Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ný lög gætu takmarkað umferð á svifryksdögum

Frum­varp sam­göngu­ráð­herra til nýrra um­ferð­ar­laga veit­ir sveit­ar­stjórn­um leyfi til að tak­marka fjölda bíla á göt­um vegna meng­un­ar. Strætó hef­ur blás­ið til átaks und­ir slag­orð­inu „Hvíl­um bíl­inn á grá­um dög­um“.

Ný lög gætu takmarkað umferð á svifryksdögum

Frumvarp til nýrra umferðarlaga veitir sveitarstjórnum og Vegagerðinni heimild til að takmarka fjölda bíla á götunum vegna mengunar.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti athygli á þessu á Twitter í dag í ljósi umræðu um svifryksmengun. „Ný umferðarlög gætu gefið Reykjavíkurborg mikilvæg verkfæri til að takmarka umferð þegar er #grárdagur,“ skrifaði Andrés Ingi. „Svona meðfram því að við þurfum að draga úr umferð almennt.“

Strætó bs hefur hvatt til átaks um nýtingu vistvænna samgangna með slagorðinu „Hvílum bílinn á gráum dögum“. Er með því vísað til þeirra daga þar sem kjöraðstæður eru til svifryksmengunar vegna bílaumferðar. Svifryk mældist langt yfir heilsuverndarmörkum víða um höfuðborgina í gær og hvatti Reykjavíkurborg almenning til að halda börnum inni og draga úr notkun einkabílsins af heilsuverndarástæðum.

Samkvæmt frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til nýrra umferðarlaga verður sveitarstjórnum og Vegagerðinni heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir.

„Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja,“ segir í frumvarpinu.

Frumvarpið fór til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis eftir fyrstu umræðu í október og var síðast til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 21. febrúar.

Svifryksmengun fer helst yfir heilsuverndarmörk þá daga sem loft er þurrt og stillt, einkum kalda vetrardaga. Þá getur mengunin safnast upp þar sem lítil hreyfing er á loftinu. Mengunin er mest við stórar umferðaræðar og nálægt verksmiðjum, en mælistöðvar eru einmitt staðsettar meðal annars við Hringbraut og Grensásveg. Svifryksmengun hefur einnig reglulega mælst umfram mörk á Akureyri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umferðarmenning

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár