Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ólína íhugar næstu skref

Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála úr­skurð­aði að jafn­rétt­is­lög hefðu ver­ið brot­in þeg­ar Þing­valla­nefnd gekk fram hjá Ólínu Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ur við ráðn­ingu þjóð­garðsvarð­ar.

Ólína íhugar næstu skref

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir íhugar næstu skref eftir að kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði um að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög þegar gengið var fram hjá Ólínu við ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar í fyrra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, var ráðinn í starfið. „Ég lýsi ánægju með þennan úrskurð,“ segir Ólína. „Það er fallist á það sjónarmið sem ég taldi við blasa að það var rangt staðið að þessari ráðningu og málefnaleg sjónarmið réðu ekki úrslitum um hana. Vinnubrögðin og stjórnsýslan voru ekki í lagi og það var ekki vandað til vinnubragða. Ákveðinn hluti af þessu ráðningarferli var geðþóttastjórnsýsla og pólitískur fyrirgangur. Það var það sem var erfiðast að sætta sig við.“

Ólína segir mikilvægt að fólk njóti verðleika sinna þegar sótt er um starf, en hún er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. „Það á enginn að þurfa að gjalda fyrir það að hafa verið í stjórnmálaflokki, hafa þjónað þjóð sinni á Alþingi Íslendinga, hafa skoðanir eða fyrir að vera kona á tilteknum aldri. Þú átt að njóta verðleika þinna, hvort sem þú ert karl eða kona.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár