Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þúsund mílna ferðalag, barnakvikmyndahátíð og frumefni náttúrunnar

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 5.-18. apríl.

Þúsund mílna ferðalag, barnakvikmyndahátíð og frumefni náttúrunnar

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu daga og vikur.

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? Til 14. apríl
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Hlutverk barnakvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum sem annars eru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Hátíðin eykur fjölbreytni í kvikmyndaflóru fyrir börn, eflir kvikmyndalæsi barna og unglinga og gefur allri fjölskyldunni tækifæri til að fara saman á metnaðarfulla viðburði.

Týnd lykilorð

Hvar? Ásmundarsalur
Hvenær? 6.–28. apríl 
Aðgangseyrir: Ókeypis

Týnd lykilorð er ný sýning Fritz Hendriks, en hann fjallar í myndlist sinni meðal annars um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu. Fritz fæst einnig við samband hefðar, skynjunar og þekkingar í verkum sínum. Hvað vitum við, hvernig vitum við, og hvað er það sem við erum að horfa á?

Frumefni náttúrunnar

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? 6. apríl–10. júní
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Verk Brynhildar Þorgeirsdóttur má finna í öllum helstu söfnum landsins auk safna í ýmsum löndum austan hafs og vestan, en Frumefni náttúrunnar er nýjasta sýning hennar. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir verk sín og meðal annars tvisvar fengið úthlutun úr The Pollock- Krasner Foundation. Sérstök sýningaropnun verður haldin 6. apríl kl. 16.00.

Cell7 útgáfutónleikar

Hvar? Húrra
Hvenær? 12. apríl kl. 22.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Ragna Kjartansdóttir er einn af forsprökkum rappsenunnar á Íslandi og var hluti af goðsagnakenndu hljómsveitinni Subterranean. Eftir nokkurra ára pásu sneri Ragna aftur sem Cell7, en hún fagnar annarri plötu sinni, Is Anybody Listening, á þessum útgáfutónleikum. GDRN kemur einnig fram á þessu kvöldi, en hún vann fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum í ár, meðal annars poppplötu og popplag ársins.

Kæra Jelena

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 12. apríl–15. maí
Aðgangseyrir: 6.500 kr.

Hópur kraftmikilla og sjarmerandi nemenda kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið. En fljótlega komumst við að því að raunverulegi tilgangurinn er allt annar og við tekur hrikaleg atburðarás. Í Kæra Jelena takast á kynslóðir í verki sem spyr stórra spurninga um siðferðisleg mörk, einstaklingshyggju og hugsjónir.

The Proclaimers

Hvar? Harpa
Hvenær? 15. apríl kl. 20.30
Aðgangseyrir: Frá 8.800 kr.

Skosku tvíburarnir í The Proclaimers eru þekktastir fyrir að vera reiðubúnir til að þramma samtals þúsund mílur, en þeir þurfa aðeins að ganga 852 til að spila sína fyrstu tónleika í Reykjavík. Ekki er vitað hvað þeir gera við þessar auka 148 mílur, en á þessum tónleikum munu þeir spila valin lög úr 30 ára ferli sínum, en það má fastlega búast við því að þeir segi söguna aftur af þessum þúsund mílum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár