Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vilja tvö vindorkuver á Vesturlandi

Met­in verða um­hverf­isáhrif allt að sex­tíu vind­myllna sam­tals, ann­ars veg­ar í Reyk­hóla­sveit og hins veg­ar í Dala­byggð.

Vilja tvö vindorkuver á Vesturlandi

Tvö vindorkuver eru fyrirhuguð á Vesturlandi og hafa tillögur að áætlunum vegna mats á umhverfisáhrifum þeirra verið auglýstar. Verin verða staðsett annars vegar í Dalabyggð og hins vegar í Reykhólasveit og er áætluð afkastageta hvors allt að 130 megavött. Morgunblaðið greinir frá.

Fyrirtækið Storm Orka hyggst koma á fót vindorkugarði í landi Hróðnýjarstaða við Hvammsfjörð. Reistar verða þá 18 til 24 vindmyllur til að framleiða 85 megavött í fyrsta áfanga. Eigendur jarðarinnar standa að fyrirtækinu, en vindmylluframleiðandinn Siemens Gamesa Renewable Energy veitir ráðgjöf. Vonir standa til að vindorkugarðurinn muni stækka í 130 megavött.

Þá áformar EM Orka að reisa allt að 130 megavatta vindorkugarð í landi Garpsdals við Gilsfjörð í Reykhólahreppi. Allt að 35 vindmyllur yrðu reistar þar til að ná 130 megavatta afkastagetu, en samkvæmt áformunum verða þær staðsettar á Garpsdalsfjalli, hátt yfir sjó. Fyrirtækið að baki verkefninu heitir EMP Holdings og er það í sameiginlegri eigu EMP IN á Írlandi og Vestas, eins stærsta vindmylluframleiðanda heims.

Helstu umhverfisáhrif framkvæmdanna snúa að hljóðvist og ásýnd, samkvæmt tillögunum, og hefur Skipulagsstofnun gefið frest til athugasemda fram í byrjun maí.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár