Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ný lög gætu takmarkað umferð á svifryksdögum

Frum­varp sam­göngu­ráð­herra til nýrra um­ferð­ar­laga veit­ir sveit­ar­stjórn­um leyfi til að tak­marka fjölda bíla á göt­um vegna meng­un­ar. Strætó hef­ur blás­ið til átaks und­ir slag­orð­inu „Hvíl­um bíl­inn á grá­um dög­um“.

Ný lög gætu takmarkað umferð á svifryksdögum

Frumvarp til nýrra umferðarlaga veitir sveitarstjórnum og Vegagerðinni heimild til að takmarka fjölda bíla á götunum vegna mengunar.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti athygli á þessu á Twitter í dag í ljósi umræðu um svifryksmengun. „Ný umferðarlög gætu gefið Reykjavíkurborg mikilvæg verkfæri til að takmarka umferð þegar er #grárdagur,“ skrifaði Andrés Ingi. „Svona meðfram því að við þurfum að draga úr umferð almennt.“

Strætó bs hefur hvatt til átaks um nýtingu vistvænna samgangna með slagorðinu „Hvílum bílinn á gráum dögum“. Er með því vísað til þeirra daga þar sem kjöraðstæður eru til svifryksmengunar vegna bílaumferðar. Svifryk mældist langt yfir heilsuverndarmörkum víða um höfuðborgina í gær og hvatti Reykjavíkurborg almenning til að halda börnum inni og draga úr notkun einkabílsins af heilsuverndarástæðum.

Samkvæmt frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til nýrra umferðarlaga verður sveitarstjórnum og Vegagerðinni heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir.

„Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja,“ segir í frumvarpinu.

Frumvarpið fór til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis eftir fyrstu umræðu í október og var síðast til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 21. febrúar.

Svifryksmengun fer helst yfir heilsuverndarmörk þá daga sem loft er þurrt og stillt, einkum kalda vetrardaga. Þá getur mengunin safnast upp þar sem lítil hreyfing er á loftinu. Mengunin er mest við stórar umferðaræðar og nálægt verksmiðjum, en mælistöðvar eru einmitt staðsettar meðal annars við Hringbraut og Grensásveg. Svifryksmengun hefur einnig reglulega mælst umfram mörk á Akureyri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umferðarmenning

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár