Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Katrín varar við tortryggni gagnvart evrópsku samstarfi og aðild Íslands að MDE

„Við eig­um ekki að hleypa þess­ari um­ræðu í það hvað okk­ur finnst um evr­ópskt sam­starf eða er­lend­ar skammstaf­an­ir al­mennt,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra í munn­legri skýrslu á Al­þingi. Sam­herj­ar henn­ar í rík­is­stjórn hafa kvart­að yf­ir því að með að­ild­inni að MDE sé Ís­land að „fram­selja túlk­un­ar­vald yf­ir ís­lensk­um lög­um til Evr­ópu“.

Katrín varar við tortryggni gagnvart evrópsku samstarfi og aðild Íslands að MDE

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varar við því að umræða um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu fari að snúast um evrópskt samstarf almennt, þjóðréttarskuldbindingar og aðild Íslands að mannréttindasáttmála Evrópu og mannréttindadómstólnum í Strassborg.  

„Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir ef okkur er alvara með því að við viljum tryggja hér frið um réttarkerfið. Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í það hvað okkur finnst um evrópskt samstarf eða erlendar skammstafanir almennt. Þetta hefur bara ekkert með það að gera. Þetta hefur með það að gera að við erum aðilar að mannréttindadómstólnum og höfum verið það áratugum saman,“ sagði forsætisráðherra í munnlegri skýrslu sinni um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem hún flutti á Alþingi á þriðja tímanum að beiðni stjórnarandstöðunnar.

„Við erum aðilar að mannréttindadómstólnum
og höfum verið það áratugum saman“

Nærtækast er að túlka ummæli Katrínar Jakobsdóttur sem gagnrýni á málflutning Sjálfstæðismanna, svo sem Bjarna Benediktssonar sem hefur kallað eftir umræðu um hvort Íslendingar hafi „framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu“.

Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra hefur talað á sama veg. Þegar hún tilkynnti um afsögn sína sagðist hún ekki myndu „láta það átölulaust að dómstólar séu notaðir í pólitískum tilgangi“ og bætti við: „Ég mun heldur ekki láta það átölulaust að íslenskir dómstólar framselji vald til túlkunar á íslenskum lögum til erlendra dómstóla.“

Jón Steinar Gunnlaugsson, einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins á sviði lögfræði og réttarheimspeki, hefur gengið lengst og kallað dóm Mannréttindadómstóls Evrópu „árás á fullveldi Íslands“ og hvatt til þess að allir dómarar við Landsrétt sitji áfram og kveði upp dóma þrátt fyrir niðurstöðuna enda hafi dómar MDE ekki beina réttarverkan á Íslandi. 

Katrín Jakobsdóttir talaði með allt öðrum hætti í munnlegri skýrslu sinni í dag. „Hér var á sínum tíma, til fyrirmyndar, tekin sú ákvörðun í breiðri samstöðu, að breyta mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og lögfesta ákvæði sáttmálans,“ sagði hún um mannréttindasáttmála Evrópu.

„Mönnum líður oft ekkert vel með
að mál fái alþjóðlega rýni og geta
þá gripið til alls konar varna“

„Við vitum það hins vegar að í langri sögu Mannréttindadómstólsins hefur svo sannarlega reynt á viðkvæm álitamál. Mönnum líður oft ekkert vel með að mál fái alþjóðlega rýni og geta þá gripið til alls konar varna því eðli mannréttinda er að þau hafa gildi óháð landamærum. En leyfum okkur það, sem lýðræðissamfélag, að reifa þessi ólíku sjónarmið með málefnalegum hætti af því við vitum að við erum sammála um það að mannréttindi hafa vernd þvert á landamæri, það er okkar leiðarljós. Það kunna hins vegar að vera uppi ýmis sjónarmið um hvernig nákvæmlega eigi að túlka þennan dóm og finna bestu lausnina á honum, og leyfum okkur að tala um það.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár