Áður en hryðjuverkamaðurinn lét til skara skríða hafði hann varið drjúgum tíma í að rita stefnuskrá sína og koma henni á netið. Fjöldamorðin voru enda hugsuð til að vekja athygli á málstaðnum og skrifa nafn gerandans á spjöld sögunnar. Fimm skotvopn fundust í fórum hans en á hvert þeirra hafði hann málað nöfn og dagsetningar sem veittu honum innblástur fyrir verknaðinn.
Þar á meðal voru nöfn annarra evrópskra hryðjuverkamanna sem hafa framið ódæði í nafni hugmyndafræði nýnasista eða þeirra sem fyrirlíta svokallaða útlendinga og berjast gegn fjölmenningu. Í stefnuskránni kemur skýrt fram að höfundurinn var innblásinn af verkum norsks kollega síns, Anders Behring Breivik, og segist hafa átt einhver takmörkuð samskipti við hann í gegnum tíðina. Þær fullyrðingar er auðvitað ómögulegt að staðfesta á þessu stigi málsins en stefnuskrár og yfirlýsingar þeirra tveggja eru að mörgu leyti svipaðar.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðið fjölmiðla um að birta ekki nafn …
Athugasemdir