Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ungir Íslendingar rísa upp: „Okkar framtíð á að vera björt“

„Að­gerð­ir, núna!“ hróp­aði hóp­ur grunn­skóla- og mennta­skóla­nema á Aust­ur­velli í dag.

Ungir Íslendingar rísa upp: „Okkar framtíð á að vera björt“
Mótmælendur í dag Allt fór friðsamlega fram. Mynd: Davíð Þór

„Við eigum ekki að taka við þessu sem er að gerast í dag. Þeir sem hafa völdin í dag, þeir eiga að laga þetta!“ kallaði mótmælandi á fjöldamótmælum ungmenna á Austurvelli í dag.

Ungir Íslendingar á grunnskóla- og menntaskólaaldri hafa nú mótmælt þrjá föstudaga í röð í tilraun til að tryggja framtíð sína. Margir þeirra hafa tekið sér frí frá skóla, með eða án leyfis, til þess að mæta á mótmælin.

Mótmælendurnir vilja að gripið verða til aðgerða þegar í stað til að hindra frekari loftslagsbreytingar.

„Framtíð okkar á að vera björt,“ sagði mótmælandinn, Elsa María Guðlaugs- og Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, í ræðu sinni.

Meðal þeirra sem héldu ræður voru Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, Sigurður Thorlacius, úr Ungum umhverfissinnum, og svo ungir nemendur úr Vesturbæjarskóla, sem fóru fram á að segja nokkur orð.

Önnur mótmæli eru boðuð næstkomandi föstudag.

Mótmælin í dagFjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli til að krefjast aðgerða gegn hlýnun jarðar.
„Framtíð okkar skiptir máli“Mótmælendur voru minnst á annað hundrað talsins.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár