Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

Mál­flutn­ing­ur Sig­mars Vil­hjálms­son­ar at­hafna­manns er lýs­andi fyr­ir þær áhyggj­ur sem fjöldi fólks hef­ur af þriðja orkupakk­an­um. En full­yrð­ing­arn­ar stand­ast ekki skoð­un þeg­ar rýnt er í frum­heim­ild­ir, gerð­irn­ar sem þriðji orkupakk­inn sam­an­stend­ur af og þing­mál­in sem lögð hafa ver­ið fram vegna inn­leið­ing­ar hans á Ís­landi.

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

Málflutningur Sigmars Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra um þriðja orkupakkann hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga. 

Svo virðist sem hugmyndir Sigmars um orkupakkann endurspegli vel þær áhyggjur sem fjöldi fólks hefur af málinu. Því er ekki úr vegi að rýna í sannleiksgildi helstu fullyrðinganna sem hann hefur sett fram, annars vegar í færslum á Facebook og hins vegar í myndbandi frá samtökunum Orkan okkar.

Í umfjölluninni hér á eftir er stuðst við frumtexta þeirra gerða sem tilheyra þriðja orkupakkanum en jafnframt við þingmálin og fylgiskjöl þeirra sem lögð hafa verið fram vegna innleiðingar reglnanna á Íslandi.

Upplýsingarnar eru aðgengilegar hverjum sem er á vef EFTA og Alþingis.

„Ég er alfarið á móti því að við sem búum hérna á Íslandi séum að eftirláta yfirráð yfir okkar orkuauðlindum út fyrir landsteinana.“

Þetta segir Sigmar í myndbandi fyrir samtökin Orkan okkar þar sem hann svarar spurningunni Af hverju nei við orkupakka 3? og verður að skoða fullyrðinguna í því samhengi. Raunin er sú að reglur þriðja orkupakkans, og samþykkt sameiginlegu EES-nefndarinnar um aðlögun hans að samningnum, varða ekki með neinum hætti eignarrétt yfir orkuauðlindum á Íslandi. Þá felur hann ekki í sér neinar grundvallarbreytingar á því regluverki sem gildir nú þegar um viðskipti með raforku á Íslandi, svo sem meginreglum EES-samningsins. Eins og Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður bendir á í álitsgerð sinni um þriðja orkupakkann felast í þeim reglum ákveðnar takmarkanir á ráðstöfunarrétti og svigrúmi íslenskra stjórnvalda í raforkumálum sem gilda óháð því hvort þriðji orkupakkinn taki gildi.

„Orkupakki 3 er síðan rúsínan í pylsuendanum til að tryggja að erlendir fjárfestar geti eignast þau fyrirtæki sem eiga þessar auðlindir.“

Hvergi í gerðum þriðja orkupakkans er að finna neinar breytingar að því er varðar möguleika erlendra fjárfesta til að eignast „fyrirtæki sem eiga þessar auðlindir“.

Íslendingar eru nú þegar bundnir af meginreglum EES-samningsins um frjálst flæði vöru og fjármagns, bann við mismunun á grundvelli ríkisfangs, samkeppni, neytendavernd, skorður við ríkisaðstoð og bann við magntakmörkunum á innflutningi og útflutningi.

Þær auknu valdheimildir sem Eftirlitsstofnun EFTA fær gagnvart eftirlitsyfirvöldum EFTA-ríkjanna vegna þriðja orkupakkans lúta ekki að eignarhaldi á raforkufyrirtækjum og í gerðum þriðja orkupakkans er ekki að finna ákvæði sem koma í veg fyrir að EFTA-ríki geti rekið kerfi sem byggi á því að orkuauðlindir séu í þjóðareigu. 

„Það er gríðarlegur munur á því að vera í EES og innleiða reglugerðir eða að færa eftirlitsvald, framkvæmdavald og dómsvald í orkumálum til ACER (úr landi)! Því það er nákvæmlega það sem er í uppsiglingu.“

„Til að toppa það þá mun þessi samningur tryggja að ACER hafi allan lagalegan rétt til að fara með löggjafarvald og dómsvald í þessum málaflokki.“ 

EES-samningurinn felur nú þegar í sér verulegt framsal valds til útlanda. Engin ákvæði í gerðum þriðja orkupakkans veita ACER, hinni samevrópsku Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, vald til að gefa íslenskum stjórnvöldum bindandi tilmæli.

Þær valdheimildir sem Eftirlitsstofnun EFTA, ekki ACER, fær gagnvart EFTA-ríkjum vegna þriðja orkupakkans lúta einkum að málum er varða grunnvirki yfir landamæri og hafa því ekki raunhæfa þýðingu fyrir orkugeirann á Íslandi meðan enginn sæstrengur hefur verið lagður.

Á vef samtakanna Orkan okkar er því haldið fram að með innleiðingu þriðja orkupakkans muni Íslendingar glata ákvörðunarvaldinu um lagningu sæstrengs til Íslands. Hvorki íslensk stjórnvöld eða Alþingi munu geta staðið gegn slíkri framkvæmd,“ segir á vefnum. Ekkert í ákvæðum þeirra gerða sem tilheyra þriðja orkupakkanum rennir stoðum undir þetta eins og hver sem er getur staðreynt með því að lesa gerðirnar. Um þetta eru allir lögfræðingar sem skilað hafa álitsgerðum um málið sammála. „Áréttað skal að þriðji orkupakkinn leggur enga skyldu á aðildarríki um að koma á fót raforkutengingu/grunnvirkjum yfir landamæri,“ segja t.d. Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst í álitsgerð sinni.

„Samhliða því er það skýr krafa frá Orkustofnun ESB að einkavæða (markaðsvæða) öll orkufyrirtæki landanna.“

„Hvað með þá staðreynd að við erum að markaðsvæða einu helstu auðlind þjóðarinnar, græna orku?!“

„Enda er verið að fara enn lengra í að einkavæða orkufyrirtækin í landinu.“

Í gerðum þriðja orkupakkans er ekki að finna neina kröfu um einkavæðingu orkufyrirtækja. Slíkar kvaðir væru enda á skjön við 125. gr. EES-samningsins sem hljóðar svo: „Samningur þessi hefur engin áhrif á reglur samningsaðila um skipan eignarréttar.“ Hefur EFTA-dómstóllinn túlkað ákvæðið á þann veg að aðildarríkin sjálf megi ákveða hvort vatnsréttindi og aðrar eignir tengdar raforkuframleiðslu skuli vera í opinberri eigu eða í eigu einkaaðila. Slík markmið séu lögmæt svo lengi sem ekki sé brotið gegn öðrum meginreglum EES-samningsins þegar slíkri eignarréttarskipan sé komið á. Þetta eru meginreglur sem Íslendingar hafa þegar skuldbundið sig til að fylgja og gilda óháð þriðja orkupakkanum. Raforkumarkaðurinn á Íslandi hefur þannig nú þegar verið markaðsvæddur að verulegu leyti vegna EES-samningsins, fyrri orkupakka Evrópusambandsins og breytinga sem gerðar voru á raforkulögum árið 2003. Innleiðing þriðja orkupakkans í íslenskan rétt felur ekki í sér neina eðlisbreytingu á þessu. Hinar nýju valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA lúta einkum að sæstrengsmálum og hafa því ekki raunhæfa þýðingu á Íslandi né eru til þess fallnar að þrýsta á um aukna einkavæðingu og markaðsvæðingu hérlendis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár