Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framsalskrafan einungis toppurinn á ísjakanum

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, seg­ir framsals­kröfu banda­rískra stjórn­valda hluta af mun viða­meiri mála­ferl­um sem standi til gegn Ju­li­an Assange stofn­anda sam­tak­anna. Hætt sé við því að Assange eigi yf­ir höfði sér ára­tuga­langa fang­els­is­refs­ingu verði hann fram­seld­ur.

Framsalskrafan einungis toppurinn á ísjakanum

Þær ásakanir sem fram koma á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar eru einungis toppurinn á ísjakanum, settar fram í pólitískum tilgangi og til að auðvelda framsal hans til Bandaríkjanna. Ljóst er að fleiri og enn alvarlegri ásakanir bíða handan við hornið.

Þetta segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, í samtali við Stundina.

„Þarna er ætlunin að reyna að búa til lágan þröskuld til að auðvelda það að hann sé framseldur, það er alveg klárt mál og nú þegar búnar að leka um það upplýsingar að í Bandaríkjunum bíði hans fleiri ákærur.“

Assange er í ákæru bandarískra yfirvalda sakaður um samsæri, að hafa hjálpað Chelsea Manning að hakka sig inn á leynilegan gagnagrunn með ríkisleyndarmálum, sem og að hafa hvatt Manning til að nálgast frekari gögn þegar hann svaraði með þeim orðum að forvitin augu þornuðu aldrei. „Ef þú segir þetta við heimildarmann þinn þá ert þú semsagt orðinn sekur um samsæri og ert að hvetja til lögbrota. Hvers lags djöfulsins þvæla er þetta?“

„Bandarísk stjórnvöld hafa mjög lævíslega bundið þessa ákæru við einhverskonar meint samsæri á milli Julian Assange og Chelsea Manning“

Allt að fimm ára fangelsi liggur við umræddum brotum en núverandi ritstjóri Wikileaks er sannfærður um að umrædd ákæra sé einugnis toppurinn á ísjakanum.

„Bandarísk stjórnvöld hafa mjög lævíslega bundið þessa ákæru við einhverskonar meint samsæri Julian Assange og Chelsea Manning. Það er auðvitað auðveldara fyrir Breta að fleygja honum út í fangavél á grundvelli þess að hann eigi yfir höfði sér maximum fimm ára fangelsi, en ef hann á yfir höfði sér áratugafangelsi eða dauðarefsingu.“

„Stórkostleg árás á fjölmiðlun“

Assange var handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum í gær en þar hafði hann haldið til síðan þáverandi stjórnvöld í Ekvador ákváðu að veita honum diplómatíska vernd fyrir um sjö árum síðan.

Undanfarið ár hefur svo verið þrengt verulega að Assange í sendiráðinu, svo mikið að á stundum var lokað á öll hans samskipti við umheiminn. Loks afturkölluðu stjórnvöld þá vernd sem þau höfðu veitt honum. Hann var handtekinn fyrir að hafa rofið tryggingu þegar hann sótti um pólitískt hæli á sínum tíma auk þess sem bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal hans.

Kristinn segir ánægjulegt að sjá vaxandi pólitískan skilning á því hvað handtaka Julian Assange sé alvarlegt mál. Þannig hafi Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sem og aðrir meðlimir hans lýst því yfir að Bretar eigi alls ekki að framselja hann til Bandaríkjanna, auk þess sem ýmis mannréttindasamtök hafi þegar tekið við sér.

„Þannig að þrátt fyrir allan hávaðann sem er að grautast í kring um málið þá glittir nú í kjarnann. Ég vona að það verði ofan á, að menn sikti út aukaatriðin og einbeiti sér að aðalatriðunum í þessu máli, sem er auðvitað að þetta er stórkostleg árás á frjálsa fjölmiðlun, hvorki meira né minna en það.“

Assange ataður auri

Lenín Moreno, forseti Ekvador, og meðlimir úr ríkisstjórn hans hafa síðastliðinn sólarhring staðið í ströngu við að svara fyrir málið heimafyrir en stjórnin er meðal annars sökuð fyrir að ganga erinda Bandaríkjanna. Málsvörn yfirvalda hefur byggt á því að Assange hafi brotið ýmsa skilmála sem hann átti að undirgangast og að hann hafi hreinlega ekki verið húsum hæfur. „Maður er að taka eftir því að það er verið að dreifa ótrúlega miklum áburði til þess að sverta Julian,“ segir Kristinn sem bætir við að örvæntingarfull stjórnvöld í Ekvador séu með þessu að reyna að búa til réttlætingu fyrir sínu smánarlega athæfi gagnvart Assange.

Þannig hafi utanríkisráðherra Ekvador farið með heila möppu af meintum brotum Assange á hælisskilmálum fyrir þingið þar í landi í gær. „Það innihélt hluti eins og að hann hefði farið með útvarpstæki inn í herbergi og hækkað í því til þess að tryggja að fundur hans og annars manns yrði ekki tekinn upp,“ segir Kristinn sem bætir við að þetta sé hárrétt, Assange hafi skiljanlega gert þetta þegar þeir hittust síðast.

„Annað brot sem liggur fyrir skjalfest hjá sendiherranum, er að hann beindi lampa að myndavélunum til þess að hindra að fundir sem hann ætti væru myndaðir. Þá voru þarna dylgjur um að hann hefði farið illa með köttinn sinn og ég veit ekki hvað og hvað. Hvað á maður að segja? Þetta er fáránlegt, þetta er barnalegt og þetta er hreint og beint ekkert annað en tilraun til þess að búa til einhverja réttlætingu um að það hafi verið í fína lagi að bjóða lögreglu inn á gafl til þess að taka hann út.“ Þá hafi jafnvel enn fjarstæðukenndari en ógeðfelldari ásakanir verið bornar fram sem virðist hafa það eina markmið að afmennska Assange, svo sem eins og að hann hafi gengið svo langt að maka saur upp um alla veggi sendiráðsins.

Dómurinn afgreiddi málið á tveimur tímum

Kristinn segir að nú sé verið að ferla Assange inn í refsivörslukerfið í Bretlandi. Hið jákvæða sé að nú muni hann komast í læknisþjónustu og eiga kost á óhindruðum heimsóknum. „Að því gefnu að þeir ákveði ekki að setja hann í einangrunarvist, sem væri náttúrulega fullkomlega svívirðileg framkoma, þá hefur hann náttúrlega greiðari aðgang að fólki og umhverfi og heimsóknum heldur en var orðið undir það síðasta þarna í sendiráði Ekvador, þar sem framkoman var orðin nánast eins og svívirðilegasta framkoma við einangrunarfanga.“

„Það er búið að brjóta þannig á honum í þessu sendiráði að þeir í Ekvador kærðu sig ekki um að fá um það skýrslu frá sérlegum fulltrúum Sameinuðu þjóðanna“

Sérstakur fulltrúi friðhelgis einkalífs hjá Sameinuðu þjóðunum hugðist heimsækja Assange í sendiráð Ekvador í liðinni viku envar meinaður aðgangur. „Þeir féllust á að hleypa honum inn þann 25. þessa mánaðar og þá vissu þeir svo sem alveg að honum yrði ýtt út fyrir þann tíma. Það er búið að brjóta þannig á honum í þessu sendiráði að þeir í Ekvador kærðu sig ekki um að fá um það skýrslu frá sérlegum fulltrúum Sameinuðu þjóðanna.“ Kristinn býst við því að það geti tekið tvö til þrjú ár að útkljá framsalskröfuna fyrir breskum dómsstólum, að því gefnu að hægt verði að halda uppi eðlilegum vörnum.

„Ekki var nú byrjunin góð í gær, þegar maður er dreginn inn í réttarsal rétt fyrir hádegi og tveimur tímum síðar er búið að dæma hann sekann um að hafa hlaupið undan tryggingu án þess að nokkuð tillit sé tekið til málsvarna. Þegar umræddur dómari fitjaði svo upp á nefið og hafði uppi stórkostlega sleggjudóma um manninn sem var fyrir framan hann, kallaði hann narsissista, og hafði uppi komment sem svo að honum væri nú bara fullkomlega heimilt að játast undir framsalskröfuna þá og þegar svo hann gæti nú bara drifið sig yfir hafið og klárað það mál, sá maður að réttarkerfið er engan veginn óhlutdrægt og óvildin getur sprottið fram á ýmsum stigum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár