Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framsalskrafan einungis toppurinn á ísjakanum

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, seg­ir framsals­kröfu banda­rískra stjórn­valda hluta af mun viða­meiri mála­ferl­um sem standi til gegn Ju­li­an Assange stofn­anda sam­tak­anna. Hætt sé við því að Assange eigi yf­ir höfði sér ára­tuga­langa fang­els­is­refs­ingu verði hann fram­seld­ur.

Framsalskrafan einungis toppurinn á ísjakanum

Þær ásakanir sem fram koma á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar eru einungis toppurinn á ísjakanum, settar fram í pólitískum tilgangi og til að auðvelda framsal hans til Bandaríkjanna. Ljóst er að fleiri og enn alvarlegri ásakanir bíða handan við hornið.

Þetta segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, í samtali við Stundina.

„Þarna er ætlunin að reyna að búa til lágan þröskuld til að auðvelda það að hann sé framseldur, það er alveg klárt mál og nú þegar búnar að leka um það upplýsingar að í Bandaríkjunum bíði hans fleiri ákærur.“

Assange er í ákæru bandarískra yfirvalda sakaður um samsæri, að hafa hjálpað Chelsea Manning að hakka sig inn á leynilegan gagnagrunn með ríkisleyndarmálum, sem og að hafa hvatt Manning til að nálgast frekari gögn þegar hann svaraði með þeim orðum að forvitin augu þornuðu aldrei. „Ef þú segir þetta við heimildarmann þinn þá ert þú semsagt orðinn sekur um samsæri og ert að hvetja til lögbrota. Hvers lags djöfulsins þvæla er þetta?“

„Bandarísk stjórnvöld hafa mjög lævíslega bundið þessa ákæru við einhverskonar meint samsæri á milli Julian Assange og Chelsea Manning“

Allt að fimm ára fangelsi liggur við umræddum brotum en núverandi ritstjóri Wikileaks er sannfærður um að umrædd ákæra sé einugnis toppurinn á ísjakanum.

„Bandarísk stjórnvöld hafa mjög lævíslega bundið þessa ákæru við einhverskonar meint samsæri Julian Assange og Chelsea Manning. Það er auðvitað auðveldara fyrir Breta að fleygja honum út í fangavél á grundvelli þess að hann eigi yfir höfði sér maximum fimm ára fangelsi, en ef hann á yfir höfði sér áratugafangelsi eða dauðarefsingu.“

„Stórkostleg árás á fjölmiðlun“

Assange var handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum í gær en þar hafði hann haldið til síðan þáverandi stjórnvöld í Ekvador ákváðu að veita honum diplómatíska vernd fyrir um sjö árum síðan.

Undanfarið ár hefur svo verið þrengt verulega að Assange í sendiráðinu, svo mikið að á stundum var lokað á öll hans samskipti við umheiminn. Loks afturkölluðu stjórnvöld þá vernd sem þau höfðu veitt honum. Hann var handtekinn fyrir að hafa rofið tryggingu þegar hann sótti um pólitískt hæli á sínum tíma auk þess sem bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal hans.

Kristinn segir ánægjulegt að sjá vaxandi pólitískan skilning á því hvað handtaka Julian Assange sé alvarlegt mál. Þannig hafi Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sem og aðrir meðlimir hans lýst því yfir að Bretar eigi alls ekki að framselja hann til Bandaríkjanna, auk þess sem ýmis mannréttindasamtök hafi þegar tekið við sér.

„Þannig að þrátt fyrir allan hávaðann sem er að grautast í kring um málið þá glittir nú í kjarnann. Ég vona að það verði ofan á, að menn sikti út aukaatriðin og einbeiti sér að aðalatriðunum í þessu máli, sem er auðvitað að þetta er stórkostleg árás á frjálsa fjölmiðlun, hvorki meira né minna en það.“

Assange ataður auri

Lenín Moreno, forseti Ekvador, og meðlimir úr ríkisstjórn hans hafa síðastliðinn sólarhring staðið í ströngu við að svara fyrir málið heimafyrir en stjórnin er meðal annars sökuð fyrir að ganga erinda Bandaríkjanna. Málsvörn yfirvalda hefur byggt á því að Assange hafi brotið ýmsa skilmála sem hann átti að undirgangast og að hann hafi hreinlega ekki verið húsum hæfur. „Maður er að taka eftir því að það er verið að dreifa ótrúlega miklum áburði til þess að sverta Julian,“ segir Kristinn sem bætir við að örvæntingarfull stjórnvöld í Ekvador séu með þessu að reyna að búa til réttlætingu fyrir sínu smánarlega athæfi gagnvart Assange.

Þannig hafi utanríkisráðherra Ekvador farið með heila möppu af meintum brotum Assange á hælisskilmálum fyrir þingið þar í landi í gær. „Það innihélt hluti eins og að hann hefði farið með útvarpstæki inn í herbergi og hækkað í því til þess að tryggja að fundur hans og annars manns yrði ekki tekinn upp,“ segir Kristinn sem bætir við að þetta sé hárrétt, Assange hafi skiljanlega gert þetta þegar þeir hittust síðast.

„Annað brot sem liggur fyrir skjalfest hjá sendiherranum, er að hann beindi lampa að myndavélunum til þess að hindra að fundir sem hann ætti væru myndaðir. Þá voru þarna dylgjur um að hann hefði farið illa með köttinn sinn og ég veit ekki hvað og hvað. Hvað á maður að segja? Þetta er fáránlegt, þetta er barnalegt og þetta er hreint og beint ekkert annað en tilraun til þess að búa til einhverja réttlætingu um að það hafi verið í fína lagi að bjóða lögreglu inn á gafl til þess að taka hann út.“ Þá hafi jafnvel enn fjarstæðukenndari en ógeðfelldari ásakanir verið bornar fram sem virðist hafa það eina markmið að afmennska Assange, svo sem eins og að hann hafi gengið svo langt að maka saur upp um alla veggi sendiráðsins.

Dómurinn afgreiddi málið á tveimur tímum

Kristinn segir að nú sé verið að ferla Assange inn í refsivörslukerfið í Bretlandi. Hið jákvæða sé að nú muni hann komast í læknisþjónustu og eiga kost á óhindruðum heimsóknum. „Að því gefnu að þeir ákveði ekki að setja hann í einangrunarvist, sem væri náttúrulega fullkomlega svívirðileg framkoma, þá hefur hann náttúrlega greiðari aðgang að fólki og umhverfi og heimsóknum heldur en var orðið undir það síðasta þarna í sendiráði Ekvador, þar sem framkoman var orðin nánast eins og svívirðilegasta framkoma við einangrunarfanga.“

„Það er búið að brjóta þannig á honum í þessu sendiráði að þeir í Ekvador kærðu sig ekki um að fá um það skýrslu frá sérlegum fulltrúum Sameinuðu þjóðanna“

Sérstakur fulltrúi friðhelgis einkalífs hjá Sameinuðu þjóðunum hugðist heimsækja Assange í sendiráð Ekvador í liðinni viku envar meinaður aðgangur. „Þeir féllust á að hleypa honum inn þann 25. þessa mánaðar og þá vissu þeir svo sem alveg að honum yrði ýtt út fyrir þann tíma. Það er búið að brjóta þannig á honum í þessu sendiráði að þeir í Ekvador kærðu sig ekki um að fá um það skýrslu frá sérlegum fulltrúum Sameinuðu þjóðanna.“ Kristinn býst við því að það geti tekið tvö til þrjú ár að útkljá framsalskröfuna fyrir breskum dómsstólum, að því gefnu að hægt verði að halda uppi eðlilegum vörnum.

„Ekki var nú byrjunin góð í gær, þegar maður er dreginn inn í réttarsal rétt fyrir hádegi og tveimur tímum síðar er búið að dæma hann sekann um að hafa hlaupið undan tryggingu án þess að nokkuð tillit sé tekið til málsvarna. Þegar umræddur dómari fitjaði svo upp á nefið og hafði uppi stórkostlega sleggjudóma um manninn sem var fyrir framan hann, kallaði hann narsissista, og hafði uppi komment sem svo að honum væri nú bara fullkomlega heimilt að játast undir framsalskröfuna þá og þegar svo hann gæti nú bara drifið sig yfir hafið og klárað það mál, sá maður að réttarkerfið er engan veginn óhlutdrægt og óvildin getur sprottið fram á ýmsum stigum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár