Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gefur vonir um lækkun vaxta

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri seg­ir verð­bólgu­vænt­ing­ar hafa lækk­að í kjöl­far kjara­samn­inga. Ákvæði í kjara­samn­ing­um um að þeir losni ef vext­ir fara yf­ir mörk geti flækt fram­kvæmd pen­inga­stefn­unn­ar.

Gefur vonir um lækkun vaxta

Nýsamþykktir kjarasamningar hafa valdið lækkun verðbólguvæntinga sem gefur svigrúm til lækkunar vaxta Seðlabankans. Þetta skrifar Már Guðmundsson seðlabankastjóri í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Aðilar kjarasamninganna hafa væntingar um að þeir skapi forsendur fyrir lækkun vaxta,“ skrifar Már. „Eins og ég sagði í viðtölum fyrr í þessum mánuði eru töluverðar líkur á að þessar væntingar muni ganga eftir á næstunni. Ákvæði í kjarasamningum um að þeir geti losnað ef vextir eru yfir ákveðnum mörkum haustið 2020 eiga ekki og munu ekki breyta því þótt þau geti eitthvað flækt framkvæmd peningastefnunnar í framtíðinni. Það bíður betri tíma að ræða það frekar.“

Í greininni segir Már að viðsnúningur hafi orðið í þjóðarbúinu að undanförnu. Hægt hafi á hagvexti, viðskiptakjör versnað og spenna slaknað. Að hluta til hafi það verið velkomin þróun, þar sem ofvöxtur undanfarinna ára hafi ekki getað haldið áfram. Aðlögun eftir slíkt geti endað með óstöðugleika, verðbólguskoti og atvinnuleysi, sér í lagi ef áföll sem rýra útflutningstekjurnar bætast við.

„Slík áföll hafa orðið á þessu ári með loðnubresti, falli flugfélagsins Wow air og mikilli hækkun olíuverðs að undanförnu,“ skrifar Már. „Neikvæð áhrif þeirra á hagvöxt og atvinnu eru í einhverjum mæli þegar komin fram en munu að líkindum aukast á næstu mánuðum.“

Hann bætir því þó við að þjóðarbúið sé vel í stakk búið til að takast á við aðstæður. Ríkissjóður og bankarnir standi vel, erlend staða þjóðarbúsins sé góð, skuldir heimila og fyrirtækja lægri en áður og gjaldeyrisforði nógu stór til að milda gengissveiflur. Peningastefnan hafi hins vegar ekki haft mikið svigrúm til að takast á við niðursveifluna í haust þar sem verðbólguvæntingar hafi verið háar vegna óvissu um niðurstöðu kjarasamninga.

„Þetta breyttist nánast yfir nótt þegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði náðust snemma í þessum mánuði á nótum sem samrýmdust mun betur verðbólgumarkmiði en óttast hafði verið,“ skrifar Már.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár