Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Að rita nafn sitt með blóði

28 ára gam­all Ástr­ali réðst á dög­un­um inn í tvær mosk­ur í Nýja-Sjálandi og skaut 50 manns til bana af póli­tísk­um ástæð­um um leið og hann streymdi mynd­um af hörm­ung­un­um á sam­fé­lags­miðl­um. Mað­ur­inn lít­ur sjálf­ur á sig sem hluta af vest­rænni hefð sem þurfi að verja með of­beldi. Voða­verk­um hans var fagn­að víða um heim, með­al ann­ars í at­huga­semda­kerf­um ís­lenskra fjöl­miðla.

Að rita nafn sitt með blóði
Óþekktur nýnasisti Fjöldamorðingjar hafa þann tilgang að dreifa ótta og vilja gjarnan öðlast heimsfrægð. Mynd: Wikimedia Commons / Froofroo

Áður en hryðjuverkamaðurinn lét til skara skríða hafði hann varið drjúgum tíma í að rita stefnuskrá sína og koma henni á netið. Fjöldamorðin voru enda hugsuð til að vekja athygli á málstaðnum og skrifa nafn gerandans á spjöld sögunnar. Fimm skotvopn fundust í fórum hans en á hvert þeirra hafði hann málað nöfn og dagsetningar sem veittu honum innblástur fyrir verknaðinn.

Þar á meðal voru nöfn annarra evrópskra hryðjuverkamanna sem hafa framið ódæði í nafni hugmyndafræði nýnasista eða þeirra sem fyrirlíta svokallaða útlendinga og berjast gegn fjölmenningu. Í stefnuskránni kemur skýrt fram að höfundurinn var innblásinn af verkum norsks kollega síns, Anders Behring Breivik, og segist hafa átt einhver takmörkuð samskipti við hann í gegnum tíðina. Þær fullyrðingar er auðvitað ómögulegt að staðfesta á þessu stigi málsins en stefnuskrár og yfirlýsingar þeirra tveggja eru að mörgu leyti svipaðar.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðið fjölmiðla um að birta ekki nafn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár