Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gagnrýna Mannréttindadómstólinn og lýsa áhyggjum af „framsali valds“ til útlanda

„Við hljót­um að spyrja okk­ur hvort hér hafi ver­ið stig­ið yf­ir lín­una,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra um nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu. Jón Stein­ar Gunn­laugs­son tal­ar um „árás á full­veldi Ís­lands“.

Gagnrýna Mannréttindadómstólinn og lýsa áhyggjum af „framsali valds“ til útlanda

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu hafi komið sér í opna skjöldu og kallar eftir umræðu um hvort Íslendingar hafi „framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu“. Þetta kom fram í viðtali við hann í þinghúsinu í dag. „Við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna,“ sagði hann.

Nálgunin er í takt við málflutning Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem lýsti dómi Mannréttindadómstólsins sem „árás á fullveldi Íslands“ í Kastljósi í gær. Hefur hann skorað á Íslendinga að „hrinda þessari aðför sem Ísland hefur nú sætt frá erlendri stofnun sem blygðunarlaust sækir sér vald sem hún fer alls ekki með“. 

Ísland fullgilti mannréttindasáttmála Evrópu árið 1953 og lögfesti hann árið 1994. Samkvæmt 2. gr. laganna um mannréttindasáttmála Evrópu eru úrlausnir Mannréttindadómstóls Evrópu ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Í 46. gr. sáttmálans kemur þó fram að samningsaðilar séu skuldbundnir til að „hlíta endanlegum dómi dómstólsins í hverju því máli sem þeir eru aðilar að“.

Mannréttindasáttmálinn og þær kröfur sem af honum leiða hafa knúið fram verulegar réttarbætur á Íslandi. Í því samhengi má t.d. nefna aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði árið 1992 og veigamiklar breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995. Nýlegri dæmi eru niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem íslenska ríkið hefur verið dæmt fyrir brot gegn tjáningar- og fjölmiðlafrelsi. Þessir dómar hafa haft talsverð áhrif á dómaframkvæmd á Íslandi og leitt til aukinnar verndar tjáningarfrelsis. 

Gagnrýndi áhrif erlendra dómstólaLætur það ekki óátalið að íslenskir dómstólar framselji túlkunarvald til erlendra dómstóla.

Sigríður Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi Mannréttindadómstól Evrópu harðlega á blaðamannafundi sínum í dag. „Ég mun ekki láta það átölulaust að dómstólar séu notaðir í pólitískum tilgangi,“ sagði hún. „Ég mun heldur ekki láta það átölulaust að íslenskir dómstólar framselji vald til túlkunar á íslenskum lögum til erlendra dómstóla.“ 

Málflutningur Bjarna Benediktssonar á fréttamannafundi sem fram fór í þinghúsinu skömmu síðar er í sama anda. „Mér finnst líka mjög mikilvægt að við veltum upp annarri spurningu sem er þessi: Höfum við framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu? Ég hélt ekki, ég hélt ekki,“ sagði hann.

„Eitt af stóru álitamálunum varðandi niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu snýr einmitt að því hvar hann dregur mörkin í afskiptum af niðurstöðum um lög og rétt í aðildarríkjum. Við höfum ákveðið að skipa okkur í flokk með þjóðum sem vilja verja þau gildi sem skrifuð eru inn í Mannréttindasáttmálann og eigum þess vegna aðild að dómstólnum.“ 

Þá bætti hann við: „Niðurstöður hans hafa í gegnum tíðina oft verið mjög umdeildar. Þannig er í mörg ár lifandi umræða í Bretlandi um hvort þeir vilji segja sig frá dómstólnum, í Danmörku hefur einnig verið færð fram gríðarlega mikil gagnrýni.“ Þessi vísan til umræðunnar í Bretlandi kom einnig fram í viðtalinu við Jón Steinar í Kastljósi í gær.

Vildi fella bresku mannréttindalögin úr gildiDavid Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, talaði fyrir því að Bretar segðu sig frá lögsögu Mannréttindadómstóls Evrópu.

Breski íhaldsflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að Bretland segi sig frá lögsögu Mannréttindadómstóls Evrópu. „Dómar um að við eigum að hætta að vísa grunuðum hryðjuverkamönnum úr landi, sú hugmynd að mannréttindasáttmálinn gildi jafnvel á vígvöllunum í Helmand... og nú vilja þeir gefa föngum kosningarétt. Afsakið, en ég bara er ekki sammála þessu,“ sagði David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, árið 2014. Málið var stórt kosningamál hjá Íhaldsflokknum fyrir kosningarnar 2010 og aftur 2015 en hefur fallið í skugga Brexit-umræðunnar síðan. Í Danmörku hefur gagnrýnin umræða um Mannréttindadómstólinn að miklu leyti hverfst um innflytjendamál, svo sem um brottvísanir manna sem dæmdir hafa verið fyrir brot.

„Nú finnst mér vera komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi heldur eru þeir innanlands,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtalinu í dag. „Og meðal annars af þessari ástæðu er ég þeirrar skoðunar að það verði að láta reyna á þau sjónarmið sem reifuð er í minnihlutaálitinu um að hér hafi verið gengið allt alltof langt.“ 

Aðspurður hvort það kæmi til greina að Ísland segði sig frá aðild að Mannréttindadómstól Evrópu sagði Bjarni: „Nei, ég var ekki að boða neitt slíkt, ég var bara að segja að starfsemi dómstólsins er ekki hafin yfir gagnrýni og það felst ekki nein yfirlýsing um að grafa undan dómstól með því að áfrýja niðurstöðu hans, ekki frekar en að þegar það fellur dómur í héraði og honum er áfrýjað, þá eru menn ekki að segja að héraðsdómur sé ómögulegur. Ég er bara að segja að hérna er mjög langt gengið í því að hafa uppi lagatúlkun í máli sem er til lykta leidd af dómstólum innanlands. Það er óvananlegt og hlýtur að vekja upp spurningar um hversu langt dómstóllinn, í rétti, fer inn á það svið. Þetta eru spurningar sem við hljótum að spyrja, því þetta er grundvallarspurning, hvar túlkun á íslenskum lögum er. Það er eitt, svo er annað að túlka mannréttindasáttmálann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár