Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Landsréttur í uppnámi, dómþolum haldið í óvissu: „Skelfilegt að vera í biðstöðu“

Stjórn­ar­lið­ar gefa lít­ið fyr­ir dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og eng­ar að­gerð­ir hafa ver­ið boð­að­ar til að tryggja réttarör­yggi ís­lenskra borg­ara. Að­il­ar í við­kvæm­um dóms­mál­um vita ekki hvort nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins verði virt.

Landsréttur í uppnámi, dómþolum haldið í óvissu: „Skelfilegt að vera í biðstöðu“

Hvorki dómstólar né ríkisstjórn Íslands hafa látið birta upplýsingar um hvaða þýðingu dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hefur fyrir fólk sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða er aðilar að málum fyrir dómstólnum og með hvaða hætti verður brugðist við dóminum. Þá hafa engar aðgerðir verið boðaðar til að tryggja réttaröryggi íslenskra borgara eftir að ljóst varð að mannréttindabrot voru framin gegn fjölda fólks í Landsrétti. 

„Það er skelfilegt að vera settur í biðstöðu þegar málið var loksins komið á þetta stig, þegar maður hélt loksins að þetta væri að verða búið,“ segir einn af viðmælendum Stundarinnar, aðili að viðkvæmu dómsmáli sem var á dagskrá Landsréttar í vikunni en hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. 

Stundin hefur rætt við fleiri aðila að dómsmálum en enginn hefur fallist á að koma fram undir nafni. Fólkið bíður í óvissu um hvort dómararnir fjórir – sem valdir voru með ólögmætum hætti, eftir geðþótta dómsmálaráðherra og í trássi við mat hæfnisnefndar – muni fara áfram með mál þess eða ekki. 

Samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveðinn var upp í morgun felur það í sér brot gegn 6. gr. mannréttindasáttmálans að borgarar séu dæmdir af fjórmenningunum í Landsrétti. Telst slíkt ekki uppfylla kröfur um réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Kann þetta einnig að eiga við um dóma sem hinir ellefu dómararnir í Landsrétti kveða upp, en allir dómarar við Landsrétt hafa ákveðið að kveða ekki upp dóma í vikunni af þessum sökum meðan farið verður yfir niðurstöðu Mannréttindadómstólsins.

Með dóminum liggur fyrir að brotið hefur verið gegn mannréttindum gríðarlegs fjölda fólks frá því að Landsréttur tók til starfa í ársbyrjun 2018. Má vænta þess að holskefla endurupptökubeiðna dynji á endurupptökunefnd næstu misserin.

Landsréttardómarar.

Óljóst hvort niðurstaða dómsins verði virt

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafa látið að því liggja að dómararnir muni áfram sitja og dæma, enda séu þeir „löglega skipaðir“ og niðurstaða Mannréttindadómstólsins ekki bindandi að íslenskum rétti. Enginn úr stjórnarliðinu hefur andmælt þessari nálgun.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd á ráðstefnu í New York og ætlar ekki að tjá sig um málið fyrr en á morgun. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi forsætisráðherra, hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl í dag. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er verulegur óróleiki innan stjórnarliðsins vegna málsins, ekki síst vegna viðbragða dómsmálaráðherra.

Hugsanlegt að skipa þurfi dóminn upp á nýtt

„Ég lít þannig á að stjórnvöld eigi næsta leik og ég sakna þess dálítið að hafa ekki heyrt í stjórnvöldum um það hvernig þau sjá þetta fyrir sér,“ sagði Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, í Samfélaginu á Rás 1 í dag.

Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður telur að dómur Mannréttindadómstólsins kunni einnig að hafa þýðingu fyrir skipun þeirra ellefu landsréttardómara sem valdir voru í samræmi við mat hæfnisnefndar. Ljóst er að Alþingi fór ekki að lögum þegar greidd voru atkvæði um skipan þeirra frekar en hinna og telur Mannréttindadómstóll Evrópu að það hafi skaðað skipunarferlið og trúverðugleika þess. „Fyrirsjáanlega þarf því að setja ný lög og skipa réttinn upp á nýtt. Sakfellingar í sakamálum verður að endurupptaka, skv. kröfu þar um, en sýknudómar standa. Einkamálin eru svo sér kapituli,“ skrifar Páll Rúnar á Facebook. 

„Áfrýjunardómstóllinn okkar er óstarfhæfur“

Lögmenn og lögfræðingar sem Stundin hefur rætt við eru hissa á viðbragðsleysinu eftir dóm Mannréttindadómstólsins og hafa áhyggjur af skjólstæðingum sínum.

Einn viðmælandi Stundarinnar orðaði það sem svo að dagurinn í dag væri líklega einhver svartasti dagur íslenskrar réttarfarssögu. „Áfrýjunardómstóllinn okkar er óstarfhæfur, og hvað, hvað mun gerast, er bara ekkert plan?“

„Á þá bara að setja öll málin á hold á meðan ráðherra ákveður hvort málinu verður vísað þangað?“

Hann og fleiri sem Stundin ræddi við lýstu áhyggjum af yfirlýsingum Sigríðar Andersen um að málinu verði hugsanlega áfrýjað til efri deildar Mannréttindadómstólsins.

„Á þá bara að setja öll málin á hold á meðan ráðherra ákveður hvort málinu verður vísað þangað, og á meðan yfirdeildin kemst að niðurstöðu? Hvað eigum við að gera, bíða og segja skjólstæðingum okkar að slaka á?“ 

Kostnaðurinn gæti hlaupið á hundruðum milljóna

Þótt Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ekki dæmt íslenska ríkið bótaskylt er ekki útilokað að bótaskylda skapist fyrir íslenskum rétti vegna rasksins sem lögbrotin við skipun landsréttardómara kunna að valda og að hafa þegar valdið. Allt að einu er ljóst að málinu fylgir ekki aðeins skert réttaröryggi og réttaróvissa heldur einnig gríðarlegur fjárhagslegur kostnaður fyrir íslenska ríkið. 

„Þetta hljóta að vera hundruð milljóna,“ segir lögmaður sem Stundin ræddi við. „Í fyrsta lagi eru það skaðabæturnar fyrir umsækjendurna sem var hent út af lista dómsmálaráðherra. Í öðru lagi hljóta dómararnir sem nú er ljóst að geta ekki sinnt starfi sínu að halda dómaralaunum ævilangt. Í þriðja lagi hlýtur að þurfa að ráða tugi lögfræðinga til endurupptökunefndar, en á henni skellur væntanlega holskefla af endurupptökubeiðnum. Í fjórða lagi þarf væntanlega að flytja og dæma aftur Landsréttarmálin sem dómararnir hafa dæmt. Þetta leiðir af sér aukinn málskostnað til beggja aðila í hverju máli. Loks þarf að leysa úr því hvað verði gert varðandi hina ellefu dómarana.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu