Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja tvö vindorkuver á Vesturlandi

Met­in verða um­hverf­isáhrif allt að sex­tíu vind­myllna sam­tals, ann­ars veg­ar í Reyk­hóla­sveit og hins veg­ar í Dala­byggð.

Vilja tvö vindorkuver á Vesturlandi

Tvö vindorkuver eru fyrirhuguð á Vesturlandi og hafa tillögur að áætlunum vegna mats á umhverfisáhrifum þeirra verið auglýstar. Verin verða staðsett annars vegar í Dalabyggð og hins vegar í Reykhólasveit og er áætluð afkastageta hvors allt að 130 megavött. Morgunblaðið greinir frá.

Fyrirtækið Storm Orka hyggst koma á fót vindorkugarði í landi Hróðnýjarstaða við Hvammsfjörð. Reistar verða þá 18 til 24 vindmyllur til að framleiða 85 megavött í fyrsta áfanga. Eigendur jarðarinnar standa að fyrirtækinu, en vindmylluframleiðandinn Siemens Gamesa Renewable Energy veitir ráðgjöf. Vonir standa til að vindorkugarðurinn muni stækka í 130 megavött.

Þá áformar EM Orka að reisa allt að 130 megavatta vindorkugarð í landi Garpsdals við Gilsfjörð í Reykhólahreppi. Allt að 35 vindmyllur yrðu reistar þar til að ná 130 megavatta afkastagetu, en samkvæmt áformunum verða þær staðsettar á Garpsdalsfjalli, hátt yfir sjó. Fyrirtækið að baki verkefninu heitir EMP Holdings og er það í sameiginlegri eigu EMP IN á Írlandi og Vestas, eins stærsta vindmylluframleiðanda heims.

Helstu umhverfisáhrif framkvæmdanna snúa að hljóðvist og ásýnd, samkvæmt tillögunum, og hefur Skipulagsstofnun gefið frest til athugasemda fram í byrjun maí.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár