Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Að rita nafn sitt með blóði

28 ára gam­all Ástr­ali réðst á dög­un­um inn í tvær mosk­ur í Nýja-Sjálandi og skaut 50 manns til bana af póli­tísk­um ástæð­um um leið og hann streymdi mynd­um af hörm­ung­un­um á sam­fé­lags­miðl­um. Mað­ur­inn lít­ur sjálf­ur á sig sem hluta af vest­rænni hefð sem þurfi að verja með of­beldi. Voða­verk­um hans var fagn­að víða um heim, með­al ann­ars í at­huga­semda­kerf­um ís­lenskra fjöl­miðla.

Að rita nafn sitt með blóði
Óþekktur nýnasisti Fjöldamorðingjar hafa þann tilgang að dreifa ótta og vilja gjarnan öðlast heimsfrægð. Mynd: Wikimedia Commons / Froofroo

Áður en hryðjuverkamaðurinn lét til skara skríða hafði hann varið drjúgum tíma í að rita stefnuskrá sína og koma henni á netið. Fjöldamorðin voru enda hugsuð til að vekja athygli á málstaðnum og skrifa nafn gerandans á spjöld sögunnar. Fimm skotvopn fundust í fórum hans en á hvert þeirra hafði hann málað nöfn og dagsetningar sem veittu honum innblástur fyrir verknaðinn.

Þar á meðal voru nöfn annarra evrópskra hryðjuverkamanna sem hafa framið ódæði í nafni hugmyndafræði nýnasista eða þeirra sem fyrirlíta svokallaða útlendinga og berjast gegn fjölmenningu. Í stefnuskránni kemur skýrt fram að höfundurinn var innblásinn af verkum norsks kollega síns, Anders Behring Breivik, og segist hafa átt einhver takmörkuð samskipti við hann í gegnum tíðina. Þær fullyrðingar er auðvitað ómögulegt að staðfesta á þessu stigi málsins en stefnuskrár og yfirlýsingar þeirra tveggja eru að mörgu leyti svipaðar.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðið fjölmiðla um að birta ekki nafn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár