Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ný lög gætu takmarkað umferð á svifryksdögum

Frum­varp sam­göngu­ráð­herra til nýrra um­ferð­ar­laga veit­ir sveit­ar­stjórn­um leyfi til að tak­marka fjölda bíla á göt­um vegna meng­un­ar. Strætó hef­ur blás­ið til átaks und­ir slag­orð­inu „Hvíl­um bíl­inn á grá­um dög­um“.

Ný lög gætu takmarkað umferð á svifryksdögum

Frumvarp til nýrra umferðarlaga veitir sveitarstjórnum og Vegagerðinni heimild til að takmarka fjölda bíla á götunum vegna mengunar.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti athygli á þessu á Twitter í dag í ljósi umræðu um svifryksmengun. „Ný umferðarlög gætu gefið Reykjavíkurborg mikilvæg verkfæri til að takmarka umferð þegar er #grárdagur,“ skrifaði Andrés Ingi. „Svona meðfram því að við þurfum að draga úr umferð almennt.“

Strætó bs hefur hvatt til átaks um nýtingu vistvænna samgangna með slagorðinu „Hvílum bílinn á gráum dögum“. Er með því vísað til þeirra daga þar sem kjöraðstæður eru til svifryksmengunar vegna bílaumferðar. Svifryk mældist langt yfir heilsuverndarmörkum víða um höfuðborgina í gær og hvatti Reykjavíkurborg almenning til að halda börnum inni og draga úr notkun einkabílsins af heilsuverndarástæðum.

Samkvæmt frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til nýrra umferðarlaga verður sveitarstjórnum og Vegagerðinni heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir.

„Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja,“ segir í frumvarpinu.

Frumvarpið fór til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis eftir fyrstu umræðu í október og var síðast til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 21. febrúar.

Svifryksmengun fer helst yfir heilsuverndarmörk þá daga sem loft er þurrt og stillt, einkum kalda vetrardaga. Þá getur mengunin safnast upp þar sem lítil hreyfing er á loftinu. Mengunin er mest við stórar umferðaræðar og nálægt verksmiðjum, en mælistöðvar eru einmitt staðsettar meðal annars við Hringbraut og Grensásveg. Svifryksmengun hefur einnig reglulega mælst umfram mörk á Akureyri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umferðarmenning

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár