Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja tvö vindorkuver á Vesturlandi

Met­in verða um­hverf­isáhrif allt að sex­tíu vind­myllna sam­tals, ann­ars veg­ar í Reyk­hóla­sveit og hins veg­ar í Dala­byggð.

Vilja tvö vindorkuver á Vesturlandi

Tvö vindorkuver eru fyrirhuguð á Vesturlandi og hafa tillögur að áætlunum vegna mats á umhverfisáhrifum þeirra verið auglýstar. Verin verða staðsett annars vegar í Dalabyggð og hins vegar í Reykhólasveit og er áætluð afkastageta hvors allt að 130 megavött. Morgunblaðið greinir frá.

Fyrirtækið Storm Orka hyggst koma á fót vindorkugarði í landi Hróðnýjarstaða við Hvammsfjörð. Reistar verða þá 18 til 24 vindmyllur til að framleiða 85 megavött í fyrsta áfanga. Eigendur jarðarinnar standa að fyrirtækinu, en vindmylluframleiðandinn Siemens Gamesa Renewable Energy veitir ráðgjöf. Vonir standa til að vindorkugarðurinn muni stækka í 130 megavött.

Þá áformar EM Orka að reisa allt að 130 megavatta vindorkugarð í landi Garpsdals við Gilsfjörð í Reykhólahreppi. Allt að 35 vindmyllur yrðu reistar þar til að ná 130 megavatta afkastagetu, en samkvæmt áformunum verða þær staðsettar á Garpsdalsfjalli, hátt yfir sjó. Fyrirtækið að baki verkefninu heitir EMP Holdings og er það í sameiginlegri eigu EMP IN á Írlandi og Vestas, eins stærsta vindmylluframleiðanda heims.

Helstu umhverfisáhrif framkvæmdanna snúa að hljóðvist og ásýnd, samkvæmt tillögunum, og hefur Skipulagsstofnun gefið frest til athugasemda fram í byrjun maí.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár