Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Foreldrar ósáttir vegna myglu, kvíða og eineltis í skólanum – Bæjarstjóri segir gagnrýnina hafa „farið úr hófi fram“

For­eldra­fé­lag­ið í Varmár­skóla í Mos­fells­bæ hef­ur ít­rek­að lýst þung­um áhyggj­um vegna myglu í skóla­stofu, kvíða og einelt­is með­al nem­enda og náms­ár­ang­urs und­ir með­al­tali.

Foreldrar ósáttir vegna myglu, kvíða og eineltis í skólanum – Bæjarstjóri segir gagnrýnina hafa „farið úr hófi fram“

Foreldrar og kennarar barna í Varmárskóla eru ósáttir við skólastjórnendur. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir hins vegar gagnrýni foreldra á skólastjórnendur Varmárskóla vegna húsnæðismála hafa farið úr hófi fram. 

Á fjölmennum fundi foreldra barna í Varmárskóla þann 1. apríl síðastliðinn var rætt um þungar áhyggjur foreldra af líðan barnanna, námsárangri auk rakaskemmda í húsnæði. Að fundi loknum sendu foreldrar ályktun á Harald Sverrisson, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, og skólastjórnendur þar sem foreldrar skora á bæinn og skólastjórn að fá utanaðkomandi fagaðila til að gera úttekt á skólastarfinu. 

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segir hins vegar eina ástæðu þess að betri úrlausn náist ekki í húsnæðismálum vera sú að of mikill tími skólastjórnenda fari í að svara eða bregðast við gagnrýni af hálfu foreldra. „Það hefur bara verið þannig að stór hluti af tíma stjórnenda skólans undanfarið hefur farið í að umgangast, bregðast við eða taka á gagnrýni á þá stofnun. Ég verð að segja það að þótt gagnrýni eigi rétt á sér þá finnst mér að hún hafi farið úr hófi fram,“ sagði Haraldur á bæjarstjórnarfundi 6. mars síðastliðinn.

„Ég verð að segja það að þótt gagnrýni eigi rétt á sér þá finnst mér að hún hafi farið úr hófi fram“

Haraldur SverrissonHefur verið bæjarstjóri frá árinu 2007. Hann telur skólastjórnendur standa sig vel, en að foreldrar valdi álagi á skólastjórnendur með spurningum sínum.

Foreldrar og foreldrafélag Varmárskóla hafa gagnrýnt skólastjórnendur fyrir ýmis mál sem tengjast skólastarfinu. Einna helst má nefna gagnrýni þeirra varðandi viðbrögð skólans við rakaskemmdum og myglu sem fundust í húsnæði skólans, en foreldrar telja skólann hafa setið á upplýsingum sem varðar heilsu og vellíðan barna í skólanum. 

Rakaskemmdir og mygla í húsnæði

Sjónskoðun og rakamæling af hálfu verkfræðistofunnar Eflu fór fram í júní 2017 á húsnæði skólans. Deildarstjóri skólans hafði kallað eftir mælingum þar sem starfsfólk skólans hafði fundið til óþæginda á vissum svæðum í húsinu. Auk þess hafi þakið lekið í töluverðan tíma og grunur var um myglusveppamyndun. Við skoðunina kom í ljós að töluverðar rakaskemmdir voru sjáanlegar á þeim hlutum húsnæðisins sem skoðaðar voru.

Ein skólastofan kom sérstaklega illa út úr úttektinni en það er skólastofa 216. Efla tekur fram í minnisblaði að ekki sé hægt að mæla með notkun á rýminu þar sem ekki er hægt að vita um ástand þess með fullri vissu. Vert er að minnast á að ekki var allur skólinn skoðaður í úttektinni.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár