Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ungir Íslendingar rísa upp: „Okkar framtíð á að vera björt“

„Að­gerð­ir, núna!“ hróp­aði hóp­ur grunn­skóla- og mennta­skóla­nema á Aust­ur­velli í dag.

Ungir Íslendingar rísa upp: „Okkar framtíð á að vera björt“
Mótmælendur í dag Allt fór friðsamlega fram. Mynd: Davíð Þór

„Við eigum ekki að taka við þessu sem er að gerast í dag. Þeir sem hafa völdin í dag, þeir eiga að laga þetta!“ kallaði mótmælandi á fjöldamótmælum ungmenna á Austurvelli í dag.

Ungir Íslendingar á grunnskóla- og menntaskólaaldri hafa nú mótmælt þrjá föstudaga í röð í tilraun til að tryggja framtíð sína. Margir þeirra hafa tekið sér frí frá skóla, með eða án leyfis, til þess að mæta á mótmælin.

Mótmælendurnir vilja að gripið verða til aðgerða þegar í stað til að hindra frekari loftslagsbreytingar.

„Framtíð okkar á að vera björt,“ sagði mótmælandinn, Elsa María Guðlaugs- og Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, í ræðu sinni.

Meðal þeirra sem héldu ræður voru Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, Sigurður Thorlacius, úr Ungum umhverfissinnum, og svo ungir nemendur úr Vesturbæjarskóla, sem fóru fram á að segja nokkur orð.

Önnur mótmæli eru boðuð næstkomandi föstudag.

Mótmælin í dagFjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli til að krefjast aðgerða gegn hlýnun jarðar.
„Framtíð okkar skiptir máli“Mótmælendur voru minnst á annað hundrað talsins.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár