Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Foreldrar ósáttir vegna myglu, kvíða og eineltis í skólanum – Bæjarstjóri segir gagnrýnina hafa „farið úr hófi fram“

For­eldra­fé­lag­ið í Varmár­skóla í Mos­fells­bæ hef­ur ít­rek­að lýst þung­um áhyggj­um vegna myglu í skóla­stofu, kvíða og einelt­is með­al nem­enda og náms­ár­ang­urs und­ir með­al­tali.

Foreldrar ósáttir vegna myglu, kvíða og eineltis í skólanum – Bæjarstjóri segir gagnrýnina hafa „farið úr hófi fram“

Foreldrar og kennarar barna í Varmárskóla eru ósáttir við skólastjórnendur. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir hins vegar gagnrýni foreldra á skólastjórnendur Varmárskóla vegna húsnæðismála hafa farið úr hófi fram. 

Á fjölmennum fundi foreldra barna í Varmárskóla þann 1. apríl síðastliðinn var rætt um þungar áhyggjur foreldra af líðan barnanna, námsárangri auk rakaskemmda í húsnæði. Að fundi loknum sendu foreldrar ályktun á Harald Sverrisson, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, og skólastjórnendur þar sem foreldrar skora á bæinn og skólastjórn að fá utanaðkomandi fagaðila til að gera úttekt á skólastarfinu. 

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segir hins vegar eina ástæðu þess að betri úrlausn náist ekki í húsnæðismálum vera sú að of mikill tími skólastjórnenda fari í að svara eða bregðast við gagnrýni af hálfu foreldra. „Það hefur bara verið þannig að stór hluti af tíma stjórnenda skólans undanfarið hefur farið í að umgangast, bregðast við eða taka á gagnrýni á þá stofnun. Ég verð að segja það að þótt gagnrýni eigi rétt á sér þá finnst mér að hún hafi farið úr hófi fram,“ sagði Haraldur á bæjarstjórnarfundi 6. mars síðastliðinn.

„Ég verð að segja það að þótt gagnrýni eigi rétt á sér þá finnst mér að hún hafi farið úr hófi fram“

Haraldur SverrissonHefur verið bæjarstjóri frá árinu 2007. Hann telur skólastjórnendur standa sig vel, en að foreldrar valdi álagi á skólastjórnendur með spurningum sínum.

Foreldrar og foreldrafélag Varmárskóla hafa gagnrýnt skólastjórnendur fyrir ýmis mál sem tengjast skólastarfinu. Einna helst má nefna gagnrýni þeirra varðandi viðbrögð skólans við rakaskemmdum og myglu sem fundust í húsnæði skólans, en foreldrar telja skólann hafa setið á upplýsingum sem varðar heilsu og vellíðan barna í skólanum. 

Rakaskemmdir og mygla í húsnæði

Sjónskoðun og rakamæling af hálfu verkfræðistofunnar Eflu fór fram í júní 2017 á húsnæði skólans. Deildarstjóri skólans hafði kallað eftir mælingum þar sem starfsfólk skólans hafði fundið til óþæginda á vissum svæðum í húsinu. Auk þess hafi þakið lekið í töluverðan tíma og grunur var um myglusveppamyndun. Við skoðunina kom í ljós að töluverðar rakaskemmdir voru sjáanlegar á þeim hlutum húsnæðisins sem skoðaðar voru.

Ein skólastofan kom sérstaklega illa út úr úttektinni en það er skólastofa 216. Efla tekur fram í minnisblaði að ekki sé hægt að mæla með notkun á rýminu þar sem ekki er hægt að vita um ástand þess með fullri vissu. Vert er að minnast á að ekki var allur skólinn skoðaður í úttektinni.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár