Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Efling hafði betur: Verkfall löglegt og hefst á morgun

Kröfu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins var hafn­að í Fé­lags­dómi.

Efling hafði betur: Verkfall löglegt og hefst á morgun

Efling hafði betur í máli Samtaka atvinnulífsins gegn stéttarfélaginu vegna boðaðs verkfalls ræstingarfólks á hótelum og gistiheimilum. Félagsdómur kvað upp dóm þess efnis nú klukkan eitt.

Samtök atvinnulífsins héldu því fram að ólöglega hefði verið staðið að atkvæðagreiðslu um verkfallið. Vinnu­stöðvun sem einungis tæki til ákveðins hóps félags­manna ætti einungis að vera borin undir þá sjálfa en ekki alla félagsmenn Eflingar. 

Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri Eflingu af kröfum SA. Þetta þýðir að fyrirhugað verkfall er lögmætt og hefst á morgun kl. 10.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár