Efling hafði betur í máli Samtaka atvinnulífsins gegn stéttarfélaginu vegna boðaðs verkfalls ræstingarfólks á hótelum og gistiheimilum. Félagsdómur kvað upp dóm þess efnis nú klukkan eitt.
Samtök atvinnulífsins héldu því fram að ólöglega hefði verið staðið að atkvæðagreiðslu um verkfallið. Vinnustöðvun sem einungis tæki til ákveðins hóps félagsmanna ætti einungis að vera borin undir þá sjálfa en ekki alla félagsmenn Eflingar.
Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri Eflingu af kröfum SA. Þetta þýðir að fyrirhugað verkfall er lögmætt og hefst á morgun kl. 10.
Athugasemdir