Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Viðkvæm dómsmál í uppnámi: Réttaróvissan slæm fyrir börn og foreldra

„Það er mjög brýnt að eyða þeirri óvissu sem hef­ur skap­ast í kjöl­far dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu,“ seg­ir Tóm­as Hrafn Sveins­son, formað­ur Barna­vernd­ar­nefnd­ar Reykja­vík­ur.

Viðkvæm dómsmál í uppnámi: Réttaróvissan slæm fyrir börn og foreldra

„Réttaróvissan er afar slæm fyrir alla aðila, börn, foreldra og fósturforeldra,“ segir Tómas Hrafn Sveinsson, formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur og hæstaréttarlögmaður í samtali við Stundina. 

Fjöldi dóma í barnaverndar-, forsjár- og umgengnismálum hefur verið kveðinn upp í Landsrétti síðan millidómstigið tók til starfa í fyrra og mörg viðkvæm mál bíða úrlausnar. Fjórmenningarnir sem skipaðir voru landsréttardómarar með ólögmætum hætti og í trássi við mat hæfnisnefndar hafa dæmt í tugum slíkra mála. Af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu má ráða að með dómunum, og jafnvel einnig dómum hinna ellefu dómaranna, hafi verið brotið gegn rétti dómþola til að fá úrlausn fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómstól.

Tómas Hrafn Sveinssonformaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur og hæstaréttarlögmaður.

Tómas Hrafn bendir á að vegna eðlis barnaverndarmála sé lögð sérstök áhersla á málshraða þegar þau eru fyrir dómi. Kæru- og áfrýjunarfrestir séu styttri en í öðrum málum, enda sé réttaróvissa sérstaklega slæm í svo viðkvæmum málum. 

„Þess vegna er mjög brýnt að eyða þessari óvissu sem hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, bæði hvað varðar barnaverndarmál sem þegar hafa verið flutt í héraði og bíða fyrir Landsrétti og svo ekki síst vegna þeirra mála sem þegar hafa hlotið endanlega afgreiðslu Landsréttar,“ segir Tómas Hrafn. 

Stundin hefur rætt við lögmenn, lögfræðinga og málsaðila í dómsmálum eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu var kveðinn upp. „Það er skelfilegt að vera settur í biðstöðu þegar málið var loksins komið á þetta stig, þegar maður hélt loksins að þetta væri að verða búið,“ sagði einn af viðmælendum Stundarinnar í gær, aðili að viðkvæmu dómsmáli sem var á dagskrá Landsréttar í vikunni en hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma vegna dóms Mannréttindadómstólsins.

RÚV og Vísir.is greindu frá því fyrir hádegi að Fangelsismálastofnun hefðu borist beiðnir um að afplánun dæmdra manna yrði frestað vegna dóms Mannréttindadómstólsins. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður tjáði sig um réttaróvissuna í Morgunútvarpinu á Rás 2: „Þetta er fyrst og fremst óvissan sem er þá fyrir þá sem að eru búnir að fá dóma, kannski sitja í fangelsi eða eitthvað þess háttar og þá fyrir þá tugi og hundruð mála sem biða úrlausnar. Hvernig á að greiða út þessu? Á að taka bara einhvern veginn áhættuna af því að þetta blessist einhvern veginn eða þetta verði allt ónýtt eftir að við erum búin að halda áfram í einhvern tíma? Það er svona viðfangsefni dagsins sem er mjög alvarlegt.“

Hvorki dómstólar né ríkisstjórn Íslands hafa látið birta upplýsingar um hvaða þýðingu dómurinn hefur fyrir fólk sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða er aðilar að málum fyrir dómstólnum og með hvaða hætti verður brugðist við. Þá hafa engar aðgerðir verið boðaðar til að tryggja réttaröryggi íslenskra borgara eftir að ljóst varð að mannréttindabrot voru framin gegn fjölda fólks í Landsrétti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár