir standi vel, erlend staða þjóðarbúsins sé góð, skuldir heimila og fyrirtækja lægri en áður og gjaldeyrisforði nógu stór til að milda gengissveiflur. Peningastefnan hafi hins vegar ekki haft mikið svigrúm til að takast á við niðursveifluna í haust þar sem verðbólguvæntingar hafi verið háar vegna óvissu um niðurstöðu kjarasamninga.

„Þetta breyttist nánast yfir nótt þegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði náðust snemma í þessum mánuði á nótum sem samrýmdust mun betur verðbólgumarkmiði en óttast hafði verið,“ skrifar Már.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár