Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gefur vonir um lækkun vaxta

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri seg­ir verð­bólgu­vænt­ing­ar hafa lækk­að í kjöl­far kjara­samn­inga. Ákvæði í kjara­samn­ing­um um að þeir losni ef vext­ir fara yf­ir mörk geti flækt fram­kvæmd pen­inga­stefn­unn­ar.

Gefur vonir um lækkun vaxta

Nýsamþykktir kjarasamningar hafa valdið lækkun verðbólguvæntinga sem gefur svigrúm til lækkunar vaxta Seðlabankans. Þetta skrifar Már Guðmundsson seðlabankastjóri í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Aðilar kjarasamninganna hafa væntingar um að þeir skapi forsendur fyrir lækkun vaxta,“ skrifar Már. „Eins og ég sagði í viðtölum fyrr í þessum mánuði eru töluverðar líkur á að þessar væntingar muni ganga eftir á næstunni. Ákvæði í kjarasamningum um að þeir geti losnað ef vextir eru yfir ákveðnum mörkum haustið 2020 eiga ekki og munu ekki breyta því þótt þau geti eitthvað flækt framkvæmd peningastefnunnar í framtíðinni. Það bíður betri tíma að ræða það frekar.“

Í greininni segir Már að viðsnúningur hafi orðið í þjóðarbúinu að undanförnu. Hægt hafi á hagvexti, viðskiptakjör versnað og spenna slaknað. Að hluta til hafi það verið velkomin þróun, þar sem ofvöxtur undanfarinna ára hafi ekki getað haldið áfram. Aðlögun eftir slíkt geti endað með óstöðugleika, verðbólguskoti og atvinnuleysi, sér í lagi ef áföll sem rýra útflutningstekjurnar bætast við.

„Slík áföll hafa orðið á þessu ári með loðnubresti, falli flugfélagsins Wow air og mikilli hækkun olíuverðs að undanförnu,“ skrifar Már. „Neikvæð áhrif þeirra á hagvöxt og atvinnu eru í einhverjum mæli þegar komin fram en munu að líkindum aukast á næstu mánuðum.“

Hann bætir því þó við að þjóðarbúið sé vel í stakk búið til að takast á við aðstæður. Ríkissjóður og bankarnir standi vel, erlend staða þjóðarbúsins sé góð, skuldir heimila og fyrirtækja lægri en áður og gjaldeyrisforði nógu stór til að milda gengissveiflur. Peningastefnan hafi hins vegar ekki haft mikið svigrúm til að takast á við niðursveifluna í haust þar sem verðbólguvæntingar hafi verið háar vegna óvissu um niðurstöðu kjarasamninga.

„Þetta breyttist nánast yfir nótt þegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði náðust snemma í þessum mánuði á nótum sem samrýmdust mun betur verðbólgumarkmiði en óttast hafði verið,“ skrifar Már.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár