Um eitt þúsund börn á Íslandi glíma við það sem er kallað skólaforðun, sem felst í að börn vilja ekki sækja skólann. Í mörgum tilvikjum má rekja þetta til kvíða eða þunglyndis barnanna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Leyfisumsóknum barna hefur fjölgað á undanförnum árum, að mati skólastjóra. Ástæður skólaforðunar geta verið tilfinningalegir erfiðleikar barnanna eða flótti frá aðstæðum. Þá sækjast börnin í sumum tilfellum eftir athygli frá fjölskyldu eða öðrum í umhverfi sínu eða einfaldlega þykir aðrir staðir áhugaverðari en skólinn.
Skólastjórarar landsins telja að foreldrar hafi of mikið svigrúm til að halda börnum sínum heima. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Maskína gerði fyrir Velferðarvaktina. Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar segir skilaboð skólastjóranna vera skýr. Annars vegar sé óskað eftir opinberum viðmiðum um hvenær foreldrar megi fá leyfi fyrir börnin sín, til dæmis með viðmiðum um fjölda frídaga eða að skólastjórnendur fái heimild til að hafna óskum um leyfi. Hins vegar að fjarvistaskráning barna verði samræmd um allt land.
„Það skiptir höfuðmáli að börn geti stundað sitt nám af krafti og að foreldrar ýti undir það og virði það. Æskilegra væri að þeir beini fríum sínum á tíma þegar skólinn er ekki starfandi,“ segir Siv.
Athugasemdir