Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ungir Íslendingar rísa upp: „Okkar framtíð á að vera björt“

„Að­gerð­ir, núna!“ hróp­aði hóp­ur grunn­skóla- og mennta­skóla­nema á Aust­ur­velli í dag.

Ungir Íslendingar rísa upp: „Okkar framtíð á að vera björt“
Mótmælendur í dag Allt fór friðsamlega fram. Mynd: Davíð Þór

„Við eigum ekki að taka við þessu sem er að gerast í dag. Þeir sem hafa völdin í dag, þeir eiga að laga þetta!“ kallaði mótmælandi á fjöldamótmælum ungmenna á Austurvelli í dag.

Ungir Íslendingar á grunnskóla- og menntaskólaaldri hafa nú mótmælt þrjá föstudaga í röð í tilraun til að tryggja framtíð sína. Margir þeirra hafa tekið sér frí frá skóla, með eða án leyfis, til þess að mæta á mótmælin.

Mótmælendurnir vilja að gripið verða til aðgerða þegar í stað til að hindra frekari loftslagsbreytingar.

„Framtíð okkar á að vera björt,“ sagði mótmælandinn, Elsa María Guðlaugs- og Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, í ræðu sinni.

Meðal þeirra sem héldu ræður voru Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, Sigurður Thorlacius, úr Ungum umhverfissinnum, og svo ungir nemendur úr Vesturbæjarskóla, sem fóru fram á að segja nokkur orð.

Önnur mótmæli eru boðuð næstkomandi föstudag.

Mótmælin í dagFjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli til að krefjast aðgerða gegn hlýnun jarðar.
„Framtíð okkar skiptir máli“Mótmælendur voru minnst á annað hundrað talsins.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár